Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Sjálfstæðisflokkurinn

Svo bregðast nú krosstré sem aðrir raftar.

Ég hef staðið í þeirri meiningu að það að vera Sjálfstæður þýddi að maður léti ekki kúga sig léti ekki beita sig rangindum að maður þyrði að fara á móti straumnum og ég hélt að stefna Sjálfstæðisflokks væri í þessa veru. En sennilega hef ég haft rangt fyrir mér eða þá að þingmönnum hans ofbýður hið vaxandi kjörfylgi og vilja gera eitthvað í málunum strax.

Ég vil ekki borga skuldir einkafyrirtækis ég hef aldrei viljað borga þær og ég kem til með að styðja hvern þann sem að er mér samstíga í því. Menn láta ekki undan rangindum þó að það sé erfiðaðra en að standa á móti straumnum.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velheppnað útboð

Þetta er greinilega enn ein velheppnuð aðgerðin í boði gæfulausra og illa heppnaðra stjórnvalda sem að virðast ekki geta eitt einum degi án þess að auka velferð sina einhverstaðar.
Eða hafa skötuhjúin ekki verið að tala um velheppnað skattkerfi, velheppaðar aðgerðir fyrir skuldug heimili, velhepnaða velferð og fleira, meðan staðreyndin er sú að eina sem þeim hefur tekist er að verja þá sem eiga fé og standa þeim nær.
Hinum almenna íslendingi hefur verið réttur fingurinn æ ofaní æ

Það sér hver maður að það er eitthvað skrýtið ef að hægt er að bjóða 60 % af kostnaðarmati í verk sem byggt er á launum að mestu leiti og við skulum athuga að þetta kostnaðarmat er sennilega unnið upp úr eldra tilboði sem að þá hefur líka verið undir kostnaðarmati það þarf að hafa það á bak við eyrað að hafi síðast verið boðið 50 % undir kostnaðarmati nota tilboðsaðilar oft síðasta tilboð sem viðmiðun ef það er gert þá er tilboðið í dag orðið - 50%  - 60% frá kostnaðarmati sem að gilti meðan fólk gat enn lifað af þessari vinnu.

Verkalýðshreyfingin mun síðan ekki gera neitt eins og venjulega nema að furða sig á að aldrei mæti neinn á fundi hjá þeim.
Það skildi þó ekki vera að eigi að vinna rekin með ferðamönnum eins og hefur tíðkast í sumum geirum.

Mig langar að vita

Hver eru síðan laun þerra sem að starfa í þessum geira.
Hvað er stórt hlutfall þeirra erlendir ríkisborgara
Bera stjórnvöld ábyrgð ef að dauðsföllum fjölgar vegna verri þrifa.´


mbl.is Tóku tilboði sem er 60% af kostnaðarmati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið

Og Drottningin leit út um gluggann snéri sér að þernu sinni og sagði. "afhverju borða þau bara ekki kökur"

Þessi orð hafa oft verið notuð sem dæmi um sambandsleysi við þegna sína eða innilokun í eigin heima eða algjöra vannþekkingu á lífi hins almenna borgara.

Ég get ekki gert að því þegar ég les fréttir af starfi Alþingis og stjórnvalda þessa daganna að það sé greinilegt að sagan fer alltaf í hring og ekkert breytist.


mbl.is Skyldur höfuðborgar verði skilgreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin sækir framm.

"Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, hélt á lofti mikilvægi félagslegs réttlætis, og benti á það að skattar á 3.500 tekjuhæstu Íslendingana skiluðu hærri fjárhæð en sem þyrfti til þess að reka sjúkrahúsið á Akureyri. Mikilvægt sé að halda áfram í þeirri sókn."

Ég verð nú að segja að ekki finnst mér nú mikið réttlætið ef að þetta er það allt  hvað um hina 300.000 sem skattpindir eru út yfir gröf og dauða og sé þetta öll sóknin sem að hægt er að hreykja sér af þá er það enn sorglegra. Verst er það þó að til þess að ná þessum árangri hefur stjórnin farið langt með að ganga frá hinum hluta landsmanna það er þeim hluta sem húnhefur ekki hrakið úr landi. 

Síðan þarf sennilega ekki að skattleggja nema einn fljótlega til að reka sjúkrahúsið á Akureyri með sama niðurskurði verður ekkert rekið þar né annarstaðar á landsbyggðinni en sparpera í útiljósinu.

Græn skattheimta er fínt orð yfir skattheimtu þar sem að níðst er af enn þá meiri þunga á þeim sem að þessi stjórnar ómynd þykist vera að hlífa meðan hún lækkar verð á lúxusvörum þeirra sem að nutu peningabjörgunar stjórnvalda í hruninu.
Þeirra sem að stjórnin er í raun að vinna fyrir en heldur að engin sjái það og lifir í þeim draumi að einhver trúi þeim. Það eru allir löngu búin að sjá beinaberar kjúkur hina berrössuðu íslensku keisara það skrýtnasta er að við erum svo arfaslöpp einhvern vegin að við gerum ekkert í því. Skrýtið

En hafi tilgangur skattkerfisbreytingarinnar verið að níðast á þeim sem minna mega sín hefur það tekist vel.
Dæmi Þeir sem að hafa orðið að taka út séreignarsparnað sinn til að lifa af njóta þess nú að barnabætur þeirra eru skertar vegna þess greinilega velheppnuð skattkerfisbreyting sem að nýtist sérstaklega til að létta þeim efnaminni lífið eða hvað.


mbl.is Skattkerfisbreytingar tekist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband