Ekki furða

Það er ekki furða að svona niðurstaða fáist eftir að áróðursmaskínan hefur djöflast frá því í gær á því að hér sé allt að fara til fjandans BBC Iceland með höfuðstöðvar í Efstaleitinu eiddi 95% af kvöldfrétta tíma sínum í að tala hér allt til andskotans en notaði jú ca 5% til að fjalla um að kannski myndi þetta ekki breyta miklu. Ég trúi orðið Evu Joly betur heldur en RUV og vandlætingarfullum fréttamanni á Bessastöðum sem sagði með kvörtunartón í kvöld að Ólafur vildi ekki tala við hana en ætlaði að tala við BBC London í kvöld. Kannski metur forsetin það svo að það sé líklegra þjóð og landi til framdráttar að tala við erlenda fjölmiðla sem að virðast í heildina vera þjóðinni vinsamlegri heldur en þjóðarinnar eigin fjölmiðlar og stjórnmálamenn. Kannski væri betra fyrir þjóðina að greiða afnotagjöldin til BBC London

Þó skal virða það við Sigmar núna að hann er all beinskeyttur við Steingrím.


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég krefst þess að fréttastofa RÚV verði lögð niður STRAX, ekki eitt einasta viðtalsspil í kvöld við Indefence eða stjórnarandstöðuna, bara heilaþvottarþvælu ríkisÓstjórnarinnar dælt yfir landsmenn miskunarlaust.

Ég krefst þess að fá RÚV gjaldið mitt endurgreitt STRAX, ég vill ekki borga fyrir heilaþvottavél ríkisóstjórnar.

Axel Pétur Axelsson, 6.1.2010 kl. 20:07

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Fjölmiðill allra landsmanna er allavega mikið rangnefni nú um stundir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 20:24

3 identicon

Jón...er það þá áróður ríkisstjórnarinnar að ríkisjóður var færður í ruslflokk....?....er það áróður ríkisstjórnarinnar að Danskt blað fullyrðir að íslendingar ætli að hlaupast undan skuldum sínum..?.....er það áróður að sænskt dagblað skellti á forsíðu sína eftirfarandi " KRÍSLAND"....?.

Held að þú og aðrir samfóanýistar séuð veruleikafyrtir.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 21:49

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er áróðursleysi ríkistjórnarinnar sem veldur Helgi Lestu frétt á MBL núna þar sem segir

"Það grafi undir lýðræðinu að neyða fólk til þess að greiða skuldir með þessum hætti. McWilliams segir að forseti Íslands hafi með ákvörðun sinni tekið upp hanskan fyrir málstað litla mannsins, sem eigi undir högg að sækja."

Það hefur ekkert með andúð mína á Samfó að gera að ég kem til með að segja nei við Icesave ég geri það vegna afkomenda minna ég ætla ekki að láta þau hefja líf sitt með skuldaklafa vitlausra bankamanna á herðunum tilkomin vegna kúgunar erlendra stórríkja og heybrókarháttar Íslenskra valdamanna.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 23:04

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Og annað sem er athyglisvert það er að RUV notar hagfræðing Danske Bank sem helsta sérfræðing sinn í málefnum Íslands erlendis hefi viljað sjá þá leggja meiri áherslu á Jón Daníelsson Evu Joly og Hollenska hagfræðingin eða þær jákvæðu fréttir sem birtast viða Tilfellið er að við gætum núna náð forystu sem þjóð sem að rífur sig út úr peningavaldinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 23:10

6 identicon

Skrítið að hlaupa til og kalla að þetta sé áróðursmaskínu að kenna... en gera svo ekki ráð fyrir þeim möguleika að það var áróðursmaskína sem kom málunum í þessa stöðu. Sjallar og Frammarar og Hreyfingin og margir andstæðingar samninganna voru með þvílíku gífuryrðin ef Ólafur hefði samþykkt ... nú er allt í einu stjórnin orðin að áróðursmaskínu.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband