Það vildi Neville Chamberlain ekki heldur

Það er tími fyrir frið og það er tími fyrir stríð. Nú er tími fyrir stríð það er ekki af því að allir séu vondir við okkur heldur vegna þess að það gengur ekki að láta valta yfir sig endalaust nú verður Steingrímur annað hvort að finna sinn eigin innri Churchill og leggja sínum hófsama innri Chamberlain þjóðin þarf leiðtoga núna sem að spyrnir við fótum en tekur ekki undir málflutning andstæðingana.
Mig varðar ekki neitt um hvað Íslenskir ógæfumenn hafa gert og væri þá ekki ráð að fara að tuga einhvern þeirra til í staðin fyrir að gera ekki neitt og reyna stöðugt að ýta inn sektarkennd hjá öllum hinum. Það er nokkuð öruggt að þeir hinir seku kunna ekki að skammast sín.

Það sem er gert núna af Steingrími og félögum er svipað og að gera fjölskyldu síbrotamanns ábyrga fyrir afbrotum hans og láta hana borga tjónið meðan að ríkið myndi halda brotamanninum uppi á Hótel Holti.

Nei Steingrímur þú vilt ekki stríð en ég er nokkuð viss um að stór hluti þjóðar þinnar vill sjá kannski ekki stríð en markvissar mótaðgerðir í anda þeirra manna sem hér ríktu þegar við stóðum í landhelgisdeilum okkar.

Ef aðgerðir fara ekki að sjást og það aðgerðir sem snúa að því að standa vörð um hina Íslensku þjóð þá fer fyrir Steingrími og Jóhönnu eins og Neville Chamberlain þau hrökklast frá völdum. Við þurfum núna okkar Churchill og ekkert annað.


mbl.is Vill ekki stríð við aðrar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Hann vill freka fara í stríð við sína samlanda, gáfulegt útspil ...

Sævar Einarsson, 7.8.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er léttara að skuldbina ófædd börn

Sigurður Þórðarson, 7.8.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Sævar Einarsson

SJS hefur valdið mér gífurlegum vonbrigðum, það vantaði ekki gífuryrði hans þegar hann var í stjórnarandstöðu með orðum eins og "drusla og gunga" og "éttan sjálfur" en núna getur hann étið allt sjálfur og er drusla og guna, segi það og skrifa það, hann missti allan kjark eftir að hann komst að kjötkatlinum.

Sævar Einarsson, 7.8.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband