Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Af hverju venjulegt fólk fer ekki í pólitík.

Í dag hefur að mínu mati komið í ljós hvers vegna venjulegum Íslending dettur ekki í hug að taka þátt í pólitík. 
Ef atburðir dagsins eru skoðaðir þá er ljóst að dagar Shakspears og annarra tragedíu og bakstungu sagna höfunda eru liðnir undir lok Hamlett og Macett eru lesefni í sjö ára bekk miðað við þær framtíðar sögur sem sagðar verða um atburði dagsin í dag.

Að hluti þessa hóps skuli hafa starfað saman á sama vinnustað einhvern tíman er mér venjulegum manninum óskiljanlegt. Ég hef nefnilega vanist því að fólk axli sameiginlega ábyrgð á því sem framkvæmt er. Það má segja að VG séu saklausastir í þessu og ég hneykslast ekki á þeim vegna þess að ég bjóst við þessari afstöðu frá þeim enda viðhalda menn sakleysinu vel með því að gera ekki neitt og vera alltaf á móti. Ég hneykslast á Framsókn vegna þess að ég tel að orsök hrunsins liggi lengra aftur og hefði viljað sjá þarna nöfn Framsóknarmanna nokkra ef á annað borð á að fara þessa leið. En því miður gátu þeir ekki stillt sig um að henda steini þó þeir séu ekki saklausir að mínu mati. Í raun tel ég engan starfandi þingmann á þeim tíma sem hrunið var saklausan.

Frá mínum bæjardyrum séð þá átti að ákæra alþingi allt og ég hef sagt það áður það ber allt ábyrgð á því hvernig fór. Ef að það er satt að 3 einstaklingar beri ábyrgð á því hvernig fór til hvers er ég þá að borga hinum 60 pening fyrir vinnu sem greinilega er ekki unnin. Það má kannski segja að það ætti frekar að ákæra þá 60 sem ekkert gerðu, fyrir að þiggja laun á fölskum forsendum það er jú verið að ákæra bótaþega fyrir að þiggja bætur á fölskum forsendum.

Annað vekur athygli mína en það er að enginn spyr hvorki Jóhönnu eða Steingrím hvort að ekki hefði komið til greina að Jóhanna og Össur hefðu verið þarna líka þau voru jú í þeirri stöðu að þeim hefði átt að vera kunnugt um málið. En það væri nú sennilega að fara fram á of mikið að fara fram á að fjölmiðlar spyrðu einhvers sem að gæti verið til óvinsælda hjá ráðamönnum þeir hafa ekki synt svo mikið frumkvæði undanfarið. Síðan er spurning hvort að fölmiðlar eigi ekki heima fyrir landsdóm líka.

Það er síðan spurning í mínum huga hvort að ekki þurfi að draga fyrir landsdóm það fólk sem að nú í langan tíma hefur staðið í vegi fyrir allri uppbyggingu á landinu til að koma hjólunum á stað. Það kemur á óvart að framleiðni minnkar. Hún gerir það auðvitað þegar allri orku er beint í frá verðmætasköpun yfir í einhvern syndarheim þar sem vermæti eru huglæg en skapa engan raunverulegan arð.

Ef einhver leggur þá meiningu í orð mín að hér sé verið að bera blak af einhverjum Sjálfstæðismönnum þá er það rangt mér gæti ekki verið meira sama hvort að einhver eða hver verður dregin fram og hent fyrir ljónin til að friða almenning eða eins og Jóhanna svaraði fréttamanni sem að spurði hvort hún hélt að nú færðist ró yfir fólk og hún svaraði ef ég man rétt að hún vonaðist til þess.  Þann skilning legg ég í þessi orð bæði spurningu og svar að þessu sé ætlað að telja okkur trú um að nú sé réttlætinu fullnægt.

Það er mín skoðun að ótalmargir aðrir sem talað var við í dag hefðu átt að segja ég bar ábyrgð líka.
Á ögurstundum jjafnvel þó að líf hafi legið við hefur fólk stigið fram og axlað ábyrgð með félögum sínum því er ekki fyrir að fara í dag. Mér finnst þetta líkara innikróuðum hóp í kofa með úlfum fyrir utan sem að ákveður að henda nokkrum félögum sínum út í von um að það sefi hungur úlfanna svo að þau sleppi sjálf. 
Meiri reisn hefði verið að stíga fram sem hópur og axla ábyrgðina saman sökin liggur um allt stjórnkerfið og það að draga einhverja 3 einstaklinga til saka fyrir þetta er einn almesti kattaþvottur  og opinberun á hugleysi sem að ég hef upplifað á minni ævi að mínu mati.

Hvenær ætla svo stjórnvöld að fara að hundskast til að horfa fram á vegin og hætta að gera sjálfan sig og sitt getuleysi betra með því að velta sér upp úr löngu liðnum atburðum. Það þekkja flestir í lífinu að maður notar það liðna til að læra af en veltir sér ekki upp úr því um langa framtíð það  leiðir til vesaldóms  eins og hefur rækilega sannast á þeim stjórnvöldum sem nú ríkja.

Frá mínum bæjardyrum séð þá hafa atburðir dagsins í dag gert venjulegan borgara enn fráhverfari pólitík og því sem hún snýst um. Til er spakmælir sem segir að maður þekki engan fyrr en að maður hafi skipt með honum arfi. 

Nú mætti segja
"Engin veit hver vinur er í raun fyrr en setið hafa saman einn vetur á þingi"

Kannski er ég skrítinn en ég hefði viljað sjá í mínum ymindaða heimi tvær spurningar
Fréttamaður spyr.   Jóhönnu Telur þú þig ekki bera ábyrgð líka þú varst jú í innsta hring á þessum tíma og Steingrím ef á að draga menn fyrir dóm samkvæmt þessu gildir þá ekki sama um þær blekkingar sem hafa verið viðhafðar gagnvart Icesave?


mbl.is Alvarleg vanræksla á starfsskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti ekki að ákæra þingheim allan.

Ég er þeirrar skoðunar að eigi að kalla saman landsdóm þá eigi að kalla alþingi allt fyrir þann dóm. Alþingi er jú hópur fólks sem vinnur að stjórnun landsins. Því væri það eina rétta að mínu mati að kalla það allt fyrir landsdóm og í raun væri spurning hvort að ekki ætti að breyta þjóðfundinum um stjórnarskránna í hálfgerðan landsdóm Íslendinga yfir störfum Alþingis sem sat þegar hrunið varð.

Að ætla sér að taka einn til fjóra út úr hópnum og ákæra þá finnst mér vera kattarþvottur. Það á að messa yfir hópnum öllum stór hluti hans myndi þegar vera talin laus allra mála þó að það segi kannski nokkuð um það hvernig þeir hafa rækt störf sín annar hópur fengi þann dóm að hann hefði reynt að vara við en engin hlustað og kannski yrði einhver hópur dæmdur sekur um vanrækslu.

En það að einhver hópur sjálfur rannsaki sjálfan sig og ákveði síðan hverjum eigi að fórna minnir svona á Rómverskt hringleikahús með þeirri breytingu að skylmingarþrælarnir sjálfir ákveða hverjum á að fórna til að friða múginn og breytt er mannlegt eðli ef að hefnigirni og pólitísk þrætumál spila ekki þar inn í að hluta. Þó ættu þeir sem ráða í dag að muna að völd eru hverful og siguvegari dagsins í dag getur verið nár á vígvellinum næsta dag


mbl.is Nefndin hittist aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kórrétt

Þetta er kórrétt hjá fjármálaráðherra það sem sokkið er til botns er stöðugt þar sem það situr í leðjunni og svo fer að verða um Íslenkahagkerfið það situr stöðugt á botninum enda búið að taka úr því alla flothæfni.
mbl.is Hægt og bítandi að endurheimta stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað.

Þegar engin er uppbygging engin aukning framleiðslu ekkert gert sem skapar áþreifanleg verðmæti þá dregur úr samkeppnishæfni. Með sama áframhaldi þá verður samkeppnishæfni okkar svipuð og á söguöld. Við verðum bara að vona að einhver skrifi einhver góð bókmenntaverk á þessari Sturlungaöld hinni nýrri svo að það verði frekar munað eftir þeim en sleifarlagi og aumingjadómi þeirra sem hér ríktu á þessum tíma

Stórnvöld sem ekkert gera þarfara en að reyna að stöðva alla uppbyggingu og að reyna að koma landinu undir erlenda stjórnsýslu eru ekki stjórnvöld sem nein þjóð á skilið ekki einusinni hin Íslenska þjóð.

 


mbl.is Dregur úr samkeppnishæfni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánastofnanir tala.

"Helgi lýsti erfiðri stöðu fyrirtækisins sem ekki á fyrir skuldbindingum næsta árs. Hann sagði að aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til hefðu skilað þeim árangri að lánastofnanir væru a.m.k. farnar að tala við OR."

Eftir því sem að ég skil og veit best eru á meðal þessara lánastofnanna Lífeyrissjóðir okkar landsmanna. Ég hef mína skoðun á þeim lánastofnunum og þeim fjárfestingum sem að þær stóðu í og þeim launum sem að þær borga og ætla að halda henni fyrir mig enn um stund..

En sú staðreynd að okkar eigin bakhjarlar okkar eigin sjóðir okkar eigin fé vinnur harðast gegn kjörum okkar hér á landi að mínu mati segir all nokkuð um þetta apparat. Er ekki bara komin tími á að leggja það niður og mynda einn ríkislífeyrissjóð þar sem að allir hafa jafnan rétt og menn eru frjálsir til að auka við sig með sér sparnaði. Eða hvaða skoðun aðra er hægt að hafa á því ef rétt er sem fram kom í fréttum fyrr á árinu að lífeyrissjóðir töluðu ekki við OR fyrr en fyrirtækið hækkaði orkuverð

Það er einnig mín skoðun að sjóðir sem fjárfesta í flugrekstri, verslunarrekstri og rekstri sem að er í samkeppni við þann rekstur sem borgar öðrum sjóðsfélögum laun hafi ekki lært neitt undanfarin ár.
Þessir sjóðir vilja sýna arð og hann næst ekki nema með háu vöruverði og háu verði á þeirri þjónustu sem að fyrirtækin veita það er því ljóst hvert okkar eigin sjóðir ætla að sækja peninginn. Þeir ætla að hirða það sem að Jóhanna og Steingrímur ná ekki. Það er því ljóst að matarkarfan orkuverð og fargjöld hækka enn og þar með vísitalan (þetta er þó ekki planað) og þetta er að hluta í boði okkar eigin já okkar eigin sjóða.

En það er nú bara mín skoðun,


mbl.is Eigendur endurgreiði arðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótlært

" því hafi ekki verið veitt nein  svör  um  þetta  stóra  mál,  nema þau sem komu frá borgarfulltrúa Besta  flokksins  um  að ekki væri hægt að útiloka skattahækkanir,  gjaldskrárhækkanir eða uppsagnir," segir í bókuninni."

Ég segi nú bara að póítíkin er greinilega auðlærð. Bestir kara orðið framúr fyrirennurum sínum fjórflokkunum í pólitík enda lang bestir.

 


mbl.is Gagnrýna fjarveru á fundi borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki fréttin í raun um fækkun ný skráninga

"Nýskráningar bíla fyrstu átta mánuði ársins  voru 2822 sem er 21,6% aukning frá sama tímabili í fyrra.Þetta kemur fram í nýjum Hagvísum Hagstofunnar. Síðastliðna 12 mánuði, til loka ágúst voru nýskráningar bíla 3331 en það er 6% fækkun frá fyrra tólf mánaða tímabili."

 Heitir þetta ekki að dragast saman á ársgrundvelli en það myndi ekki passa við það að kreppan sé búin tilkynningu þeirra hjúanna.


mbl.is Nýskráningum bíla fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri blessun

Það væri að mínu mati blessun ef Icesave yrði þess valdandi að neyðarlöginn yrðu feld. Hvaða hemja er það að yfirgnæfandi hluti allra þeirra fjármuna sem að ´fóru í að tryggja innistæður hafi lent  hjá örprósenti innistæðu eigenda sem voru hverjir. Ætli þar megi ekki finna stórann hluta útrásarvíkingana slatta af þingmönnum og öðrum fyrir mönnum sem að þar með eru óhæfir til að setja þessi lög.  

Fyrir svo utan það smáatriði sem er að verða öllum deginum ljósara nema þeim sem stungið hafa hausnum svo djúpt í sandinn að ekki nýtur sólar. En það er það smáatriði að okkur sem þjóð kemur bara Icesave ekkert við.


mbl.is Liggur ekkert á að semja um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir predikun

Nú er hafin hinn reglubundni sálmasöngur fyrir predikun

Það er að horfa verði til verðbólgumarkmiða og hins og þessa við gerð komandi kjarasamninga. Þetta er sami söngurinn um sama þreytta málið því að þeir sem eiga að horfa til þessara mála eru alltaf sama fólkið það er launþegar öryrkjar og eldri borgarar þeir eiga enn að taka á sig birgðarnar.

Elítan svokallaða telur sig ekki búa hér á landi heldur í einhverju Shangri La og ætlar ekki og hefur aldrei tekið þátt í að halda hér neinum stöðugleika eða bera einhverjar birgðar. Því segi ég sem þáttakandi í alltof mörgum verðbólguhamlandi stöðugleika samningum.
Samningum sem ekki hafa fært mér neinn stöðugleika heldur fært arðinn af ævi vinnu minni á hendur einhverra annarra. 

Því segi ég hingað og ekki lengra enga andsk.... stöðugleika samninga heldur leiðréttingu og réttlæti. Það væri til dæmis góð byrjun áður en farið er að væla um að menn óttist hækkanir að menn lækkuðu fyrst í takt við hækkandi gengi. Þessi sálmasöngur hefur oft hljómað illa en nú er hann hreinlega falskur.

Og hana nú.


mbl.is Óttast verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulítið skondið

"Þá eru fleiri íbúar höfðborgarsvæðisins óánægðir með borgarstjóra en íbúar landsbyggðarinnar"

Það er alltaf dulítið skondið og segir manni margt að mínu mati þegar heimilisfaðirinn er vinsælli í næsta húsi heldur en heima hjá sér. Kannski getum við leigt landsbyggðinni borgarstjóra vorn og fengið þannig upp í skuldir.


mbl.is 40% ánægð með störf borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband