Léttir manni lífið.

Verði Pétur kosin formaður þá léttir það manni lífið enn meir þá þarf maður ekki að hugsa einu sinni um það að greiða atkvæði sitt til Sjálfstæðisflokksins. Vegna þess að ég man enn eftir skoðunum hans um fé án hirðis ég man en eftir orðum hans um fólkið sem setti landið á hliðina með því að sýna óábyrga hegðun og kaupa sér flatskjá. Ég sé líka vel ást hans til fjármagnseiganda þó ég sé ekkert á móti því að menn elski þá. Þeir eiga bara að fara að lögum eins og við hinir.

Það er eitt sem að gæti breytt þessari skoðun minni. Það er ef Pétur lýsti því nú yfir að hann muni sækja þá til saka sem að margítrekað brutu lög með því að veita ólögleg lán, að þeir sem stunduðu ólöglega vörslusviptingar verði kærðir fyrir þjófnað og að hann muni beita sér fyrir því að nöfn þeirra 100 einstaklinga sem fengu hæstar greiðslur vegna innistæðutrygginga verði birt. Það á jú að vera gagnsæi í því hvernig fé okkar skattborgaranna er eitt. Mér leikur líka hugur á að vita hvort að það gæti verið að þar leyndust nöfn sem komu að lagasetningunni um það að bjarga hinum sömu innistæðum og voru þar af leiðandi vanhæf til að fjalla um málið.

Það er ekki það að ég telji núverandi forustu svo góða heldur það að ég tel að Pétur hafi það á móti sér að hann er of merktur af ást sinni á þeim á fjárhirðum hann er nokkur konar postuli fjármagnsins. Hann má þó eiga það að hann hefur ekki en afneitað því og stendur því skör framar nafna sínum sem afneitaði frelsara sínum kvöld eitt í Jerúsalem. Hann stendur því sem klettur í hafinu en það vill bara svo til um þessar mundir að brimalda alþýðunnar er búin að fá nóg af svona klettum í innsiglingunni til hinar nýju hafnar og vill þá burt.

En eins og segir að ofan þá léttir þetta manni lífið og nú sem stendur þá sæi ég ekki neina ástæðu til að fara á kjörstað á Íslandi til að ljá mannvali því sem heldur að það sé til forustu fallið atkvæði mitt.

 


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband