Enginn þjóðarsátt möguleg á þessu heimili.

Hér var gerð þjóðarsátt fyrir löngu og til hvers ég sé ekki árangurinn af henni. Þjóðarsáttin var um að fólk tæki á sig byrðar til að rétta skútuna af og fólk gerði það það er sumt fólk. Ég lýt svo á þegar litið er yfir vígvöllinn í dag að sáttin hafi verið rofin og það ekki af Íslenskri alþýðu.
Því er tómt mál að tala um einhverja nýja sátt núna þegar er að renna upp fyrir þeim sem að í stólunum sitja að setan er talin í dögum og vikum en ekki árum, klukkan tifar og glymur þeim brátt með sama áframhaldi.

Það að tala um þjóðarsátt núna er eins og þegar að fjármögnunarfyrirtækin fóru að tala um þörfina á réttlæti eftir að dómur Hæstaréttar var fallinn réttlæti sem að hin sömu fyrirtæki töldu ekki nauðsynlegt þegar spilin voru þeim hagstæð.

Ég sé ekki neina sátt í spilunum fyrr en sárið verður opnað  upp á gátt og öll spilin lögð á borðið þá fyrst getur bataferlið hafist og kannski einhver sátt.

Eitt af því sem þarf að liggja fyrir er hvort einhverjir í stöðum sem komu að því að ákveða að tryggja allar innistæður í Íslenskum bönkum eru hluti af þeim 2% sem að fengu stærsta hluta af þeim peningum eða hvort að svokallaðir útrásarvíkingar leynast í þeim hóp, svar við þeirri spurningu er lífsnauðsyn eftir að hafa séð tölur í DV um helgina.

Hvaða fyrirtæki eru þessi 7% fyrirtækja sem að áttu stærsta hluta af þeim innistæðum sem voru tryggðar eru það lífeyrissjóðirnir eða kannski svokölluð útrásarfyrirtæki. Það er engin möguleiki á sátt í mínum huga meðan  að sömu sjóðir fá hluta launa minna í áskrift og síðan restina til að bjarga slæmum fjárfestingum og hafa uppi þá kröfu að setja veghlið á alla vegi út úr borginni og hirða gjöld af fólki sem að er að fara í vinnu heimsækja ættingja eða bara að bregða sér af bæ og allt þetta drasl fer  í vísitöluna og hækkar eignir þeirra hjá sama almúga sem þeir segjast vera hjálpa en eru í raun  að blóðmjólka og ekkert annað. Því síður er ég til í svona sátt meðan að það er möguleiki á því að einhver fyrirtæki í eigu hinna fræknu geta verið í þessum hópi
Fyrr en stjórnsýslan og ráðamenn koma fyrir okkur alþjóð og opna þessi mál og fleiri til að hægt sé að loka þessu sorgarferli fyrr an það skeður er engin möguleiki á þjóðarsátt að mínu mati.

Það er tómt mál að tala um einhverja sátt meðan að það gætiu verið lík í lestinni.

Finnst ykkur ekki athyglisvert að sífellt fleiri í nefnd sem á að fjalla um sölu HS til Magma gætu verið vanhæfir vegna vensla. Er virkilega ekki hægt að stofna fjögra fim manna nefndir hér á landi án þess að þær séu fylltar af ættingjum eru engir aðrir taldir hæfir en vinir og venslamenn.
Ég tel komin tíma á deild í HR sem útskrifar menn og konur með BS í venslastjórnmálum sem að sumir kalla öðru nafni og ljótara en kannski hefur þess konar nám verið stundað þarna ekki kemur stjórnsýslan úr verkmenntaskólum landsins. Það er orðið ljóst í mínum huga að við getum hafið þekkingarútrás á þessu sviði.

Nei það er engin möguleiki á þjóðarsátt á þessu heimili í augnablikinu en ég hef stórt hjarta og ávalt reiðubúin að fyrirgefa en það er háð því að ég sjái iðrun og hana hef ég ekki séð en sem komið er hvað þá að láta sér detta í hug að fólk viðurkenni misgjörðir sýnar.


mbl.is Bauð Steingrími til fundar um þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þarna er ég samála að nær öllu leiti nema að það mætti kosta með veggjöldum í gegnum Vaðlaheiði þegar þar að kemur! Eins og þú segir þá er þjóðarsátt á milli fjórflokkana ekki möguleg þeirra tími er liðinn

Sigurður Haraldsson, 15.8.2010 kl. 13:21

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég get verið sammála þér um vegjöld að þeim hluta að hafi maður val á milli leiða þá tel ég þau í lagi ég sé til dæmis ekkert rangt við vegjöld um Hvalfjarðargöng þó að ég sé Borgfirðingur að uppruna ég get alltaf valið að fara um fjörðin eða borga. En eigi að setja upp vegjöld á vegi þar sem ekki er um aðra möguleika að ræða þá er það eitthvað sem að ég sætti mig ekki við.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband