Bölvað væl.

Ég er búin að fá upp í kok af þessu væli um að vel mentað fólk flykkist af landi brott.
Hvað menntun er góð og hvaða menntun er slæm  getur einhver sagt mér það.
Er ekki gamli maðurinn sem les í náttúruna eins vel menntaður og sá sem getur fjölfaldað innheimtubréf og tekið fyrir það allt að tvöfalda skuldina án þess að blikna eða þeir sem að stigu fram fyrir ári síðan og sögðu okkur hversu bjartar fjárhagslegar framtíðar horfur landsins væru  ekki vantaði þeim menntun. 

Staðreyndin er að mínu mati að það er vinnu að fá og það töluverða vinnu en hluti þjóðarinnar telur að menntun sín sé svo mikil og góð að það sé yfir það hafið að vinna við framleiðslu ummönnunar eða gæslu störf. Það er líka svo vel menntað að launakjör þau sem á að bjóða almúganum meðan er verið að rífa skútuna upp úr öldunni eru ekki því samboðin. Því fer það úr landi meðan að erfiðleikarnir steðja að en ætli flestir geti ekki vel hugsað sér að koma aftur þegar að búið er að taka á og aðrir eru búnir að vinna landið upp úr erfiðleikunum. Er ekki komin tími til að við sem eftir verðum fáum tillögu rétt að því hvort að við viljum fólkið til baka þegar búið verður að ausa dallinn. Er það ekki alveg löggild spurning.

Við skulum ekki heldur gleyma því hvaða menntun meirihluti þeirra sem að sigldi skútunni fram af bjarginu hafði það var ekki menntun sem lærð er í fagskólum eða  í lífinu sjálfu heldur hin góða menntun æðri menntastofnanna og það skildi þó ekki vera samlegðaráhrif milli þess að flestir þeir sem að komu okkur fram af bjarginu og þeir sem að öllu ráða í stjórnkerfinu hafa sömu góðu menntunina úr sömu góðu skólunum þau sátu í sömu bekkjarpartíunum osfrv það skildi þó ekki vera.

Nei meðan að hér vantar fólk í fjölda starfa fyrirtæki geta ekki tekið verkefni vegna mannfæðar bara í dag frétti ég af miljóna verkefni sem fyrirtæki varð að láta frá sér vegna þess að mannskap vantar. Meðan svo er þá get ég ekki litið öðruvísi á en að staðreyndin sé sú að fólk vilji ekki vinna hvað sem er og finnist sum störf sér ekki samboðin sem er ekkert annað en hroki.

Það er vel skiljanlegt að fólk sem að fær ekki vinnu leiti sér starfs þar sem störf er að fá ég hef sjálfur unnið störf sem að teljast ekki á mínu sviði og víða um land þar sem vinnu var að fá þetta er nefnilega ekkert fyrsti samdrátturinn sem að ríður yfir landið. En það er alveg óþarfi að vera að tala land og þjóð niður ef að staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki þiggja þá vinnu sem að í boði er..

Menntun fer ekki í taugarnar á mér, menntafólk fer ekki í taugarnar á mér, en ég vil frekar kalla það langskólagengið fólk  það er meira réttnefni.
En orðið góð menntun fer afskaplega í taugarnar á mér enda búin að sjá og reyna á hálfri öld að það eru margir skólarnir í lífinu og allur vísdómur er ekki ritaður á bókfell. 
Meiri hluti þeirra sem að störfuðu í útrásinni og fjármálafloppinu mikla höfðu það sem kallað er æðri menntun og í fréttum er yfirleitt verið að vísa til menntunar af þessum toga þegar talað er um atgervisflótta fólks með góða menntun:

Eitt er alveg ljóst  og það er að Ísland fór ekki á hausinn vegna skorts á velmenntuðu fólki en aftur á móti virðist það eiga að koma í hlut hinna svokölluðu ekki velmentuðu að verða eftir og byggja upp rústirnar.

 

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

*****

halkatla, 17.8.2009 kl. 14:18

2 identicon

Mikið er ég sammála þér í þessari grein. Það er nákvæmlega þannig að þegar allt um þrýtur í útlandinu þá skríða Íslendingar aftur heim t.d. til þess að nýta sér heilbrigðiskerfið okkar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband