Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Ekki fyrir mig

Ég þarf ekkert á samúð þessara þjóða að halda en aftur á móti geri ég þá kröfu til þeirra sem málum ráða hér að þeir standi í lappirnar og nái fram réttlæti fyrir þjóðina. Við eigum ekki að borga nema það sem okkur ber með lögum og hvað það er eru langt í frá allir lögfróðir sammála um.
mbl.is Íslendingar verðskulda samúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta verkin tala

Nú þarf að spara gjaldeyri í raun þarf alltaf að spara gjaldeyri og styrkja innlent Það er auglýst stíft að menn eigi ekki að styrkja svarta vinnu og einnig að menn eigi að versla innlent. Því er það sjálfsögð krafa á hendur landfeðra og mæðra að þau andskotist til að gera það sem að þau ætlast til af þegnum sínum. Það er allavega mín skoðun. Það er lágmarkskrafa að ríkið versli að minnstakosti við þá sem að það beitir svipunni á.


mbl.is Sementsverksmiðjan gengur út október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að fella þetta.

Nú hefur allt sumarið farið í tvö mest áríðandi málefni endurreisnar Íslands að mati stjórnarflokkanna. Það er að þröngva í gegn gæluverkefni huldumannaflokksins, umsókn að aðgöngulykli í glæsisali Evrópusambandsins þar sem gleði ríkir allan sólarhringinn og kappar fara svo mikinn að lýsingin á unaðssemdunum minnir mann mest á fornar sögur úr Valhöll þar sem æsir sátu að sumbli. Það skildi þó ekki vera að huldumenn og konur dreymi um veru í sölum Valhallar.

Hitt málið er löngun þeirra Nafnlausu og Veðurvitanna  en í dag er varla hægt að komast hjá því að líkja VG við veðurvita því stefnan virðis fara eftir því hvernig vindurinn blæs dag hvern, þeim sem kusu þá til mikilla vonbrigða Það er áberandi löngun þeirra til að borga Icesave það er að láta aðra okkur hina, þjóðina borga skuldir fallins einkabanka sem kunni fótum sínum ekki forráð. Ef þeim langar mikið til að borga þá mega þeir það mér langar hins vegar ekkert til þess og áskil mér rétt til að neita því.

Til þess að koma þessu máli í gegn er öllum brögðum beitt svo að allt að því má líkja aðförunum við aðferðir sem beitt var á hunda hreinsunar dögum sem áttu sér stað í sveitum landsins fyrir löngu þá voru hundar sveitarinnar færðir á ákveðin stað og gefið lyf til þeir losnuðu við orma.

Til hreinsunarinnar var notuð ólyfjan sem margir hundarnir vildu ekki kyngja frekar en stór hluti þjóðarinnar vill ekki kyngja  Icesave.
Óólyfjaninni var pakkað í alskyns hnossgæti til að plata þá og ef barnsminnið bregst mér ekki þá voru þeir sem baldnastir voru einfaldlega teknir og ólyfjaninni troðið ofan í þá. Þær aðfarir sem notaðar eru til að fá þjóðina til að gleypa þessa Íslensku Versalasamninga finnst mér um margt minna á þessar aðferðir það eru notuð blíðu hót fallega matreiddar niðurstöður oft með frekar bragðlausu innihaldi og hótanir þegar annað bregst. En éta skulum við ólyfjanina hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Fyrir okkur þjóðina verður niðurstaðan að lokum eins og í hundakofanum við liggjum emjandi í forinni með iðraverki meðan að detoxun á sér stað.  Hundahreinsunin tók þó bara einn dag en sú hundahreinsun sem á að bjóða þjóðinni kemur til með að taka áratugi og ekki gefið að allir munu ganga uppréttir á eftir

Þórbergur Þórðarson skrifaði
" Í þjóðfélagi því sem að vér eigum við að búa er hinu meira fórnað fyrir hið minna, sálinni fyrir líkamann,þekkingunni fyrir fáfræðinni, vitinu fyrir vitleysuna, gáfunum fyrir heimskuna, kærleikanum fyrir grimmdina, siðferðinu fyrir spillinguna, réttlætinu fyrir ranglætið, mannorðinu fyrir peningana, sannleikanum fyrir lygina, andanum fyrir andleysið, himnaríki fyrir helvíti" . 
Mér finnast þessi orð eiga við í dag þó rituð séu af Þórbergi á síðustu öld.

Fellum Icesave og ESB og byggjum hér okkar þjóðfélag þar sem frelsi einstaklingsins verður áfram sá drifkraftur sem knýr þjóðfélagið áfram.
Lifi gamla Ísland það dugði mér og forfeðrum mínum ágætlega þangað til reynt var að klæða Fjallkonuna í Gucci.
Skautbúningurinn fer Fjallkonunni best og er ekki klæðnaður til að skammast sín fyrir.


mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í blóma.

í fréttinni er sagt eftir forstjóra Haga
" „Nýliðinn júlímánuður var einn sá besti í sögu félagsins.  Því er augljóst að stefna félagsins að bjóða sama verð um land allt fellur viðskiptavinum vel"
Hagar eiga virðingu skilið að bjóða sama verð um allt land en það borgar alltaf einhver kostnaðinn og hann kemur bara inn í vöruverðið þannig að Hagar hafa þá stefnu að setja láta alla landmenn bera flutningskostnaðinn að mínu mati og ég sé ekkert athugavert við það. En fyrirtæki í viðskiptum gefur ekkert enda væri það varla með einn besta mánuð í sögu fyrirtækisins þá þannig að viðskiptavinurinn borgar alltaf að lokum.


Mitt vit á þessum málum er ekki mikið en í dag ríkir kreppa í dag sparar fólk við sig og veltir hverri krónu fyrir sér en á sama tíma á fyrirtæki í verslunarrekstri einn sinn besta mánuð. Samt er fullyrt að kostnaði sé ekki velt út í vöruverð nema að mjög takmörkuðu leiti, hér ríki blóðug samkeppni á markaði ég get því ekki annað en velt því fyrir mér að það sé einhverstaðar fölsk nóta í spilverkinu öllu. Þá á ég við hvernig er hægt að ná einum besta mánuði í sögu fyrirtækis við þessar aðstæður það hlýtur að vera viðskiptalegt kraftaverk ef það er rétt sem að okkur er sagt að verslunin sé að kikna vegna þess að hún taki á sig stóran hluta þeirra kostnaðarhækkana sem orðið hafa.
En kannski hefur hún bara ekkert gert það heldur rúllað því yfir á neytendur eins og alltaf áður.


mbl.is Segja rangt að Hagar séu í gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fækka eða fækka ekki.

Það flytja 20.000 erlendir ríksiborgarar til Íslands árið 1 til 10 og á þeim tíma fæðast þeim sem að hafa haft heimilisfesti í landinu lengur en 10 ár 5 000 börn. Íbúafjölgunin er því 25.000. Árið 11 fæðast innfæddum það er fólki með lengri búsetu en 10 ár á landinu síðan 5.000 börn  en 5190 af þeim erlendu ríkisborgurum sem til Íslands fluttu til að vinna við framkvæmdir flytja í burtu. Hvort fækkaði Íslendingum um 190 eða fjölgaði um 5000 á árinu 11


mbl.is Jafnvægi í búferlaflutningum 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarstefnan

Það virðist vera erfitt fyrir mannfólkið að koma sér út úr þeirri jafnaðarstefnu sem að lýst er svo vel í bókinni Animal Farm það er að sumir séu alltaf jafnari en aðrir. Ég skil ósköp vel að það sé freistandi að taka skuldir þeirra verst settu og létta á þeim greiðslubyrðina en ef að ráðherrann hefur lög að mæla setur það einungis þyngri greiðslubyrði á þá sem næstir eru og svo koll af kolli þar til allir eru fallnir. Hann segir sjálfur að niðurfelling skulda dragi úr getunni til að skapa verðmæti á ný.
Þessi aðferð er óréttlát hún lætur þá sem að fóru varlega bera byrgðar þeirra sem að ekki fóru varlega og við sem að stigum létt til jarðar erum búnir að fá nóg af því að axla byrðar annarra ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem að þeirri aðgerð hefur verið beitt á bak mitt síðustu 50 árin og mér finnst komið nóg.

Eina leiðin er jöfn niðurfelling skulda yfir línuna og síðan sértækar aðgerðir fyrir þá sem að það dugar ekki fyrir. Sumum er ekki hægt að bjarga það verður að viðurkenna það en er einhver ástæða til að hengja fólk í klafa óréttlátra gjaldþrota laga hvernig væri að breyta þeim og setja lög um að ef eignir dugi ekki fyrir lúkningu skulda er málinu lokið og einstaklingur getur hafið lífið að nýu og skapað vermæti í þjóðarbúið það væri hin rétta leið en hún skilar ekki eins miklu í kassana fyrir innheimtustofnanir sem að fitna nú sem aldrei fyrr. 
Jöfn niðurfelling kemur í veg fyrir vinargreiða og pólitískar bjarganir sem að menn virðast ekki geta vanið sig af hér á landi.

 Þeir sem eiga fjármagn eru auðvitað á móti þessu en höfum í huga hve miklu af eignum þeirra var bjargað með neyðarlögunum það ætti kannski að birta lista svo allt sé upp á borðinu hverjir áttu það fjármagn ég er hræddur um að það myndi valda smá titringi í þjóðfélaginu væri það uppi á borðinu hverjir væru til dæmis þeir 100 einstaklingar sem að höfðu mestan hag af neyðarlögunum
Við maurarnir áttum fæstir meira en 3000 000 á reikningum þannig að fyrir stóran hluta þjóðarinnar skiptu neyðarlögin engu máli varðandi björgun eigna en þau skiptu þann sama meirihluta miklu máli varðandi rýrnun eigna því að peningurinn til að borga þennan pening kemur úr vösum okkar gegnum hækkandi höfuðstól lána.

Síðan er ég farin að velta því fyrir mér hvort að það sé ekki fólk með góða menntun en ranga á okkar háa Alþingi Þar eru að meginstofni lögfræðingar viðskiptafræðingar og fólk menntað í akademíunni en ég held að það sé enginn iðnaðarmaður og mjög fáir sjómenn og skúringakonur og fólk úr hinum svokölluðu millistéttum. Því þarf að breyta að mínu mati.
Hin akademíska menntun að mínu mati er byggð á staðreyndum og kenningum settum fram af hinum færustu mönnum og þær eru réttar en því miður er hin mannlegi þáttur breytanleg stærð og hefur í gegnum tíðina oft gert hinar bestu kenningar marklausar þegar hegðun mannskepnunnar verður ekki eins og búið var að reikna út. Það þarf fleira fólk þarna sem menntað er í hinum margbreytilega og harða skóla lífsins sem fellir nemendur miskunnarlaust ef þeir læra ekki heima.
 
Lög og viðskipti snúast síðan um markaðsmál og reglur og það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk sem hefur starfað að  hámarka framlegð eða við að krefja fólk um skuldir sínar, að skilja það sem þarf að gera núna það er einfaldlega andstætt öllu sem þeim hefur verið kennt. Það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk með þennan grunn að skilja nauðsyn þess á að strika út skuldir og arð þó ímyndaður sé.

Iðnarmenn aftur á móti vinna alla daga við að laga það sem aflaga fer og byggja nýtt þannig að þeim ætti ekki að vaxa í augum sú staðreynd að núverandi kerfi er ónýtt það þarf að laga það og endurbyggja án þess að halda upp á ónýtu hlutina. Sjómenn og iðnverkafólk framleiða verðmæti vinna sem kemur til með að draga okkur upp úr kreppunni því ættu þessir hópar ásamt öðrum hópum sem að skapa verðmæti að eiga fjölda fulltrúa á þingi.
Síðan og ekki síst þá tók ég hreingerninga fólk sem dæmi því að nú þurfum við á fólki að halda sem að kann tökin á því að gera hreint og moka út skítnum oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn og ekki væri verra að hafa fólk úr þeim umönnunar stéttum sem að sýna lasburða fólki kærleik því margir þurfa á kærleik að halda í dag.

Kannski er vandi okkar að vantar meira af svona fólki á Alþingi svo að því veittist léttara að hugsa um fólk og þarfir þess heldur en um peninga og hag þeirra sem þá eiga. Væri það ekki líka aukin jöfnuður ef að á þingi sæti fólk sem að væri spegilmynd þjóðfélagsins alls en ekki bara hluta þess.

 


mbl.is Ráðherra vill afskrifa skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var RUV að hugsa

Horfði á hina frábæru mynd um peninga málin í gær en hvað er RUV að hugsa að hafa hana til sýningar langt fram á nótt í miðri vinnuviku. Ég fer fram á að hún verði sýnd aftur og nú á tíma þar sem að við getum horft á hana án þess að klukan sé orðin hálftvö að nóttu

Libíumenn kunna það

Sennilega vantar okkur okkar Gaddafi alla vega er hér þjóð sem að svarar fyrir sig en leggst ekki marflöt þegar þeim finnst þeir beittir ranglæti.  Það er sparkað í okkur og þá skríðum við að rúmstokk kúgarana og grátbiðjum um að fá að skríða upp í
mbl.is Bað Líbýumenn afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speki Dagsins

Þetta eftir Pál Vidalin á vel við í dag

Forlög koma ofan að
örlög kringum sveima
álögin úr ýmsum stað
en ólög fæðast heima

 


Sparnaðurinn byrjaður.

Loksins er byrjað að spara annarstaðar en á öryrkjum öldruðum og barnafólki. Næst vil ég sjá að við segjum okkur úr Norðurlandaráði enda engir sérstakir vinir okkar þar síðan yfirgefum við Nato og verðum trúverðugir friðarboðar Sameinuðu þjóðirnar mega mín vegna fylgja sömu leið. Síðan einbeitum við okkur að samstarfi við Færeyjar og Grænland og viðskiptum við Nafta.
mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband