Skítamál.

Með fyrirsögninni á ég ekki við að hér sé ógæfumaður á ferð heldur það að ógæfan hafi elt hann. Ef hann  hefði nú bara verið óefnislegur kaupsýslumaður og haft vit á því að setja rotþrónna í einkahlutafélag þá hefði hann sloppið alveg.

Mér leikur svo hugur á að vita hvort að það hafi verið skítalyktin af sönnunargagninu sem leiddi til fundar þess og sé svo  mælist ég til þess að þjóðin ráði rannsóknaraðilana strax til starfa.

Því ekki virðist ganga vel að leysa hin stærri mál þó að þjóðin sé öll farin að halda fyrir nefið þá brosa gerendurnir enn út að eyrum og finna ekki lyktina þó kúkurinn í buxum þeirra sé löngu orðin harður og lyktarskyn stjórnvalda er eins og þau hafi stungið ilmspjaldi í nefið til að finna ekki óþefinn.

Þjóðin er hins vegar að gefast upp á að halda niður í sér andanum.

 


mbl.is Dæmdur fyrir að stela rotþró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband