Svara þessu af hörku.

Það er einungis ein leið til að svara þessu það er af fullri hörku og hreinskilni en til þess þarf sennilega byltingu og fólk við stjórnvöl sem að þorir að taka á málunum.

Svarið á að vera sú aðgerð að birta allar lánabækur bankanna opinberlega á netinu þá sést hver lánaði hverjum hvaða veð og hvaða hagsmunir eru á bakvið að tala um bankaleynd í þessu samhengi er ekki boðlegt. Hér hafa orðið þannig atburðir að það á allt að koma upp á yfirborðið og síðan eftir hreingerninguna byggjum við upp. Ég er líka nokkuð viss um að margir þeirra sem í mál vilja fara séu ekki ýkja hrifnir að því að fá allt upp á borðið en þá fyrst er hægt að meta hvort að það ætti að bæta þeim eitthvað.

Það er nefnilega engin munur á hræætum hvaðan sem þær koma þær laðast allar að lyktinni og með því að lofta út og þrífa þá gæti áhuginn á leifunum minnkað að mínu mati.


mbl.is Verið að höfða mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband