Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave

Mér er ljúft að  segja frá því að stofnuð hafa verið samtök fólks sem að telur af og frá að Íslendingum beri að borga Icesave skuldina síðuhöfundur er þar á meðal.
Ég birti hér yfirlýsingu frá samtökunum sem að ég tók af síðu Guðna blogg vinar míns og vona að hann misvirði það ekki við mig.´

Afstaða mín hefur síðan verið ljós lengi ég tel að okkur beri engin skylda til að greiða Icesave og en síður tel ég að það sé hægt að verja það að ætla sér að velta óreiðuskuldum nútíðar á börn okkar og barnabörn án þess að spyrna við fótum eins fast og við getum. 

Heimasíða samtakanna er síðan http://www.wix.com/Thjodarheidur/main/

 

Icesave-deilan varðar lög og rétt. Það voru mistök hjá stjórnvöldum að gera ágreining um málefni einkabanka að pólitísku og þjóðréttarlegu samningamáli. Allt frá stofnun Alþingis árið 930 hefur metnaður og heiður þjóðarinnar staðið til, að með ágreiningsefni væri farið að lögum. Um Icesave-útibú Landsbankans gilda skýrar lagareglur og þjóðin á heimtingu á, að stjórnvöld gæti þeirra hagsmuna sem þeim er falið að gæta, með heiður og sæmd almennings að leiðarljósi.

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave hafna því að íslenskum almenningi verði gert skylt að axla skuldaklyfjar, sem eru til komnar vegna starfsemi Icesave-útibúa Landsbankans. Hvorki stjórnarskrá lýðveldisins né regluverk Evrópusambandsins heimila slíkar álögur. Þjóðarheiður telur að engar forsendur séu fyrir ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækja, hvorki Landsbankans né annarra. Nýta verður þann meðbyr, sem þjóðin nýtur erlendis, til að halda fram heiðarlegum og réttum málstað Íslands.


Fullveldi íslenskrar þjóðar hefur ekki verið framselt í hendur stjórnvalda og samtökin Þjóðarheiður munu ekki ljá máls á vanhelgun stjórnarskrárinnar með slíkum gjörningi. Samtökin hafna öllum málamiðlunum og undanlátssemi gagnvart kröfum gamalla nýlenduvelda. Hugmyndir um uppgjöf fyrir ósanngjörnum og ólöglegum kröfum Bretlands og Hollands verða ekki liðnar. Þjóðarheiður mun berjast af einurð gegn slíkum svikum.

Yfirlýsingu líkur.

Ég segi síðan nei við Icesave á laugardaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón er búinn að skrá mig, ég segi líka nei við Icesave.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 1.3.2010 kl. 23:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þótt ég sé í einu og öllu sammála málstaðnum, þá skrái ég mig ekki í félagsskap þar sem forsvarmenn gera ekki grein fyrir sér.  Ég hef nettan grun um að aðal maðurinn þarna sé Jón Valur Jensson, sem orkar ansi mikið tvímælis á málstaðinn.  Það hefur enginn opinber stofnfundur verið haldinn að mínu viti og ekki veit ég hvort þetta er formlegt að einu eða neinu leyti nema í tölvu einhvers eins manns úti í bæ.  Allavega er heimasíðan nánast bloggsía, eða svokölluð frísíða.

Öll samtök eiga sér malsvara og oftar en ekki eru þeir á meðal stofnenda. Mér er ekki sama hver er málsvari minn og því á ég heimtingu á að vita hver stendur fyrir þessu. Annars læt ég það bara eiga sig.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er augljóslega gert af miklum barnaskap og vanþekkingu og jafnvel skorti á jarðtengingu. Svona gerast bara ekki kaupin á eyrinni. Því miður. Ég botna ekkert í ykkur að stökkva á svona eins og sauðir. Eða vitið þið eitthvað meira en ég?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 00:07

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón svo þú fáir að vita það þá hafa verið haldnir tveir stofnfundir. Það eru komnir um 35 manns þegar í samtökin. Fólk sem kemur allstaðar að. Í fréttum sást augljóslega hverjir eru í forsvari fyrir hópinn. En við erum 7 manns sem erum í forsvari.

Við höfum tvær heimasíður. Önnur þeirra sem þú sérð er eingöngu ætluð sem upplýsingasíða og hvað með það að hún sé frísíða. Mikil vinna hefur farið í síðurnar.

>Þetta er augljóslega gert af miklum barnaskap og vanþekkingu og jafnvel skorti á jarðtengingu. Svona gerast bara ekki kaupin á eyrinni. Því miður. Ég botna ekkert í ykkur að stökkva á svona eins og sauðir. >Eða vitið þið eitthvað meira en ég?

Augljóslega höfum við ekki kynnt okkur málin eða hvað? Blessaður vertu?

Blessaður láttu það bara eiga sig að vera með. Skiptir okku engvu máli. Því við erum ekki sérlega spennt fyrir svona neikvæðu fólki sem þú, með þínar innihaldslausu fullyrðingar án þess að vera neitt (eins og þú skrifar) búinn að kynna þér málið.

Hver er því barnaskap?

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2010 kl. 01:12

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón Aðalsteinn það var sjálfsagt að þú settir inn textann á bloggið þitt

Við skorum líka fleiri í samtökunum sem eru með blogg að gera það.

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2010 kl. 01:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Steinar minn, lest þú ekki Eyjuna? Hér er frétt með nöfnum allra stjórnarmanna, ég er þar á meðal.

http://eyjan.is/blog/2010/03/01/ny-samtok-gegn-icesave-thjodarheidur-hafna-ollum-skuldbindingum-islendinga/

Ef þú hatar Jón Val svona mikið, ertu til í að ganga til liðs við samtökin fyrir mig, gamlan félaga að vestan? Það er enginn að biðja þig um að selja sál þína hvorki mér, Jóni Vali, Lofti né nokkrum öðrum.

Það er hægt að sameinast um gott málefni þó menn api ekki upp skoðanir hvers annars í öðrum málefnum.

Theódór Norðkvist, 2.3.2010 kl. 01:50

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Theódór, ég svaraði svona afþví að mér fannst þessi athugasemd Jóns Steinars vera frekar dónaleg og neikvæð gagnvart því sem hann hafði ekki kynnt þér.

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2010 kl. 03:08

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Biðst forláts ef ég hef virkað dónalegur á ykkur. Ég segi bara það sem ég upplifi. Það hefur ekki farið svo mikið fyrir þessu að maður hafi hnotið um það, nei. Það eru engar upplýsingar um stofnendur á þessari síðu, sem þú kallar upplýsingasíðu.  Það eru svo til samtök gegn IceSave, en þau heita Indefence. Ég skil ekki að menn þurfi að brjóta þá samstöðu í smærri einingar.  Ég spyr bara spurninga hér og fæ bara skæting.  Það lágu engar upplýsingar frammi á neinum af þeim bloggum, sem ég hef séð um þetta.  Jafnvel Jón Valur lagðist ekki svo lágt að veita þær, enda vil hann líklegast ekkiláta á því bera að hann sé þarna í forsvari. Hann er aldeilis ötull við að stofna svona samtö sem samanstanda af handfylli manna. Kristileg stjórnmálasamtök er eitt fyrirbrygðið, sem dæla út hatursáróðri á önnur trúarbrögð og minnihlutahópa auk þess að boða kaþólskan réttrúnað í kynferðis og getnaðarvarnamálum. Hann skrifar öll bloggin þar og allir linkar á önnur skrif eru á önnur skrif hans. Skortur á jarðtengingu?  Ég held það.

Theodór: Hvar segist ég hata Jón Val? Ég tel hann bara ekki í jafnvægi og langt í frá trúverðugan málsvari, einmitt vegna öfgakenndra skoðana í öðrum málefnum. Það eru fleiri þeirrar skoðunnar.  

Hvað ætla þessi samtök að gera umfram það sem Indefence er að gera?

Guðni minn, dónaskapur þinn og hryssingur er ekki beint málefnalegur hér og þótt þú kærir þig ekkert um mig í þennan félagskap, þá er ég nokkuð viss um að slíkt viðmót lokkar ekki aðra að, þótt því sé beint gegn mér. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2010 kl. 02:54

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gæti eg annars fengið að vita hve margir félagar hafa skráð sig í þessi samtök nú?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2010 kl. 03:02

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jón Streinar ég var ekki með neinn dónaskap við þig hér. Ég sagði heldur ekki að ég kærði mig ekki um þig sérstaklega í þennan félagsskap. Heldur var ég aðeins að beina sjónum mínum að neikvæðni þinni sem slíkri. Það pirraði mig svolítið afstaða þín án þess að vera búinn að kynna þér málið betur. 

Theódór svaraði þér annars með  slóð á greinina um samtökin.

Hér er heimasíða samtakana:

http://wix.com/Thjodarheidur/main/

Fyrir mér eru allir velkomnir í samtökin sem vilja vinna gegn þessum ólögum þeim sem þessi stjórn hefur ætlað að setja á þjóðina. Allt gott fólk sama hvaðan það kemur. Ekki ætla ég að dæma Jón Val fyrir skoðanir sínar og tel að trúarlegu skoðanir hans hafa ekkert með þetta eða þessi samtök að gera. Án þess að ætla mér að commenta einu orði á þær hér.

Síðan að þetta byrjaði fyrir um viku síðan eru komnir um 40 manns í samtökin og langflestir þeirra í þessari viku.

Fyrstu stofnendur eru:

Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Valur Jensson

Elle

Theódór

Ég Guðni Karl

Axel Jóhann Axelsson

Halldóra Kristjánsdóttir 

og fleiri.

Biðst forláts með svari mínu sem var eingöngu svar við þig frá þínum neikvæðu nótum.

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2010 kl. 16:52

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Aðeins um samtökin sem slík:

Þau eru baráttusamtök ætluð almenningi sem beina sjónum sínum að bloggi hvers annar, fréttaskrifum í innlend og erlend blöð, mótmælum og fleiru sem viðkemur  þessu máli.

Þannig munu samtökin taka þátt í mótmælagöngu svo dæmi sé tekið.

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2010 kl. 16:57

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég tek á móti skráningu á: thjodarheidur@gmail.com

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2010 kl. 16:59

13 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn er svo heppinn eða óheppin að ég er svo önnum kafinn þessa dagana að ég hef varla tíma nema í skötu líki að skríða hér inn. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort við félagsmenn erum tíu eða þúsund. Málið er að við erum hópur fólks sem að telur að okkur beri engin skylda til að borga þessa skuld, hópur sem er hvorli verri né betri en aðrir Íslendingar, ég vil bæta því við að svo finnst mér einnig um margar aðrar af þeim skuldum sem er verið að stofna til þessa dagana.

Ég hef alla tíð borgað mínar skuldir og vona að svo verði áfram og hafi ég gerst ábekkingur hef ég alltaf gert það með það að leiðarljósi að ég gæti þurft að greiða þá skuld. Málið er að ég eftir því sem best ég veit gerðist ég aldrei ábekkingur á Icesave eða öðrum skuldum svokallaðra óreiðumanna og ég ljái ekki máls á því að einkavæða gróðann en þjóðnýta tapið.

Fari síðan svo illa að við yrðum kúguð til að borga þetta þá vil ég að það lendi á núverandi kynslóð en sé ekki skilið eftir handa afkomendum mínum að greiða þetta þegar ég er komin undir græna torfu. Ég hef ekki skilið það sem mér var kennt í uppeldinu um ábyrgð ef að ég sætti mig við það að velta þessu á ófædda Íslendinga.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.3.2010 kl. 20:29

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það veitir ekki af öllum sem vettlingi geta valdið Sigurjón í þessu máli

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.3.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband