Er þetta rétt lesið.

Ef fréttin í Daily mail er skoðuð sést að við erum í sjötta sæti þegar að kemur að neyslu svokallaðs ruslfæðis á móti ávöxtum og grænmeti. Það segir í sjálfu sér ekkert um að við neytum meiri ruslfæðis en aðrir það getur alveg eins verið vegna þess að við neitum minna af ávöxtum og grænmeti en aðrir. Svo að niðurstaðan gæti allt eins verið að verðlag á ávöxtum og grænmeti væri einna hæst á Íslandi sem að leiddi til lítillar neyslu á þeim vöruflokkum.

Við erum ekki á listanum sem að birtur er yfir þjóðir með versta mataræðið.

Síðan má reikna með því eftir því sem að meðalaldur eykst að fleiri og fleiri deyi úr áunnum sjúkdómum það fylgir því jú að eldast.

Þátttöku í lífinu fylgir nefnilega dauði í 100% tilfella. Má kannski deila um einn sem að vaknaði aftur fyrir löngu.


mbl.is Íslendingar eru í ruslinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Frábær pistill..þó stuttur sé. Og fyndinn. - Og sannur.

Már Elíson, 20.2.2015 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband