Hvað er norrænt samstarf.

Það er að verða lýðum ljóst að pólitískt samstarf þjóða er ekkert annað en kjaftaklúbbar þar sem fólk kemur saman  til að njóta góðs matar og drykkjar. Að halda að okkur sé betur komið í stærra samstarfi heldur en við erum nú þegar í er vægast sagt dómadags bull það eru þá bara fleiri sem að kúga okkur.

Það að binda aðstoð við afarkosti er ekki hjálp það er kúgun og í mínum huga eigum við í dag engar frændþjóðir nema Færeyinga. Eflaust koma hér einhverjir og segja okkur var nær en málið er að það er þjóðin sem er að biðja um hjálp en vinirnir láta eins og þjóðin sé glæpamennirnir enda eru þeir það er gerendurnir þeir einu sem að sleppa það er verið að leggja óberandi byrðar á Íslenskan almenning meðan að gerendurnir éta kavíar og lepja rauðvín í þeim löndum sem að kúga okkur.

Ekki vildu Svíar til dæmis hefta frjálsa för og hvarf þess sem að við töldum illa fengið fé sem geymt var í skjóli þeirra. Nei það er margsannað að margur verður af aurum api og það á við um bæði mörg okkar og einnig þá endalausu bábilju að Íslendingar verði að standa við skuldbindingar sínar sem við erum að reyna að gera en við ætlum ekki að standa við skuldbindingar sem að eru ekki til. Þetta tal um skuldbindingar sé það þýtt á Íslensku útleggst nefnilega þannig " þið verðið að borga svo að vinir okkar tapi ekki peningunum sínum sem að þeir notuð í tómt rugl og við töpum ekki peningunum sem að við lögðum í ruglið með þeim.

Það er komin tími á að verkin verði látin tala og við hefjum uppbyggingu. Össur á að hundskast heim og hætta að eiða peningum þarna í útlöndum við eigum að kalla alla sendiherra okkar heim einn Evrópu sendiherra er nóg við eigum þegar að  hefja vigtun als fisks hér á landi og setja þá kröfu að hann fari á markað. Við eigum að finna aðra markaði heldur en Evrópu og endurvekja gamla markaði sem við höfum vanrækt. Stóriðja sem að borgar smánargjöld þarf að ákveða hvort að hún vill vera eða fara ég er fylgjandi stóriðju en hún á að borga sanngjarnt afgjald. Bankana þarf að taka gjörsamlega í gegn þeir virðast halda að þeir séu afkomendur konungsins sem sagði "ríkið það er ég" og fara hér sínu fram í skjóli gjörsamlega vonlausra stjórnvalda. Olíufélög stunda hér grímulaust samráð að mínu mati hækka öll eins í sömu tóntegund eins og tenórar á vordegi og enginn gerir neitt enda eigendurnir margir við stjórnvöl landsins. Og ég minnist ekki einusinni á samkeppni á matvörumarkaði eða dagvöru sem er kapituli útaf fyrir sig. 

Nei það er komin tími til að taka til og fyrir okkur þjóðina að hætta þessari meðvirkni og hætta að láta taka okkur ósmurt. Það er kominn tími á breytingar það er kominn tími á breytta tíma, það er kominn tími á heiðarleika, Það er kominn tími á sanngirni og réttlæti. Ég held svei mér þá að það sé komin tími á Íslenskan lýðveldisher.

Sá tími sem er núna má alla vega ekki vera lengi enn við lýði.

Litill fugl sagði mér í dag að í einum geira Íslensks atvinnulífs léki fjárfyrirtæki eitt guð almáttugan og stjórnaði lífi og dauða aðila með því að fella þá sem að væru þeim miður þóknanlegir en í staðin hygla þeim þóknanlega sem að síðan sæti að þeirri vinnu sem að í boði væri frá fyrirtækjum sem sami aðili hefur gert upptæk og taxtar færu upp með hraða bensínverðs. Það er síðan í takt við annað að sá þóknanlegi nær velflestum ef ekki öllum tilboðum sem að í gangi eru enda skorið úr þeim við hringborð þar sem að má segja að einungie einn aðili sitji.

Þetta er Ísland í dag því verður að breyta og það er að verða morgunljóst að því verður ekki breytt með góðu sá tími er óðum að líða eins og á rennur að ósi. Þá verður einfaldlega að breyta því með blóði svita og tárum.


mbl.is Ósammála um lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband