Skapandi hugsun.

"Allir samningar eru þannig að þeir eru opnir undir túlkun og ég tel að með skapandi hugsun sé hægt að færa rök fyrir því að þessar breytingatillögur rúmist innan marka samninganna "

Svo mælir utanríkisráðherra mér finnst honum mælast vel og hef nú þegar litið yfir húsnæðislánasamninga mína og hef komist að því að með skapandi hugsun er alveg ljóst að mér ber ekki að borga hinar auknu byrðar sem að hafa verið lagðar á mig vegna þeirra glæpaverka sem framin voru á krónunni og ullu því að greiðslubyrði mín hefur vaxið um hartnær 20.000 Kr á mánuði. Því má sennilega búast við að ég mæti eins skapandi og ég nú er niður í Íbúðalánasjóð eftir helgi og fari fram á að greiðslubyrðin verði lagfærð og aðlöguð að því sem hún var áður og síðan látin fylgja verðbólgumarkmiðum þeim sem voru í gildi.

Mikið dómadags bull er þetta nú í mér ég veit nákvæmlega eins og að Össur ætti einnig að vita að svona tiktúrur rúmast ekki innan samninga og ef að þær gera það eru samningarnir stórhættulegir því að ef að þessar breytingar rúmast innan þeirra af okkar hálfu hvaða túlkun og breytingar rúmast þá innan þeirra af Breta og Hollendinga hálfu samningarnir eru jú milli þriggja aðila. Samningar þó skapandi séu hafa ekki svona svigrúm nema að þeir séu ómögulegir og galopnir.

Því er það að ef að Icesave samningunum verður ekki hafnað af samningsaðilunum eftir þessar breytingartillögur þá mun ég alla tíð líta svo á að einhverstaðar í þeim felist stór hætta fyrir Ísland og Íslenska þjóð.


mbl.is Össur: Tillögurnar eru innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Ætli það sé hægt að fara á svona námskeið í skapandi hugsun??

Sigurður Ingi Kjartansson, 16.8.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband