Ó vér grunnhygnu skuldarar.

"Lilja segir að þau úrræði sem eru í boði séu mismunandi og fyrir marga sem ekki þekki inn á fjármálalífið virki þetta flókið. Þar að auki geti verið að fólk sé hrætt við að taka ákvörðun. Þetta geti að kannski skýrt hvers vegna fólk nýti sér ekki þau úrræði sem séu í boði í eins miklum mæli og vonast var eftir. Hún segir að þeir sem séu í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði og einnig með skuldir í bönkum eigi að snúa sér til síns viðskiptabanka."

Það er nú gott að Lilja heldur að við séum upp til hópa grunnhyggnir skuldarar sem skjálfum á beinunum af ótta.  En svo er ekki ég held að flestir hér á landi séu bara nokkuð óttalausir enda verið haldið á hengifluginu í óratíma. 

En hvarflar ekki að  Lilju að úrræðin séu bara ekki nógu góð bara einskonar froða eða lenging í snörunni ævilöng þrælkun og einfaldlega svo skammarlega léleg að það jaðri við móðgun að bjóða upp á þau .

En það er ekki rétt að vér skuldarar séum hræddir eða þá grunnhyggnir ó nei en við erum orðnir öskureiðir og það er með okkur eins og annað sem er undir þrýstingi að lokum gýs og er stjórnvöldum holt að muna það og halda sig ekki á sprungusvæðum þjóðfélagsins næstu misserin.

Aftur á móti eru Íslensk stjórnvöld skíthrædd. Skíthrædd um að verða flæmd úr erlendum saumaklúbbum og rauðvínskvöldverðum í útlöndum eða vera ekki boðið í trúlofunar og giftingarveislur útlenskra höfðingja þau  hin sömu stjórnvöld eru orðin svo hrædd um að verða útilokuð frá hinu ljúfa lífi erlendra elíta að þau eru búin að láta telja sér trú um að virðing sé fólgin í fé og hægt sé að kaupa sér virðingu svona eins og kolefniskvóta.

 Nóg að sinni

 

 


mbl.is Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill. Það er nefnilega þannig að ef maður er almennilega að sér í þessum málum sér maður hversu arfavitlaus þessi svokölluðu "úrræði" eru. Við hrunið og gengisfallið var gengið gróflega á það sem almenningur hefur hingað til metið sem eign sína og nú á að lögfesta ránið algjörlega með nýjum fjármálagjörningum ríkisbankanna sem Alþingi blessar.

Íslenskur almenningur fær kostnaðinn af hruninu í hausinn tvisvar sinnum í boði ríkisstjórnar Íslands. Fyrst verða hinar meintu afskriftir af íbúðalánum frá gömlu bönkunum til hinna nýju ríkisbanka greiddar með skattahækkunum. Svo verða hinar meintu afskriftir sem voru aldrei afskrifaðar greiddar á næstu 40+ árum. Þetta er ekkert annað en rán!

Kristinn (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 18:20

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gæti ekki greint þetta betur Kristinn alveg rétt hjá þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.1.2010 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband