Litla Ísöldin.

Var að horfa á Sögu rásina viðurkenni að ég gleymi mér stundum yfir henni. Þar var í kvöld fjallað um hina svokölluðu Litlu Ísöld og eftir áhorf á þáttinn er ég enn meir hallur undir þá skoðun að mannkyni sé í raun mun meiri hætta búin ef að kúlan myndi kólna heldur en ef að hún hitnar aðeins. Það sem mér fanst þó athyglisvert var að nokkrir vísindamenn voru spurðir um hvað þeir héldu að hefði valdið lokum þessarar kólnunar, engin þeirra var sammála einn sagði hafstraumar annar geislun sólar þriðji nefndi iðnbyltinguna. Þetta styrkir mig í þeirri skoðun að í raun sé ekki allt vitað enn um það hvernig okkar góða heimapláneta virkar.

Mér fannst þó skemmtilegast skothelt álit eins fræðimannsins það álit er ekki hægt að hrekja. Það var á þá leið að Hnattræn hlýnun gæti valdið kólnun og jafnvel Ísöld. Þetta finnst mér góð kenning því hún er rétt hvort sem kólnar eða hitnar getur viðkomandi alltaf sagt sko ég sagði þetta. Ég get ekki varist því að álykta að þessi einstaklingur ætti heima í pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Því miður er allur þessi áróður um hlýnun jarðar tómt kjaftæði og ekki síður það að maðurinn, þessi litla jarðlús, hafi einhver áhrif á veðurfar og loftslag á jörðu hér. Það er tvímælalaust rétt að síðan 1998 hefur hiti á hnettinum verið fallandi, ekki hækkandi.Þess vegna má jafnvel búsat við "Litlu ísöld" sem verður farin að gera verulega vart við sig eftir 2030.

Veru velkominn á bloggið mitt <siggigretar.blog,is> þar hef ég skrifað nokkra pistla um þetta efni, sumir orðnir nokkuð gamlir en þá er bara að skrolla niður. Þá bendi ég ekki síður á <agbjarn.blog.is> en hjá Ágústi H. Bjarnasyni er mikill fróðleikur um loftslag jarðarinnar.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 5.8.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir skelli mér á bloggið þitt ég hef mjög gaman af að lesa það sem Ágúst hefur verið að segja um þessi mál og oft mikill fróðleikur þar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 23:39

3 Smámynd: Loftslag.is

Ef þú vilt fróðleik um loftslagsmál, þá ertu að sjálfsögðu velkominn á mitt blogg

Loftslag.is, 6.8.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband