Hér ríkir engin spilling.

Við höfum komið mjög vel út þegar kannað hefur verið hvort að spilling ríki hér. Ísland hefur verið talið til þjóðfélaga þar sem að einna minnst spilling ríkir. Þess vegna koma atburðir undanfarinna mánaða eins og þruma úr heiðskíru lofti en getur verið að ástæðan fyrir því að við höfum mælst með svo lága spillingu sé sú skilgreining að spilling sé peningar það er peningar sem notaðir eru til að greiða fyrir þjónustu og velvild og að í raun sé ekki mikið um það hér.

Eg átti athyglisverðar samræður um þetta mál við nágranna minn og eftir að hafa rennt yfir blogg og annað í kvöld er ég sannfærður um að það er mikið til í því sem að hann segir
Hér hafi ekki ríkt spilling í því  formi sem þekkt er heldur hafi menn náð ítökum á mun yfirvegaðri hátt og múlbundið eftirlit og framkvæmdavald þannig að þeir gátu farið sínu fram.

Eftir að hafa lesið Láru Hönnu og fleiri í kvöld er ég orðin sammála nágranna mínum. Þar kemur fram hve tengsl eru mikil  á milli aðila í atburðarrásinns þessi sem er sonur þessa og dóttir þessa faðir annars og svo framvegis gerðu þetta og hitt og tengdust svona og þannig.

Fyrirtækin einbeittu sér að því að mínu mati að  ráða fólk af réttum ættum því að hvert okkar færi af fullri hörku gegn syni okkar eða dóttur föður okkar eða móður. Þeir sem að segja að þeir gerðu það eru ekki að segja satt. Eftir lesturinn í kvöld sér maður svo dæmi um hinar ýmsu tengingar.

Að koma í veg fyrir þetta er verkefni sem þarf að leysa í hinu Nýja Íslandi við erum fá við erum breysk en það hlýtur að vera til lausn þannig að ekki sé hægt að ná áhrifum á þennan máta við getum ekki refsað fólki fyrir að vera tengt öðrum blóðböndum heldur þarf að finna lausn sem Kemur í veg fyrir svona uppákomur.

Eitt af því sem að mér dettur í hug er stórkostleg fækkun í embættis og stjórnkerfinu því færri stjórnendur því betra að forðast tengsl annað gæti verið algjörlega opin stjórnsýsla. En þetta þarf að leysa og gaman væri að fá tillögur um það hvernig það gæti verið hægt á raunhæfan máta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er eins og þú segir gamli skólabróðir og vinur, þetta fer alfarið eftir skilgreiningunni.

Jóhann Elíasson, 3.8.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband