Að setja öryggið á oddinn.

Í nútímanum er lausnin við ýmsu að skipa nefnd, sé það ekki nóg er skipað ráð til að leysa málin. Samt get ég ekki að því gert að nútíminn finnst mér eiginlega einkennast af ráðleysi þrátt fyrir öll ráðin sem skipuð eru.

Hluti vandamálsins gæti verið að engin þorir lengur að taka af skarið í einu eða neinu vegna ótta við að lenda í gapastokki umfjöllunar sem oft á tíðum er óvæginn og oftar en ekki óravegu frá því að vera málefnaleg. Því er ákveðin viska og öryggi í að gera ekki neitt.

Þetta hefur leitt til stjórnarfars sem mest líkist stjórnarfari trjánna (entana) í Hringadrottinssögu en þeir gerðu aldrei neitt án þess að ráðfæra sig vel og lengi um málið og oftar en ekki allt of lengi.

Því miður held ég að öryggisráð verði ekkert annað en einn en launapotturinn þar sem að hægt verður að koma fyrir þakkargjörðar stöðugildum og verði aldrei ef af verður neinn sérstakur öryggisauki fyrir land og þjóð.

 

 


mbl.is Stofnað verði þjóðaröryggisráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun?

Í heimilisbókhaldi þá merkir forgangsröðun að fyrst kemur það sem heldur þakinu yfir hausnum á fólki síðan fæði og klæði og annar aðbúnaður og svo niður skalann. Kruðerí böll og bús eru síðan mjög neðarlega á listanum.

Í borgarmálum ætti þetta að vera svipað fyrst sé það velferð og aðbúnaður borgaranna ásamt þjónustu en það sem frekar er hægt að vera án eins og tilrauna götuþrengingar málun listaverka á hús og fleira sem má gera þegar peningatréð er að sligast ætti að vera neðarlega á listanum.

Ég eiginlega reikna með að þetta séu allt saman mistök og að aðgerðarlistin fyrir slysni snúi á hvolfi.

 


mbl.is Röng forgangsröðun veghaldara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldulesning.

Þessi frétt er skyldulesning en vegna þess að umræða um þessi mál fer oftast út um víðan völl ætla ég  að segja fátt um hana. En það er gott að hafa linkinn hér til að skoða hana í ró og næði og til að týna henni ekki.
Fróðlegt er líka að skoða tengla á þessi hættulegu samtök feðra í Danmörku og mynda sér sjálfstæða skoðun á þessum hættulega hópi sem varað er ítrekað við.

Þó má benda á að í greininni virðist einn kosturinn við Draumalandið Færeyjar vera að sá tími sem að umgengnisforeldrið fær er minni en í Danmörk og allur kostnaður við ungengni fellur á það. Eins og hér á landi. Þannig að í raun virkar þetta sem umgengnis tálmun á vissan hátt.

Fleira væri hægt að segja en þessi grein er þörf lesning bæði til að skoða málið og líka tilganginn með henni.
Væri verið að fjalla um aðra þjóðfélagshópa en feður á þennan hátt myndi bergmála í fjöllum af vandlætingu.

 

 


mbl.is Ofsóttar flýja til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíbent vopn.

Það er vel skiljanlegt að menn leiti leiða til að stöðva eða svara áróðri hryðjuverkamanna á sem skilvirkastan máta.
Vandamálið er þó og verður skilgreiningin hvað er slæmur og hvað er góður áróður.
Jafn viss og við erum um að það sem við segjum og höldum fram sé gott þá eru þeir sem halda hinu fram jafn vissir um sinn málstað.
Því væri okkar málflutningur skilgreindur sem hættulegur ef að þeir sem við köllum hryðjuverkamenn réðu ríkjum.

Síðan stjórna stjórnvöld eigendur og hagsmunahópar því hvað við heyrum og hver sannleikurinn er sem við fáum að sjá. Því gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsmyndina og þróun veraldar okkar ef að farið verður að sía úr og fikta í málflutningi.
Það er ekkert öðruvísi með internetið heldur en fréttablöð og dreifimiða fyrri tíma og sagan kennir okkur það að stjórnvöld hvers tíma hafa gert allt sem þau geta til að takmarka tjáningarfrelsið því það er sá hlutur sem valdið hefur flestum stjórnarbyltingum sem orðið hafa.
Þær byrja flestar á því að fólk tjáir sig þannig að stjórnvöldum er bylt og ansi margar enda með því að fyrsta verk nýrra valdhafa hefur verið að hindra tjáningarfrelsið.
Lausninn er miklu frekar vandaðri fréttaflutnningur og að kafað sé betur ofan í málin og hverjum steini lyft en á því er mikill skortur í hraðsuðu fréttum nútímans þar sem að meiri skiftir hve mörg læk fréttin fær heldur en hvort að hún skilur kjarnan frá hisminu.   


mbl.is Vilja bandamenn í Kísildalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt lesið.

Ef fréttin í Daily mail er skoðuð sést að við erum í sjötta sæti þegar að kemur að neyslu svokallaðs ruslfæðis á móti ávöxtum og grænmeti. Það segir í sjálfu sér ekkert um að við neytum meiri ruslfæðis en aðrir það getur alveg eins verið vegna þess að við neitum minna af ávöxtum og grænmeti en aðrir. Svo að niðurstaðan gæti allt eins verið að verðlag á ávöxtum og grænmeti væri einna hæst á Íslandi sem að leiddi til lítillar neyslu á þeim vöruflokkum.

Við erum ekki á listanum sem að birtur er yfir þjóðir með versta mataræðið.

Síðan má reikna með því eftir því sem að meðalaldur eykst að fleiri og fleiri deyi úr áunnum sjúkdómum það fylgir því jú að eldast.

Þátttöku í lífinu fylgir nefnilega dauði í 100% tilfella. Má kannski deila um einn sem að vaknaði aftur fyrir löngu.


mbl.is Íslendingar eru í ruslinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að toppa sjálfan sig.

Ég er þeirrar skoðunar að við sem köllum okkur vestræn og aðhyllumst gildi sem kölluð eru vestræn, séum snillingar í að toppa sjálfa okkur í tvískinnung og hræsni, þessa dagana.

Nú er hluti okkar búnir að undirrita samning um að þjálfa það sem kallað er hófsamir uppreisnarmenn. Það eru einhverjar deilur um í hverju á að þjálfa þá, það er hverja þeir eigi að ráðast á. Minnir mann svolítið á að verið sé að þjálfa veiðihunda.
Það segir í fréttinni að langar viðræður hafi staðið yfir um hverja ætti að ráðast á sem oft endar með því að viðkomandi líkur jarðvistinni. Er sem sagt drepinn.

Á sama tíma gagnrýnum við aðra fyrir að þjálfa uppreisnarmenn sem að við köllum vonda aðskilnaðarsinna, en það eru verri uppreisnarmenn en  uppreisnarmaður sem þjálfaður er af okkur og skilgreindur sem hófsamur.

Saga hófsamra uppreisnarmanna þjálfaðra af okkur er jú frekar fögur, ef ég man rétt þjálfuðum við bæði hófsaman mann að nafni Osama og annan sem hét Saddam eða alla vega hjálpuðum þeim.

Er ekki ávöxturinn ISIS sprottin af fræi vopnasendinga sem að komu frá hinum vestræna heimi til að hjálpa til við að bylta stjórn Assads í Sýrlandi. Ég leifi mér að segja það.

Við þurfum að láta af þessari hræsni og segja bara eins og er að við séum á móti aðskilnaðarsinnum í Úkraínu vegna þess að þeir henta ekki vinum okkar en við styðjum byltingar sinna í Sýrlandi og víðar vegna þess að það hentar hinum sömu vinum. Sem sagt að við rekum ekki sjálfstæða utanríkisstefnu heldur bergmálum stefnu annarra.


mbl.is Ætla að þjálfa uppreisnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú ert tryggður færðu það bætt.

Ætli það gildi um mig líka að ég sé ekki bótaskyldur ef ég veit ekki af einhverju hjá mér sem að getur valdið öðrum skaða. Eða segist ekki vita af því.

Vegargerðin ætti til dæmis ekki að geta skotið sér undan að bæta allar skemmdir á bílum sem verða á vegum til Vestfjarða. Það hefur oft komið fram í fréttum að þeir eru bara ein hola. En það er merkilegt að í einungis 1 tilfelli af 61 hafi tjón fengist bætt og þó menn fari ítrekað í sömu holuna þá virðist Vegagerðin ekki vita af þeim. Fólk verður að vera duglegt við að hringja inn, mæli ég með því að nú hringjum við öll inn eftir hverja bæjarferð og segjum Vegagerðinni af öllum holum og staðfestum það síðan á Fésbókinni þar sem menn sjá tilkynntar holur þannig að ekki sé hægt að bera fyrir sig fáfræði.


mbl.is Eitt tjón af 61 fengist bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nagladekkin ?

Það er tilbreytni að ekki skuli nagladekkin vera nefnd sem fyrsti sökudólgur í þetta skipti. Það voru nefnilega greinar í haust og vetur þar sem fagnað var minni notkun nagladekkja. þannig ættu götur að vera minna slitnar þó sú sé ekki raunin.

Það skildi þó ekki vera að nagladekk hafi að hluta til verið höfð fyrir rangri sök ?. Annað væri athyglivert það er að einhver tæki saman hvort að hægt sé að merkja aukningu umferðaróhappa í hlutfalli við minni notkun nagladekkja,það væri fróðlegt ef hægt væri. Göturnar eins og áður tel ég að skemmist að stórum hluta vegna saltausturs og lítilla gæða malbiksins sem notað er.


mbl.is Leggja þarf í mikinn kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir og slæmir aðskilnaðarsinnar.

Það er að mörgu leiti athygli vert að það eru góðir og slæmir byltingarsinnar. Í Úkraínu eru þeir slæmir en í Sýrlandi eru þeir góðir. Vesturlönd vopna þá Sýrlensku en beita þá sem vopna þá Úkraínsku refsiaðgerðum. GEt ekki að því gert að mér þykir þetta tvískinnungur af okkar hálfu. Síðan má skoða árangurinn ef stefnu vesturlanda við að koma á betri þjóðfélögum eins og til dæmis í Írak og Líbýu. Ekkert sértaklega góður finnst mér.


mbl.is Leggja til sex vikna vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnaðar aðgerðir.

Sú stjórnarfarslega breyting sem kennd hefur verið við vor og átti að breyta stjórnaháttum til betri vegar virðist hafa misheppnast hrapalega víða. Það að Ítalir skuli vera að loka sendiráði sínu í Líbýu er gott dæmi um þá þróun sem orðið hefur eftir þessar byltingar.
Það má síðan spyrja sig um ábyrgð þeirra ríkja sem studdu þá sem byltu ríkjandi valdhöfum, til að styðja við og sjá til þess að lýðræðisþróun héldi áfram en viðkomandi þjóðir væru ekki ofurseldar í sumum tilfellum verri stjórnvöldum á eftir.

 


mbl.is Yfir 3.800 á fjórum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband