Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Það vildi Neville Chamberlain ekki heldur

Það er tími fyrir frið og það er tími fyrir stríð. Nú er tími fyrir stríð það er ekki af því að allir séu vondir við okkur heldur vegna þess að það gengur ekki að láta valta yfir sig endalaust nú verður Steingrímur annað hvort að finna sinn eigin innri Churchill og leggja sínum hófsama innri Chamberlain þjóðin þarf leiðtoga núna sem að spyrnir við fótum en tekur ekki undir málflutning andstæðingana.
Mig varðar ekki neitt um hvað Íslenskir ógæfumenn hafa gert og væri þá ekki ráð að fara að tuga einhvern þeirra til í staðin fyrir að gera ekki neitt og reyna stöðugt að ýta inn sektarkennd hjá öllum hinum. Það er nokkuð öruggt að þeir hinir seku kunna ekki að skammast sín.

Það sem er gert núna af Steingrími og félögum er svipað og að gera fjölskyldu síbrotamanns ábyrga fyrir afbrotum hans og láta hana borga tjónið meðan að ríkið myndi halda brotamanninum uppi á Hótel Holti.

Nei Steingrímur þú vilt ekki stríð en ég er nokkuð viss um að stór hluti þjóðar þinnar vill sjá kannski ekki stríð en markvissar mótaðgerðir í anda þeirra manna sem hér ríktu þegar við stóðum í landhelgisdeilum okkar.

Ef aðgerðir fara ekki að sjást og það aðgerðir sem snúa að því að standa vörð um hina Íslensku þjóð þá fer fyrir Steingrími og Jóhönnu eins og Neville Chamberlain þau hrökklast frá völdum. Við þurfum núna okkar Churchill og ekkert annað.


mbl.is Vill ekki stríð við aðrar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst þau góð

Ég var einn af þeim sem hafði ekki nokkuð álit á þingmönnum Borgarahreyfingarinnar í vor en mér finnst þau hafa vaxið með hverri raun. Þingmaður er nefnilega bara bundin samvisku sinni og það að gagnrýna þau fyrir að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni segir meira um Borgaraflokkinn en þingmenn hans.

Og gagnrýni Þráins segir líka meira um hann en félaga hans. Á að skilja það svo að hann rétti upp hendi eftir skipunum flokksins eða þá Samfylkingarinnar. Ég skil það ekki öðruvísi. Nei mér finnst þau Birgitta Þór og Margrét hafa sýnt af sér sjálfstæði því að það má reikna með að þeim verði hengt fyrir það í næstu nefnda kosningum. En þau hafa látið hagsmuni þjóðarinnar ganga fyrir hagsmunum flokksins. Hafi þau þökk fyrir og kannski leiðir það til lengri líftíma flokksins.

Mér finnst síðan krafan um að kalla inn varamenn alveg frámunalega vitlaus hvað erum við að gera við svona marga þingmenn ef að þeir mega ekki greiða atkvæði eftir sinni samvisku. Þá þarf bara einn fyrir hvern flokk og hann greiðir atkvæði fyrir flokkinn vægi atkvæðisins er síðan í hlutfalli við kjörfylgi. kannski bara ekkert vitlaust.


mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugur Steingrímur

Er að hlusta á Steingrím í Kastljósinu og mér finnst þetta eiginlega sorglegt árum saman hefur maður hlustað á málflutning hans fullan af eldmóði og neista en nú hljómar hann jafn holur og allir aðrir neistin er horfinn og maður efast um að hann trúi því sjálfur sem hann er að segja.

Það er ekki nóg að segja að við verðum að gera eins og aðrir vilja af því að heimurinn sé harður. Heimurinn hefur alltaf verið harður við höfum hinsvegar verið svo heppin í fortíðinni að eiga menn eins og Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson menn sem að kunnu að lifa í hörðum heimi og spyrna við fótunum.  Heimurinn er stærri en Norðurlöndin og Evrópa og ef maður er beittur hörku af pörupiltunum þá einfaldlega leitar maður í annan vina hóp og gefur síðan pörupiltinum einn á hann.

Steingrímur segir að við megum ekki segja að allir séu vondir við okkur og þjóðin kenni öllum öðrum um hvernig komið er og hann að við séum ekkert saklaus af þessum atburðum. Ég vil bara segja að ég og mínir afkomendur erum alsaklaus af þessum málum og ég neita algjörlega að taka á mig nokkra sök í þessu máli. Aftur á móti axla ég þær byrðar sem þjóðfélagið þarf að bera því ég er hluti af því. Það er þær byrðar sem að þjóðfélagið þarf að bera á sanngjarnan og réttlátan hátt. En það er óravegur á milli þess að gagnrýna þá sem að segja að við höfum verið beittir órétti af nágrannaþjóðum okkar og að liggja með vindgatið opið í auðmýkt til þessara sömu þjóða.

Steingrímur vill síðan leggja mikið á sig til að fyrsta vinstri stjórnin lifi sem lengst ekki deili ég þeirri von með honum en þessi stjórn er ekki alslæm hún kennir þeim kynslóðum sem að reyndu aldrei vinstri stjórn á sínu skinni þá lexíu að varast vinstri slysin. Einnig kemur þessi stjórn sennilega til með að leiða til stofnunar þjóðlegs afls á hægri vængnum sem að setur hagsmuni lýðveldisins ofar öllu. Svo að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Í raun vorkenni ég Steingrími að þurfa að standa í þessum aðgerðum í stjórn með Samfylkingunni því að flestir landsmenn eru að gera sér ljóst að sá flokkur hefur ekki verið stofnaður enn. Ég hélt lengi að hann hefði verið stofnaður í Febrúar 2009 en svo virðist ekki vera alla vega er nafnið ekki til í löngum greinum sem skrifaðar eru af fólki sem að skilgreinir hvejum allt er að kenna og hverjir voru við völd þegar að hrunið varð. Í þeim skrifum kemur nafnið Samfylking varla fyrir minnir einna helst á sögu skrif í ýmsum draumaríkjum svona eins og Norður Kóreu og Túrkistan.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki málefninu til framdráttar.

Ekki er það málefninu til framdráttar að skvetta málningu á saklaust hús Rannveigar sem auk þess er einn þeirra forsvarsmanna Íslenskra fyrirtækja sem virðist standa sig afburðavel. 

Það er síðan skrítið að það hefur alveg gleymst  núna i umræðunni eða kannski hentar það ekki að álverð er nú komið í tæpa 1950 dollara tonnið og í 2000 dollara í langtíma samningum en sennilega hentar það ekki í umræðuna að segja frá því.


mbl.is Skrifuðu illvirki á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla Ísöldin.

Var að horfa á Sögu rásina viðurkenni að ég gleymi mér stundum yfir henni. Þar var í kvöld fjallað um hina svokölluðu Litlu Ísöld og eftir áhorf á þáttinn er ég enn meir hallur undir þá skoðun að mannkyni sé í raun mun meiri hætta búin ef að kúlan myndi kólna heldur en ef að hún hitnar aðeins. Það sem mér fanst þó athyglisvert var að nokkrir vísindamenn voru spurðir um hvað þeir héldu að hefði valdið lokum þessarar kólnunar, engin þeirra var sammála einn sagði hafstraumar annar geislun sólar þriðji nefndi iðnbyltinguna. Þetta styrkir mig í þeirri skoðun að í raun sé ekki allt vitað enn um það hvernig okkar góða heimapláneta virkar.

Mér fannst þó skemmtilegast skothelt álit eins fræðimannsins það álit er ekki hægt að hrekja. Það var á þá leið að Hnattræn hlýnun gæti valdið kólnun og jafnvel Ísöld. Þetta finnst mér góð kenning því hún er rétt hvort sem kólnar eða hitnar getur viðkomandi alltaf sagt sko ég sagði þetta. Ég get ekki varist því að álykta að þessi einstaklingur ætti heima í pólitík.


Auðvitað fer fólk úr þessu rugli.

Það fara allir sem mögulega geta héðan vegna þess að þetta er að verða eins og harmleikur eftir Shakspere og ég er viss um að bæði Hamlett og Macbeth hefðu forðað sér ef þeir hefðu getað.

Tók engin eftir því í fréttum í dag þegar haft var eftir félagsmálaráðherra að ekki kæmi til greina að færa niður greiðslubyrði lána  það væri hluti af samkomulaginu við IMF að gera það ekki, síðan kom haleluja söngurinn um að það mætti ekki vegna þess að það einhverjir yrðu að borga það sem eftir er gefið. Orðalag sem að  mér finnst stundum gefa til kynna að ráðamenn haldi að við séum óvitar, framkoma ráðamanna við almenning minnir mig stundum á það þegar fullorðið fólk er að segja ungabörnum til.

Svo að auðvitað fer fólk héðan ef það mögulega getur.

Það sem er verið að gera í raun, það er verið að blóðmjólka almenning til að geta greitt þeim sem var raunverulega bjargað í hruninu það er þeim sem áttu innistæður yfir 3 000 000 sem sagt fjármagnseigendum enn og einu sinni og eftir að hafa lesið lána bók Kaupþings þá er ælan eiginlega komin upp í háls. Þar er nefnilega hluti af þeim nefndir sem verið er að bjarga með álögunum á heimilin og lántakendur. 

Það hljóta a fara að renna upp tímar hinna breiðu spjóta það getur ekki verið að þrælseðlið  í okkur haldi mikið lengur. Aukning lána almennings er nefnilega ekkert annað en tölur á pappír hækkaðar af sjálfvirkum spunavélum helvítis smíðuðum af hruna meisturunum sjálfum.  Eina réttlætið er hið jafna réttlæti það er að bankarnir eiga að fara á hausinn eins og önnur einkarekin fyrirtæki og síðan á að borga lögbundnar greiðslur annað er tapað fé eins og peningur notaður til kaupa á lotto miða sem ekki kemur vinningur á. Þannig og einungis þannig eru öll dýrin í skóginum jöfn.

Já ég er öskureiður


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirrandi viðskiptahættir

Ég fór að versla í matinn sem oft áður og ætlaði mér að kaupa sveppi. Það er ekki í frásögur færandi í efstu hillunni voru sveppir lika í miðhillunni og svo í neðstu. Samkvæmt verðmerkingum á hillum voru þarna erlendir sveppir sneiddir sveppir og svo Flúðasveppir. Verðið frá 399 niður í 256 ef ég man rétt kannski ekki alveg nákvæm tala. En það sem vakti furðu mína að allir þessir sveppir voru í eins boxum allir svipaðir og merktir sama framleiðanda. Ég kallað til afgreiðslukonu og rétti henni box úr ódýrustu hillunni og spurði undir hvaða flokki þetta væri eftir skoðun þá kom í ljós að þetta væru erlendir sveppir á 399. Erlendir sveppir merktir Íslensku nafni og auk þess í hillu merktri Íslenskum sveppum og mun ódýrari. 

Að öllu orðskrúði slepptu er þetta ekkert annað en ruglingsleg verðmerking ég keypti enga sveppi vegna þess að þessir viðskiptahættir pirra mig og það á að taka á þeim það á ekki að líðast að það sé á skipulagðan hátt reynt að blekkja neitandan í vissu þess að hann taki ekki eftir því þegar á kassa er komið. Ég fyrir mitt leiti er mikið til hættur að versla við þá keðju sem um ræðir því að ég hef rekið mig á að þetta er altof algengt hjá þeim. Það er misvísandi verðmerking og jafnvel annað verð þegar komið er að kassa.  


Hér ríkir engin spilling.

Við höfum komið mjög vel út þegar kannað hefur verið hvort að spilling ríki hér. Ísland hefur verið talið til þjóðfélaga þar sem að einna minnst spilling ríkir. Þess vegna koma atburðir undanfarinna mánaða eins og þruma úr heiðskíru lofti en getur verið að ástæðan fyrir því að við höfum mælst með svo lága spillingu sé sú skilgreining að spilling sé peningar það er peningar sem notaðir eru til að greiða fyrir þjónustu og velvild og að í raun sé ekki mikið um það hér.

Eg átti athyglisverðar samræður um þetta mál við nágranna minn og eftir að hafa rennt yfir blogg og annað í kvöld er ég sannfærður um að það er mikið til í því sem að hann segir
Hér hafi ekki ríkt spilling í því  formi sem þekkt er heldur hafi menn náð ítökum á mun yfirvegaðri hátt og múlbundið eftirlit og framkvæmdavald þannig að þeir gátu farið sínu fram.

Eftir að hafa lesið Láru Hönnu og fleiri í kvöld er ég orðin sammála nágranna mínum. Þar kemur fram hve tengsl eru mikil  á milli aðila í atburðarrásinns þessi sem er sonur þessa og dóttir þessa faðir annars og svo framvegis gerðu þetta og hitt og tengdust svona og þannig.

Fyrirtækin einbeittu sér að því að mínu mati að  ráða fólk af réttum ættum því að hvert okkar færi af fullri hörku gegn syni okkar eða dóttur föður okkar eða móður. Þeir sem að segja að þeir gerðu það eru ekki að segja satt. Eftir lesturinn í kvöld sér maður svo dæmi um hinar ýmsu tengingar.

Að koma í veg fyrir þetta er verkefni sem þarf að leysa í hinu Nýja Íslandi við erum fá við erum breysk en það hlýtur að vera til lausn þannig að ekki sé hægt að ná áhrifum á þennan máta við getum ekki refsað fólki fyrir að vera tengt öðrum blóðböndum heldur þarf að finna lausn sem Kemur í veg fyrir svona uppákomur.

Eitt af því sem að mér dettur í hug er stórkostleg fækkun í embættis og stjórnkerfinu því færri stjórnendur því betra að forðast tengsl annað gæti verið algjörlega opin stjórnsýsla. En þetta þarf að leysa og gaman væri að fá tillögur um það hvernig það gæti verið hægt á raunhæfan máta.

Samkvæmt lögum.

Það getur vel verið rétt að þetta hafi ekki stangast á við lög en hvað um góða stjórnunarhætti áhættumeðvitund eða bara siðferði.
En sé þetta rétt með lögin þarf að breyta þeim strax. Ég er ansi hræddur um að í mörgum tilfellum hafi skipulega verið leitað að glufum í réttarkerfinu til þess að stunda þau viðskipti sem voru stunduð hér. Það er sorglegt að þau vinnubrögð hafi verið stunduð og ég hræðist þann tíma þegar kemur í ljós að flestir munu sleppa frá þeim verkum sem að þeir gerðu vegna formgalla eða lagakróka.

Ég óttast það vegna þeirra sjálfra  hér er ekki um hótun að ræða heldur ábendingu á þá atburði sem hafa orðið í sögunni þegar að hin fjölmenna alþýða hefur fengið nóg þá verða því miður oft atburðir sem að þegar til baka er litið hefði verið hægt að forðast. Ég held að ástandið hér sé orðið mun eldfimara en nokkrum dettur í hug og að í raun sé það eins og stífla sem er að bresta undan þunga sífelldra vatnavaxta það þarf bara einn steinn en að  bresta og þá tortímir flóðið öllu í dalnum.

Það er því lífsnauðsyn að núverandi stjórnvöld fari að berja í brestina, stinga á kýlunum og viðra óhreina tauið.
mbl.is Hreiðar Már segir lánin lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkuð álagning

Það hlýtur að vera jafndýrt að höndla með mjólk hvort sem hún kostar  krónu eða túkall. Þannig að í mínum haus þýðir þetta að menn búast við að verslunin noti tækifærið og hækki álagninguna um 2 krónur á líterinn ekki satt. Veltuhraði á mjólk hlýtur að vera nokkur og ég tel  nokkuð víst að byrgjar taki útrunna mjólk til baka ekki hefur kaupið hækkað. Svo eins og ég segi þá lýtur þetta út frá mínum bæjardyrum séð sem hækkun álagningar. Enda ekki vanþörf á að hækka lánin svolítið meira svo að eignir þeirra sem að eiga skuldir okkar hækki eitthvað meira. Einhverjir verða jú að bæta fjármagnseigendum tapið.
mbl.is Mjólkin hækkaði í verði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband