Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Rafmagn og hiti hækkar

Hvað sem að fólki finnst um hita og rafmagnsverð hér á landi er það ekki hátt miðað við verð víða í hinum stóra heimi.
Mitt álit er því að hér sjái erlend stórfyrirtæki sér hag í að kaupa sig inn í Íslensk orkufyrirtæki til að ná gróða því að fyrirtæki eru í rekstri til að græða peninga en ekki til að stunda góðgerðarstarfsemi. Því er það mín skoðun að þetta muni leiða til hækkunar á kostnaði neytenda þegar fram líða stundir og all verulegrar hækkunar og þess verður ekki lengi að bíða.
mbl.is Áhyggjur af framsali auðlindaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svara þessu af hörku.

Það er einungis ein leið til að svara þessu það er af fullri hörku og hreinskilni en til þess þarf sennilega byltingu og fólk við stjórnvöl sem að þorir að taka á málunum.

Svarið á að vera sú aðgerð að birta allar lánabækur bankanna opinberlega á netinu þá sést hver lánaði hverjum hvaða veð og hvaða hagsmunir eru á bakvið að tala um bankaleynd í þessu samhengi er ekki boðlegt. Hér hafa orðið þannig atburðir að það á allt að koma upp á yfirborðið og síðan eftir hreingerninguna byggjum við upp. Ég er líka nokkuð viss um að margir þeirra sem í mál vilja fara séu ekki ýkja hrifnir að því að fá allt upp á borðið en þá fyrst er hægt að meta hvort að það ætti að bæta þeim eitthvað.

Það er nefnilega engin munur á hræætum hvaðan sem þær koma þær laðast allar að lyktinni og með því að lofta út og þrífa þá gæti áhuginn á leifunum minnkað að mínu mati.


mbl.is Verið að höfða mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er kjaftstopp.

Af hverju er ég kjaftstopp jú það er sú staðreynd að það þurfi einhvern sérstakan hvata til þess að fólk vinni vinnuna sína er her kannski komin sá mikli spekileki sem liggur frá landinu sem stendur. Það er leki á þeirri speki að ekki eigi að vinna vinnuna sína vel án einhverra sérstakra hvata.
Ég er komin yfir fimmtugt og mér var kennt í æsku að maður ætti að vera trúr þeim hlutum sem manni væri treyst fyrir. Sú námsgrein virðist ekki kennd lengur í hinum miklu akademísku fræðum sem hér eru kennd hinu velmenntaða fólki.

Í fréttinni stendur
"Jafnframt höfum við gert ráð fyrir því í okkar áætlanagerð að eigendur félagsins, sem eru kröfuhafar þess, muni vilja tryggja að hagsmunir stjórnenda félagsins og þeirra fari saman. Starfsmenn almennt hafi nægilegan hvata til þess að hámarka söluandvirði eigna til góðs fyrir alla,“ segir Óttar."

Fær fólkið ekki kaup fyrir vinnuna sína, ef svo er ekki þá er það skiljanlegt að það þurfi að búa til hvata Fái það hinsvegar laun fyrir vinnuna getur það bara látið þau duga eins og aðrir landsmenn ég sé ekki að það sé talið að aðrir launamenn hér þurfi einhvern sérstakan hvata til að mæta í vinnu og stunda hana. Það er allavega ekki að sjá á kröfugerðum ASI

Afsakið meðan ég æli.


mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvað væl.

Ég er búin að fá upp í kok af þessu væli um að vel mentað fólk flykkist af landi brott.
Hvað menntun er góð og hvaða menntun er slæm  getur einhver sagt mér það.
Er ekki gamli maðurinn sem les í náttúruna eins vel menntaður og sá sem getur fjölfaldað innheimtubréf og tekið fyrir það allt að tvöfalda skuldina án þess að blikna eða þeir sem að stigu fram fyrir ári síðan og sögðu okkur hversu bjartar fjárhagslegar framtíðar horfur landsins væru  ekki vantaði þeim menntun. 

Staðreyndin er að mínu mati að það er vinnu að fá og það töluverða vinnu en hluti þjóðarinnar telur að menntun sín sé svo mikil og góð að það sé yfir það hafið að vinna við framleiðslu ummönnunar eða gæslu störf. Það er líka svo vel menntað að launakjör þau sem á að bjóða almúganum meðan er verið að rífa skútuna upp úr öldunni eru ekki því samboðin. Því fer það úr landi meðan að erfiðleikarnir steðja að en ætli flestir geti ekki vel hugsað sér að koma aftur þegar að búið er að taka á og aðrir eru búnir að vinna landið upp úr erfiðleikunum. Er ekki komin tími til að við sem eftir verðum fáum tillögu rétt að því hvort að við viljum fólkið til baka þegar búið verður að ausa dallinn. Er það ekki alveg löggild spurning.

Við skulum ekki heldur gleyma því hvaða menntun meirihluti þeirra sem að sigldi skútunni fram af bjarginu hafði það var ekki menntun sem lærð er í fagskólum eða  í lífinu sjálfu heldur hin góða menntun æðri menntastofnanna og það skildi þó ekki vera samlegðaráhrif milli þess að flestir þeir sem að komu okkur fram af bjarginu og þeir sem að öllu ráða í stjórnkerfinu hafa sömu góðu menntunina úr sömu góðu skólunum þau sátu í sömu bekkjarpartíunum osfrv það skildi þó ekki vera.

Nei meðan að hér vantar fólk í fjölda starfa fyrirtæki geta ekki tekið verkefni vegna mannfæðar bara í dag frétti ég af miljóna verkefni sem fyrirtæki varð að láta frá sér vegna þess að mannskap vantar. Meðan svo er þá get ég ekki litið öðruvísi á en að staðreyndin sé sú að fólk vilji ekki vinna hvað sem er og finnist sum störf sér ekki samboðin sem er ekkert annað en hroki.

Það er vel skiljanlegt að fólk sem að fær ekki vinnu leiti sér starfs þar sem störf er að fá ég hef sjálfur unnið störf sem að teljast ekki á mínu sviði og víða um land þar sem vinnu var að fá þetta er nefnilega ekkert fyrsti samdrátturinn sem að ríður yfir landið. En það er alveg óþarfi að vera að tala land og þjóð niður ef að staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki þiggja þá vinnu sem að í boði er..

Menntun fer ekki í taugarnar á mér, menntafólk fer ekki í taugarnar á mér, en ég vil frekar kalla það langskólagengið fólk  það er meira réttnefni.
En orðið góð menntun fer afskaplega í taugarnar á mér enda búin að sjá og reyna á hálfri öld að það eru margir skólarnir í lífinu og allur vísdómur er ekki ritaður á bókfell. 
Meiri hluti þeirra sem að störfuðu í útrásinni og fjármálafloppinu mikla höfðu það sem kallað er æðri menntun og í fréttum er yfirleitt verið að vísa til menntunar af þessum toga þegar talað er um atgervisflótta fólks með góða menntun:

Eitt er alveg ljóst  og það er að Ísland fór ekki á hausinn vegna skorts á velmenntuðu fólki en aftur á móti virðist það eiga að koma í hlut hinna svokölluðu ekki velmentuðu að verða eftir og byggja upp rústirnar.

 

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skapandi hugsun.

"Allir samningar eru þannig að þeir eru opnir undir túlkun og ég tel að með skapandi hugsun sé hægt að færa rök fyrir því að þessar breytingatillögur rúmist innan marka samninganna "

Svo mælir utanríkisráðherra mér finnst honum mælast vel og hef nú þegar litið yfir húsnæðislánasamninga mína og hef komist að því að með skapandi hugsun er alveg ljóst að mér ber ekki að borga hinar auknu byrðar sem að hafa verið lagðar á mig vegna þeirra glæpaverka sem framin voru á krónunni og ullu því að greiðslubyrði mín hefur vaxið um hartnær 20.000 Kr á mánuði. Því má sennilega búast við að ég mæti eins skapandi og ég nú er niður í Íbúðalánasjóð eftir helgi og fari fram á að greiðslubyrðin verði lagfærð og aðlöguð að því sem hún var áður og síðan látin fylgja verðbólgumarkmiðum þeim sem voru í gildi.

Mikið dómadags bull er þetta nú í mér ég veit nákvæmlega eins og að Össur ætti einnig að vita að svona tiktúrur rúmast ekki innan samninga og ef að þær gera það eru samningarnir stórhættulegir því að ef að þessar breytingar rúmast innan þeirra af okkar hálfu hvaða túlkun og breytingar rúmast þá innan þeirra af Breta og Hollendinga hálfu samningarnir eru jú milli þriggja aðila. Samningar þó skapandi séu hafa ekki svona svigrúm nema að þeir séu ómögulegir og galopnir.

Því er það að ef að Icesave samningunum verður ekki hafnað af samningsaðilunum eftir þessar breytingartillögur þá mun ég alla tíð líta svo á að einhverstaðar í þeim felist stór hætta fyrir Ísland og Íslenska þjóð.


mbl.is Össur: Tillögurnar eru innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysagildra á leiksvæðum borgarinnar.

Ég set þetta hér á bloggið mitt til varnaðar. Ég var á ferðinni með dóttur dóttur minni um leikvelli hverfisins sem er ekki í frásögur færandi á einum þeirra vildi hún fá að skella hliðinu þegar hún gerði það þá brotnaði hlið lokan hentist upp í loftið og stefndi á höfuð barnsins. Til allrar hamingju gat afinn sett hendina undir sem að er nú skreytt marblett. Ég get eiginlega varla hugsað það til enda ef að ég hefði ekki verið svona heppin og náð að bera höggið af höfði barnsins. Þegar brotið er skoðað þá er alveg ljóst að hliðlokun af þessari tegund hlýtur að brotna fyrir rest það er búið að veikja jarnið það ryðgar í boruninni og þegar það hreyfist aftur og aftur þá endar það með því að það fer sundur. Svo endilega skoða málið ef að þið eruð  með þessa tegund af hliðlokum.

leikskoli 027

leikskoli 029

leikskoli 031

 


Minn er hugur þungur í dag.

Eina sem að mér kemur í hug til að lýsa því hvað á gengur í Íslensku heilabúi mínu þessa stundina eru þessi tvö erindi  úr ágætu sönglagi sem ég man ekki nafnið á sem stendur

Í dag er ég reiður  í dag vil ég brjóta,

drepa og brenna hér allt niðr í svörð;

hengja og skjóta alla helvítis þrjóta.

Hræki nú skýin á sökkvandi jörð

Farðu í heitasta hel!

Skaki hörmungarél

hnöttinn af brautinni og þá er vel!

Í dag er ég snauður og á ekki eyri,

ölmusumaður á beiningaferð.

Einasta vonin að himnarnir heyri

þó hanga um mig tötrarnir, eins og þú sérð.

Gef mér aflóa fat

eða fleygðu í mig mat!

Því forðastu að tylla þér þar sem ég sat.

 


Eini málsvari þjóðarinnar.

Það mætti alveg spyrja sjálfan sig að því og mér finnst litla athygli vekja að í raun verja erlendir fjölmiðlar okkar málstað meira en þeir fjölmiðlar sem við þó þurfum að greiða nefskatt til eða þeir sem troðið er inn um lúguna á hverjum morgni. Ég get ekki annað en spurt sjálfan mig hvort að þetta sé ein afleiðing fjölmiðla laganna sem að forseti vor neitaði að skrifa undir hér um árið vegna þess að löginn mynduðu gjá milli þings og þjóðar. Sá hinn sami forseti vor hlýtur í dag að vera sjálfum sér samkvæmur og neita að skrifa undir lög um ríkisábyrgð á Iceasve reikningum.

En mér finnst að Íslenskir fjölmiðlar margir hverjir mættu líta í eigin rann og spyrja sjálfan sig hvort að það sé eðlilegt að Financial Time verji málstað Íslensku þjóðarinnar af meiri krafti heldur en að þeir hafa stundað síðustu misserin. Það vantaði ekki stuðninginn við útrásina ef ég man rétt.´

Mér finnst allavega dálítið nöturlegt að ég skuli í dag líta á Financial Times sem einn helsta málsvara minn og þjóðarinnar.  


mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dökkur dagur.

Nú er leiksýningunni lokið tjöldin fallinn og allir klappa í lokinn nema Framsóknarflokkur. Þeir mega þó eiga það að þeir hafa staðið á sínu í þessu máli. Þessi niðurstaða veldur því að ég skoða hug minn varðandi þá flokka sem að hér ríkja. Sem stuðningsmaður þess að við borgum það sem lög og reglur segja en ekki krónu meir og andstæðingur þess að greiða skuldir óreiðumanna sem síðan virðast eiga fé aflögu til að stofna hér fyrirtæki upp á miljarða þá hef ég í dag íhugað hvað til ráða skuli taka.

Ég sé ekki að þeir sem eru mér sammála það er á móti ESB á móti því að létta greiðslubyrðinni af útrásarvíkingunum, eru fylgjandi frelsi einstaklingsins og einkaframtakinu á móti því að ríkið sé ofan í hversmannskoppi og hirði aðra hverja krónu til að geta útdeilt henni eftir því sem að ríkinu hentar og fylgjandi því að taka hart á þeim sem að sigldu skútuna í kaf.

Ég sé ekki að þeir sem eru sama sinnis geti kosið nokkurn þeirra flokka sem nú um stundir eru til. Ekki einu sinni Framsókn vegna Evrópudaðurs þeirra. Ég er á því að við sem deilum þessum skoðunum höfum ekki aðra leið eftir þá niðurlægingu sem að þjóð okkar hefur verið boðið upp á heldur en að vinna að stofnun flokks sem að vinnur að þessum gildum það er þjóðlegan hægri flokk sem hefur enga skömm á því að láta Íslenska hagsmuni ganga fyrir öðrum og lýtur ekki í gras í hvert sinn sem að þarf að eiga samskipti við útlönd.

Þeim sem deila þessari skoðun með mér er vel frjálst að hafa samband. Þau samtök sem að hafa barist fyrir fullveldinu eru og verða góðra gjalda verð en það er nú ljóst að það þarf að spyrna við fótum mun harðar. Svo að það sé á hreinu þá meina ég hægri flokk með stóru H flokk sem að heldur lengra til hægri en VG er til vinstri það er komið nóg af miðju moði í Íslensrki pólitík.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott eða ?

Auðvitað er öll atvinnu uppbygging góð en ég brenndur af reynslu síðustu ára vil fá að vita hverjir eru hluthafar í þessu fyrirtæki ekki bara að hér séu Íslenskir Hollenskir og Bandarískir fjárfestar. Það á einnig að reisa gagnaver á Suðurnesjum þar er einn helsti hluthafi samkvæmt fréttum Björgúlfur Thor. Ég hef ekkert á móti manninum sem slíkum en sem Íslendingur þá vil ég fá þann rétt að jafna mig fyrst á síðustu fjárfestingum hans hér áður en að hafnar eru nýjar. Eins á við um þetta nýja gagnaver hverjir eru þetta hvaða nöfn þetta á allt að liggja á borðinu ég reyndi að Googla það en fann ekki. Í augnablikinu eru Hollendingar að  knésetja okkur eigum við virkilega síðan að taka á móti þeim brosandi eru það einhverjir úr útrásarhópnum sem að leggja til pening í þessar framkvæmdir ég vil fá að vita það og ég geri þá kröfu að sett verði nálgunarbann á viðkomandi einstaklinga í Íslensku efnahagslífi þangað til þeir hafa gert upp við þjóðina.

Það er ekki sama hvaðan gott kemur þó málsháttur segi annað.


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband