Tökum aftur upp landamæraeftirlit

Segjum okkur úr Schengen það sparar pening og gerir okkur kleift að herða landamæraeftirlit sem að hjálpar í baráttunni gegn mannsali og skipulagðri glæpastarfsemi alla vega erlendis frá.
Síðan þurfum við að taka betur á heimamönnum og leiða þá á hinn þrönga stíg dyggðarinnar fangelsi í Kolbeinsey gæti hjálpað til þess að mínu mati eða þá refsing sem að ég tel að gæti verið góð í mörgum minni tilfellum. Það er að ríkið geri út úthafstogara og sért þú dæmdur til greiðslu sektar þá afplánist dómurinn um borð þangað til að staðið hefur verið skil á þeim bótum sem greiða þarf. Það mætti vera með nokkra togara sem gætu heitið Kók, Gras, Meðlagsskuld eða Vörsluskattaskil. Síðan þarf skipulega að skilja að einstaklinga sem eru í svona samtökum kannski með öklabandi sem að sendir merki ef þeir koma of nálægt hvor öðrum.

Vandamálið við forvirkar aðgerðir er að það er aldrei hægt að treysta stjórnvöldum eins og Íslendingar ættu að vita manna best núna eftir Icesave og Gylfaginningu þeir ljúga aldrei en segja heldur sjaldnast satt undantekning er þó loforð VG um skattahækkanir.

Vandamálið við forvirkar aðgerðir kom vel í ljós í Alþýðulýðveldinu Þýskalandi en þar var rekið forvirkniapparat að nafni Stasi og flestir þekkja þá sögu. Það er mikill munur á því að vilja eða gera Ég vil til dæmis losna við þessa stjórn burt en það þýðir ekki að ég sé sekur um stjórnarbyltingu jafnvel þó að ég segi að best væri að fara með gömlu kvíslina og taka til, er ég ekki sekur um neitt fyrr en að ég mæti með hana og eiginlega ekki sekur fyrr en ég pota henni í óæðri endann á einhverjum. En forvirknirannsóknarstofnun myndi álíta að það væri öruggara að taka mig úr umferð vegna þess að svona hugsanir væru andstæðar almannahagsmunum en hver ákveður síðan hvað eru almannahagsmunir og skilgreinir þá. Það voru margir sendir í gúlagið vegna almannahagsmuna og það má segja að Nelson Mandela hafi setið inni vegna almannahagsmuna alt saman hagsmunir sem skilgreindir voru af stjórnvöldum þess tíma og taldir lífsnauðsynlegir viðkomandi þjóðfélagi.

Eitt vil ég samt segja og það er að ef ég treysti einhverjum til að setja vitræn lög um svona þá er það núverandi Dómsmálaráðherra vandinn er bara sá að það er bara ein Ragna og hún er ekki eilíf frekar en við hin því miður.


mbl.is Ítrekað bent á ógn af glæpastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Sammála þér.  Írar og Bretar eru ekki í Schengen en með hliðarsamkomulag um aðgang að upplýsingakerfinu, og bæði leggja þangað inn upplýsingar og fá til baka.  Þannig aðild áttum við alltaf að stefna að.  Þetta var prívat áhugamál Halldórs Ásgrímssonar og Björns Bjarnasonar.

Hvumpinn, 18.8.2010 kl. 11:13

2 identicon

Voru margir sem vöruðu við þessari ljótu þróun.

Þeir voru kallaðir rasistar og illmenni.

Dapurlegt að sjá að hlutirnir eru meira að segja að verða verri en nokkrum datt í hug.

Einar (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband