Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Ég vil ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna.

Ég held að í setningu Davíðs hljómi hinn einfaldi sannleikur þessa mál hvers vegna ættum við yfirleitt að borga skuldir óreiðumanna sem að fá enn að valsa hér um þjóðfélagið.
Því er meira að segja fagnað þegar þeir af örlæti sínu rétta okkur smá ölmusu samanber eitt stykki gagnaver eða svo ég einfaldlega vill setja bann á allar fjárfestingar þeirra einstaklinga sem að voru þátttakendur í hruninu, hér á landi.

Það er síðan athyglisvert að einn hópur virðist hafa komið sér vel fyrir í rústabjörguninni og náð að teyga reykinn af réttunum en það eru þeir sem að fara með uppgjörsmál að heyra það og lesa í fréttum að aðilar sem sjái um þau mál séu á sama tíma í atvinnurekstri sem að virðist fá vel borgað við að vinna í þeim málum sem að eigendur þeirra fá borgað fyrir að sinna fyrir okkur.

Það er síðan borið á borð fyrir okkur þjóðina að þeir einstaklingar sem að um ræðir fari af fundum þegar ákvarðanir eru teknar sem varða þeirra eigin hagsmuni. Það getur vel verið að það virki og sé allt gott og blessað en því miður er búið að riðlast það mikið á þjóðinni nú þegar að við trúum ekki nokkru einasta orði af því sem að forráðamenn okkar og þeir sem eru að vinna að þessum málum segja og lái okkur hver sem vill.

Nei ég vil ekki borga skuldir einkabanka sem sennilega þó að við fáum aldrei að vita það tóku þátt í því að spila með gjaldmiðilinn til að hækka lán okkar og bæta eiginfjárstöðu sína allt á okkar kostnað þegar spilaborgin hrynur á að senda þjóðinni reikninginn ég segi nei. *

Menn tala fjálglega um að það sé einhver móðgun við Breta og Hollendinga að fella samninginn það megi heldur ekki setja fyrirvara sem að valdi því að samningurinn falli. Ef að ekki eru settir fyrirvarar þannig að samningurinn falli þá eru fyrirvararnir ekki nógu góðir. Ég hef aldrei séð að það sé hægt að  breyta samning einhliða og mér finnst öll þessi umræða vera farin að  minna á farsa í þeim tilgangi að afvegaleiða okkur svo að við´látum blekkjast og höldum að það séu okkar hagmunir sem hér eru hafðir að leiðarljósi.
 Eina vitið er að fella hann vegna þess að hann er óaðgengilegur og hefja samningaviðræður að nýju. Það er líka heiðarlegast gagnvart viðsemjendum okkar að mínu mati.

Nei ég samþykki aldrei að börnin mín og barnabörn eigi að borga skuldir þessara manna sem að flestir halda sínu enn og virðast ætla að komast frá þessu með því að láta þjóðina blæða með að því að manni virðist góðri hjálp vina sinna í stjórnkerfinu. Það hljóta líka fleiri en ég að hafa tekið eftir framgöngu fyrirtækja þeirra í innheimtu upp á síðkastið en þau innheimta harðar af almúganum heldur en að fulltrúar almúgans innheimta af núverandi og fyrrverandi eigendum.


mbl.is Samkomulag að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengu Bretar Íslenska ráðgjöf

Ég trúi því að Bresk og Hollensk stjórnvöld hafi leitað til Íslensku  bankanna um hvernig semja skildi um Iceasave. 
Ég er líka þeirrar skoðunar að aldrei hafi Íslensk hagsmunagæsla lotið lægra heldur en í þessum samningaviðræðum.
Hvaða mótrök eru það sem sjást í mörgum athugasemdum hér að Bretar og Hollendingar hafi ekki viljað ræða þá leið sem hér er talað um.
Vildu Bretar ræða útfærslu landhelginnar. Voru þetta ekki samningar þriggja fullvalda ríkja eða hafa stjórnvöld svo litla trú á þjóðinni, sjálfum sér og verkefninu sem að þau þóttust ráða við að þau reyndu aldrei að vernda hagsmuni þjóðarinnar.
Hvaða samningaviðræður eru fólgnar í því að lyppast niður bara af því að mótaðilinn vill ekki ræða málin auðvitað vilja mótaðilar ekki ræða þau mál sem að ekki henta þeim þess vegna eru þetta kallaðar samningaviðræður menn semja og ná lendingu og reyna að hafa réttlætið að leiðarljósi.
Það sem virðist aftur á móti hafa skeð í Icesave samningunum er kallað kúgun yfirgangur óréttlæti frá hendi viðsemjanda okkar og mér skortir lýsingarorð yfir framgöngu okkar manna en allavega var þar algert virðingarleysi fyrir okkur umbjóðendum sínum að mínu mati.
Og ég er að verða þeirrar skoðunar að samningarnir séu jafnvel tilraun til að verja þá sem að í raun ollu hruninu og velta þunganum yfir á þjóðina.

Hvers vegna held ég að Bretar hafi fengið Íslenska ráðgjöf vegna þess að Icesave samningurinn er nákvæmlega eins og þeir samningar sem að Íslenskum almúga er boðið upp á fólki er talið trú um að allt reddist og það verði ekkert mál að borga ef því verði bara frestað í nokkur ár.
Bankar bjóða fólki þetta nú þegar.
Svo á að sjá til þegar að tíminn sem að lánin eru fryst er liðin. Þetta er sama bekkinginn og í Icesave það er verið að slá ryki í augu fólks svo að það leiti ekki réttar síns vegna þeirra atburða og glæpaverka sem að ollu margfaldri hækkun annars viðráðanlegra lána. Verka sem að sumir vilja halda fram að hafi ekki verið lögleg en með því að gabba fólk til að skrifa undir einhverja óskilgreinda greiðsludreifingu eða frestun á afborgunum er hægt að véla það frá rétti sínum.

Sömu taktík nota Bretar og Hollendingar þá gulrót að það þurfi ekkert að borga í 7 ár en sjö ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar og gjaldaginn kemur fyrr en varir. Miðað við að Niðurlendingar og Enskir hafi lært þessa samningatækni af Íslenskum bönkum má búast við að þeir hafi lært innheimtu tæknina líka og þá má segja aftur sömu orð og Geir H sagði í hruninu Guð blessi ekki Ísland í það skiptið heldur hina íslensku þjóð sem þá hrekst á vonarvöl nema að allar hagstæðustu spár rætist en að treysta því er svipað og að spila í Lotto eða að hugsa eins og útrásarvíkingur. Sennilega eru þó meiri vinningslíkur í Lottóinu það eru alla veganna fleiri sérfræðingar sammála um hverjar þær vinningslíkur séu heldur en þegar rætt er um vinningslíkur hinna Íslensku Versalasamninga.

 


mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er hótað

"Össur sagði að það hefði alvarleg áhrif fyrir landið að fella samninginn. Fórnarkostnaðurinn yrði talsvert meiri þegar upp væri staðið heldur kostnaður vegna samningsins. Þá sé samningur við Evrópusambandið. sem felist í svokölluðum Brussel - viðmiðum um að aðstoða Íslendinga síðar í þessu ferli. Hann segist þegar hafa rætt þennan samning við ESB og það séu engin vanbrögð á því að sambandið beiti sér eins og þar hafi verið lagt upp með."

Hvaða samningur er í gangi um að aðstoða okkur síðar ærlegt fólk hjálpar þegar hjálpar er þörf en ekki síðar. Og Össur segir að það sé ekki nokkur maður með viti þarna úti sem ekki viti hver afstaða Íslendinga sé til málsins mikið hlýtur nú að vera af vitleysingum í henni veröld nú um stundir ef allir þeir sem óupplýstir eru hafa ekki vit.

Mér finnst síðan Össur eins og öðrum meðlimum nafnlausa flokksins hætta til að gleyma hverjir eru vinnuveitendur hans það er jú Íslenska þjóðin og fyrir hana á að vinna en ekki aðra.


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vel við.

Mér finnst þessi staka eftir Helga Sveinsson eiga vel við.

Til að öðlast þjóðarþögn
þegar þeir aðra véla
gefa sumir agnarögn
af því sem þeir stela

Góða vnnuviku


Ég er ósammála.

Ég er ósammála blessaðri konunni í fréttinni segir

"Davíð Oddsson virðist ekki hafa búið yfir sérfræðikunnáttu í hagfræði eða bankastarfsemi, og af þeim sökum var hann ekki í stakk búinn að koma í veg fyrir fjármálahrunið eða leika jákvætt hlutverk í kjölfar þess. Þetta segir Anne Sibert, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands"

Mér finnst það eina jákvæða sem hingað til hefur komið fram eftir hrunið hafa komið frá Davíð Oddsyni lái mér hver sem vill.

Hvar get ég síðan fengið að vita hvernig þessi peningastefnunefnd er skipuð og hver þessi góða kona er sem svo ritar og hvar það er í hlutverki þessarar nefndar að gefa álit sitt á þessum málum.

Peningastefnuleg afrek hafa nú ekki verið á marga fiska síðustu mánuði að mínu mati gengið aldrei verið lægra, trúverðugleikinn í rusli, álit bankans vegna Icesave léttvægt fundið og svo mætti lengi telja.
Það hefði líka verið gaman að sérfræði þekking þessarar góðu konu hefði komið fram í fréttinni það er alltaf gott að vita út frá hvaða kunnáttu það er gert þegar fólk er að dæma sérfræðikunnáttu annarra.


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að kólna?

Alveg synd hvað svona grasrótar framboð eru snögg að tortíma sjálfum sér. Ég fyrir mitt leiti virði þremenningana sem hafa sýnt sjálfstæða hugsun því það er það sem að alþingismen sverja eið að. En það vill svo til og hefur margt oft komið fram að þingmennirnir hafa sætin en ekki flokkarnir menn hafa skipt um flokka áður svo allt tal um að þau afsali sér sætum sínum er ekki á rökum reist að mínu mati.
Ég spái því að það frjósi nú ekki í víti í bráð en með sama áframhaldi gæti þingflokkur Borgarahreyfingarinnar orðið í eintölu en ekki fleirtölu og að Þráinn yrði þá flokksformaður yfir sjálfum sér.
mbl.is „Fyrr frýs í víti en ég skipti um flokk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð frétt

Í stuttu máli ein af bestu fréttum helgarinnar.
mbl.is Steypa afhent í stækkun virkjunar á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættuleg leyniþjónusta.

Ég skil vel að menn fagni lekanum á Kaupþingsskjölunum og að mínu mati geta stjórnmálamenn og rannsakendur kennt sér um þá ólgu sem að þetta olli því hvað sem að öllum yfirlýsingum um gegnsæi lýður þá hefur það verið í músarlíki og það er þessi skortur á gegnsæi sem að hefur orðið lífsvökvi afstöðu landsmanna gagnvart þessum málum það er reiðinni sem fær hvergi heilbrigða útrás og leitinni að sannleikanum sem að reynt er að hylja af öllum mætti. Á þessu er einföld lausn það er heiðarleiki auðmýkt og upplýsingagjöf og það kæmi mönnum kannski á óvart hvað þá er stutt í fyrirgefninguna frá þeim sem að misrétti hafa verið beittir.

Ég er algjörlega á móti leyniþjónustu fólksins það er stórhættulegur hlutur sem að þeir sem fagna þessum upplýsingaleka í dag gera sér enga grein fyrir.
Þessi leki hefur þegar kostað okkur fjármuni samkvæmt fréttum af FIH banka fjármuni sem að hægt hefði verið að nota í annað. En peningar eru forgengilegir og eru ekki aðalmálið.
Leyniþjónustur fólksins eru ekkert nýtt þær hafa alltaf verið til og afreksverk þeirra eru mikil

Í Rússlandi handtökur jafnvel aftökur eða Síberíu vist ótalins fjölda fólks.
Í Austur þýskalandi starfaði leyniþjónusta fólksins af miklu afli eins og þekkt er
Það var einhver meðlimur leyniþjónustu fólksins sem að sagði til Önnu Frank svo að hún var send í útrýmingarbúðir ásamt ótölulegum fjölda fólks sem að leyniþjónusta fólks þess tíma vísaði á.
 
Á Íslandi í dag hefur heyrst um  dæmi þar sem saklaust fólk hefur orðið að sanna það að það var ekki að svindla á bótum vegna þess að einhver úr leyniþjónustu fólksins hringdi í símanúmer þar sem að fólk í þessari leyniþjónustu getur hringt án þess að segja deili á sér.

Er þetta þjóðfélag sem að við viljum ég er ekki að verja þá sem að brjóta af sér en ég vil ekki svona þjóðfélag jafnvel þó að það þíði að mér líki ekki alltaf þær aðgerðir sem eru í gangi. En ég get þó mótmælt þeim án þess að eiga á hættu handtöku vegna upplýsinga frá leyniþjónustu fólksins sem er kannski bara nágranni minn sem að ég pirraði einhvern tíma í hittifyrra með að leggja í stæðið hans.

 


mbl.is Leyniþjónusta fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýst er eftir.

Ég lýsi enn og aftur eftir hækkun á gengi Íslensku krónunnar sem að okkur var lofað af flokknum sem ekki er til eða ekki má nefna og ég mun hér eftir kalla nafnlausa flokkinn því að þessi flokkur hefur ekki komið nálægt neinu í Íslenskri pólitík síðustu árin samkvæmt endurskrifaðri sögu landsins

Nafnlausi flokkurinn komst nefnilega til valda hér í vor og hverju lofaði þessi flokkur jú að gengi Íslensku krónunnar myndi hækka þegar að þau hefðu komið hugðarefnum sínum á koppinn. Nú er svo komið að flest hugðarefni þeirra hafa orðið að veruleika og ekkert bólar á styrkingu Íslensku krónunnar. Því er mér næst að álíta svo að allt sem að nafnlausi flokkurinn hafi fram að færa sé skrökulýgi eins og börnin segja.

Mitt álit er að krónan fari fyrst að hressast þegar séð er að hér hafi komist til valda fólk með hreðjar það er fólk sem að leggur áherslu á að það er Íslendingar og skammast sín ekki fyrir að vera það. Þá fer fólk að treysta okkur og þá rís krónan hvernig á eitthvað að rísa hér ef fólk hefur ekki trú á þjóð og landi. Það er með krónuna eins og önnur risvandamál að til að lenda ekki í þeim verður fólk  að hafa trú á að það valdi verkefninu og þurfi ekki að leita aðstoðar hjá þriðja aðila til að klára verkið.


mbl.is Gengi krónunnar veikist um 0,45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa bankar ekkert lært og þroskast.

Ungur einstaklingur þurfti að skipta greiðslum á greiðslukorti sinu hjá ákveðinni bankastofnun. Það er ekki í frásögur færandi bankinn heldur kortinu og gjaldfærir mánaðarlega umsamda upphæð af reikningi inn á skuldina.
Þetta er ekki í frásögur færandi nema það að um hver mánaðarmót síðan hefur viðkomandi stofnun tæmt reikninga þessa einstaklings til lúkningar skuldinni og um hver mánaðarmót hefur þurft að fara í stofnunina til að laga málið og fá þá til að standa við gerðan samning.

Þetta er eins um þessi mánaðarmót nema að nú ber svo við að bankinn neitar að greiða til baka það sem hann hefur tekið af reikningnum en býður einstaklingnum yfirdrátt í staðin og í raun þvingar hann til að taka yfirdráttinn vegna þess að öðruvísi nær sá hin sami ekki að lifa út mánuðinn.

Þessi hugleiðing mín er ekki vegna þess að ég telji að fólk eigi ekki að standa í skilum eða að fá einhverja sérmeðferð heldur er hún vegna þess að ég tel að bankastofnunin sé að þvinga einstakling inn á braut sem að leiðir af sér hærri vaxtagreiðslur til bankans af hendi viðkomandi.
Auk þess tel ég orka tvímælis að bankastofnanir geti vaðið inn í reikninga fólks fram yfir þær heimildir sem að þeim eru gefnar af eiganda.

Þessi stofnun sem er afkomandi þeirrar stofnunar sem lagði landið í rúst og ætlast til að landsmenn borgi hefur ekki lært neitt alla vega ekki auðmýkt gagnvart viðskiptavininum Sama fólkið og vélaði einstaklinga til að færa fé af reikningum inn á markaðssjóði vinnur þarna enn og að mínu mati hefur það ekkert lært.

Ég segi eins og amma mín heitin sagði og sveitattann barasta!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband