Auðvitað fer fólk úr þessu rugli.

Það fara allir sem mögulega geta héðan vegna þess að þetta er að verða eins og harmleikur eftir Shakspere og ég er viss um að bæði Hamlett og Macbeth hefðu forðað sér ef þeir hefðu getað.

Tók engin eftir því í fréttum í dag þegar haft var eftir félagsmálaráðherra að ekki kæmi til greina að færa niður greiðslubyrði lána  það væri hluti af samkomulaginu við IMF að gera það ekki, síðan kom haleluja söngurinn um að það mætti ekki vegna þess að það einhverjir yrðu að borga það sem eftir er gefið. Orðalag sem að  mér finnst stundum gefa til kynna að ráðamenn haldi að við séum óvitar, framkoma ráðamanna við almenning minnir mig stundum á það þegar fullorðið fólk er að segja ungabörnum til.

Svo að auðvitað fer fólk héðan ef það mögulega getur.

Það sem er verið að gera í raun, það er verið að blóðmjólka almenning til að geta greitt þeim sem var raunverulega bjargað í hruninu það er þeim sem áttu innistæður yfir 3 000 000 sem sagt fjármagnseigendum enn og einu sinni og eftir að hafa lesið lána bók Kaupþings þá er ælan eiginlega komin upp í háls. Þar er nefnilega hluti af þeim nefndir sem verið er að bjarga með álögunum á heimilin og lántakendur. 

Það hljóta a fara að renna upp tímar hinna breiðu spjóta það getur ekki verið að þrælseðlið  í okkur haldi mikið lengur. Aukning lána almennings er nefnilega ekkert annað en tölur á pappír hækkaðar af sjálfvirkum spunavélum helvítis smíðuðum af hruna meisturunum sjálfum.  Eina réttlætið er hið jafna réttlæti það er að bankarnir eiga að fara á hausinn eins og önnur einkarekin fyrirtæki og síðan á að borga lögbundnar greiðslur annað er tapað fé eins og peningur notaður til kaupa á lotto miða sem ekki kemur vinningur á. Þannig og einungis þannig eru öll dýrin í skóginum jöfn.

Já ég er öskureiður


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Já Jón ég skil reiði þína vel, er reið sjálf og það ekki lítið.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 5.8.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband