Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Orð í tíma töluð.

Þetta eru orð í tíma töluð þau störf sem að koma til með að rífa okkur upp úr feninu og þær hendur sem að munu taka á spottanum verða i þessum greinum að mestu. Verst er að búa við stjórnvöld sem að vinna á móti þeim stéttum sem að við þetta starfa og gera hvað þau geta til að leggja steina í götu þeirra hvenær sem tækifæri gefst til.

 


mbl.is Auka þarf vægi iðn- og tæknigreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin mjúka hönd Steingríms

Stjórnvöld hafa talað mikið fyrir gæðum úrlausna sinna fyrir fólk í landinu greiðsluaðlögun tilsjónarmenn og hvað þetta heitir nú alt sem að fólk á að hafa aðgang að. Þetta er frábært kerfi og svo réttlátt.

Manneskju er lánaður peningur af stofnun sem að ráðleggur henni hvernig best er að hafa þetta svo að lífið verði sem bærilegast fórnarlambið gleypir agnið tekur lánið. Stofnunin ræðst síðan á allar forsendur sem að gerbreytast alt fer á vonarvöl.
Þeir sem að ollu hruninu eru hreinsaðir og það ekki einu sinni í eldi heldur ilmolíu en fórnarlambið dregið fyrir dómara og nafn þess kallað á torgum og strætum meðan gerendurnir eru varðir út yir gröf og dauða.
Þá skal einungis taka þær skuldir til aðlögunar sem ekki eru trygg veð fyrir því stofnunin sem ég vil hér eftir kalla sníkjudýr veit að hún getur lagst á fleiri hýsla til að seðja hungur sitt og græðgi. Hýsla sem eru ættingjar og fjölskylda skuldunautarins sem vegna arfavitlausra reglna settra af sníkjudýrinu og vinum þess, hafa drýgt þann glæp að reyna að hjálpa börnum sínum af stað í lífsbaráttunni með því að ábyrgjast lántöku þeirra.
Sníkjudýrin lána síðan ekki miðað við greiðslugetu lántakanda heldur frekar miðað við verðmæti eigna ábyrðaraðila sem seinna er hægt að ganga að.

Setningin að neðan þýðir á manna máli það á bara að taka til greiðsluaðlögunar hjá þér þær skuldir sem að við höfum ekki örugg veð fyrir þú þrælar þér síðan út alla þina ævi síðan börn og barna börn til að borga þetta.  Hitt getum við innheimt með því að bjóða ofanaf vinum þinum og vandamönnum eða þau geta gengið að sömu þrælakjörum fyrir sig og sína afkomendur. Er furða að Iceland Express bjóði upp á farmiða á góðu verði "aðra leiðina" held að það þurfi ekki að segja fólki hvora leiðina það er.

"Ekki hefði átt að taka tillit til þessara skulda yfirhöfuð í greiðsluaðlöguninni þar sem lánardrottnar gætu gert fjárnám í eignum ábyrgðaraðila" Þessi setning sínir klæðaleysi keisarans vel


mbl.is Gjaldþrot álitið betra en úrræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðferðir til þöggunnar

Það vekur mér athygli þær aðferðir sem notaðar eru til þöggunar þessa daganna. RÚV var með ítarlega umfjöllun um kennitölu breytingar þess aðila sem að er að boða málsókn vegna ólöglegra lána eða rána bankanna. Það væri betra að þeir fjölluðu jafn ítarlega um önnur og ekki minni kennitöluflökk. Og núna er þessi óborganlega setning

"Þá hefur forráðamaður IT Ráðgjafar og hugbúnaðarþjónustunnar ehf. lýst nauðsyn á auknu gagnsæi með kortlagningu eigenda félaga og rekstrar þeirra. Í ljósi þess vekur það athygli að það félag hefur á hinn bóginn ekki virt skýr fyrirmæli laga um afhendingu ársreikninga undanfarin þrjú ár,“ segir í tilkynningu ríkisskattstjóra."

Hvað hafa mörg fyrirtæki ekki virt umrædd fyrir mæli.

Síðan er afskaplega lítil umræða eða rannsókn á setu eins forkólfs verkafólks í stjórn fyrirtækis með lögfesti á eyju einni í útlendu ballarhafi.

Þessi dæmi finst mér bera merki um þöggun og svokallaðar smjörklipur og það er mín skoðun að þær séu hluti af varnarbaráttu stjórnvalda. Ömurlegra stjórnvalda sem að njóta lítils trausts þjóðarinnar til að vinna okkur út úr þessu Steingrímur 7% og Jóhanna 5% samkvæmt könnun bylgjunnar. Og eina vörn þeirra felst í að gera þá sem að reyna að ná réttlæti fyrir fólkið ótrúverðuga.


Röggsamt stjórnvald

Það er afburða gott að sjá hve stjórnvöld hafa trausta hönd á þeim málum sam að varða gegnsæi í þjóðfélaginu og vinna þeirra við að koma öllu upp á borðið er aðdáunarverð.

Kannski er það þessi vinna þeirra sem að veldur því að 37% þjóðarinnar treysta fyrverandi Seðlabankastjóra betur en stjórnvöldum


mbl.is Grunaður um upplýsingastuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar allt Malt í Steingrím núna

Ansi fannst mér Bleik brugðið nú í tíu fréttunum Það er hálf dapurt af manni í forustu þjóðar að vera búin að leggjast í móðurætt gagnvart erlendum kúgurum. Það þýðir ekkert að gera þetta og hitt vegna þess að vondu gæjarnir eru svo stórir og sterkir. Það  verður bara að bíða eftir molunum frá AGS þegar þeim þóknast eða réttara sagt þegar Bretum og Hollendingum þóknast. Mér fannst Steingrímur vera yfir sig þreyttur og jafnvel hálf bugaður sem er ekki skrítið miðað við það álag sem á manninum hlýtur að vera.

En  þjóð ekki leidd út út erfiðleikum og vandræðum á þennan hátt það er eiginlega algjör nauðsyn að fólk hafi trú á sínum verkefnum en á það skortir mikið finnst mér. Það er komin tími til að Jóhanna og Steingrímur íhugi alvarlega hvort að þau geri ekki þjóð sinni meira gagn með því að stíga til hliðar og draga sig í hlé. Ég efast ekki um að Steingrímur er að gera sitt allra besta en hann getur þetta ekki einn Því einn er hann þessa dagana allir aðrir í ríkisstjórninni eru ljósfælnir með afbrigðum.

Stigið því til hliðar ágætu leiðtogar og rýmið til fyrir einhverjum sem að þjóðin treystir og hefur bein í nefinu til að leiða þjóð sína út úr ógöngunum. Steingrímur væri örugglega góð hjálparhella þess leiðtoga. Ég held síðan að það hafi komið ágætlega fram í Bylgjukönnun gærdagsins hvern þjóðin telur best fallin til að leiða hana út úr ógöngunum.


Íslenskur vogunarsjóður

Það væri gott að vita hvort að þessi titekni sjóður hefur fjárfest hér á landi og ávaxtgað sitt pund í hruninu 70% ávöxtun lítur ekkert illa út fyrir fólk sem hefur séð eiginfjárhlutfall sitt og sparnað í íbúðarhúsnæði rýrna mikið á innan við ári.

Mér þætti ekki verra að fjölmiðlar klíktu aðeins á þennan sjóð og fjárfestingar hans það er fjallað um hann hér " http://www.hedgenordic.com/?pageid=30&type=news&article=1408 "
og þar kemur eftirfarandi fram
"The fund's placement agent and prime broker is Landsbanki of Iceland."


mbl.is Efstur á lista vogunarsjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

37% Treysta Davíð

Ég heyrði á Bylgjunni á leiðinni heim að af yfir 3000 svarendum i könnun Bylgjunar á því hverjum fólk treysti best til að leiða þjóðina út úr þrengingunum hlaut Davíð Oddson 37% fylgi Steingrímur hlaut 7% og aðrir minna.

Mér þótti þetta jafn athyglisverð könnun og þessi og ef ég hef heyrt rétt þá eru þrisvar sinnum fleiri svarendur á bak við könun Bylgjunnar.


mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórða valdið.

Ég hugsa töluvert um mátt fjórðavaldsins það er fjölmiðla þessa dagana og það væru ósannindi að segja að ég væri fullur trausts í garð þeirra. Ég man í vetur hvernig fjölmiðlar létu þegar verið var að velta lögborinni stjórn lýðveldisins. Þau læti og sá fréttaflutningur og skoðanakannanir sem að glumdu á þjóðinni var allt annar en ríkir núna. Nú ríkir þögnin það er algjör þögn eins og sú þögn sem blasti við Palla þegar hann var einn í heiminum eini munurinn er að nú heitir Palli Steingrímur og virðist vera æðsti stjórnandi og millistjórnandi landsins engir aðrir sjást eða heyrast og það mætti halda að flokkur að nafni Samfylking hefði aldrei verið til.

Hvar eru Jóhanna. Össur, Árni, Ögmundur og fleiri það eru þau þegar flutt til Brussel. Það er von að fólk sé farið að halda að hér sé orðið einveldi því það eru engin stjórnvöld önnur en Steingrímur. Það sem síðan vekur athygli er hin mikla kyrrð sem fjölmiðlar veita ofangreindu fólki svo mikil kyrrð að það er ekki annað en hægt að hugsa hvort að einhverja hvatir liggi þar á bakvið.

Það tók ekki langan tíma fyrir fjölmiðla að losa einn framsóknarmann út úr Seðlabankanum með réttu eða röngu en hvers vegna hefur ekki meira heyrst af stjórnarsetu æðsta manns launþegahreyfingarinnar í fyrirtæki á eyjunni Tortola eða var sú frétt ekki sönn þá þarf að láta það koma fram skýrt og greinilega. Eða er það eins og maður er farin að halda að fjórðavaldið taki þátt í þögguninni og einnig dómum og aftökum hér á landi og sé svo hver er þá ástæðan. Og skildi það vera að það skipti máli hvaða hóp fólk tilheyrir þegar kemur að umfjöllun í fjölmiðlum.

Ég spyr.

Ég heyrði síðan gælunafn sem einum ráðamanna þjóðarinnar hefur verið gefið, í dag það vakti kátínu hjá fólki  en með mér vakti það eiginlega depurð því það segir svo mikið um það ástand sem nú ríkir hér á landi. Uppnefnið var ekki dregið af hárlit viðkomandi þó það mætti halda, helduraf  ljósfælnu dýri sem sést stundum skjótast í íbúðum þegar kveikt eru ljós því ljósfælið er það með afbrygðum eins og stjórnvöld okkar virðast líka vera þessa dagana.


Er ráðdeild refsiverð.

Ég hef undanfarið ekki hlustað á fréttir eða Kastljós og reynt að toga mig út úr því argaþrasi sem að einkennt hefur hið daglega líf þar sem að mínu mati vitleysan hefur verið alsráðandi síðustu mánuði. Það er varla annað en hægt að hafa áhyggjur af sjálfum sér og eigin geðheilsu með alla þá innibyrgðu reiði sem atburðir síðasta vetrar og aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda hafa kynnt innra með mér og fleiri landsmönnum.
En því miður virðist ekki vera hægt að vera ósnortin af þeim verkum sem framkvæmd eru þessa daga og virðast öll vera á eina bókina lærð og mætti sú bók tortímast í eilífum eldi svo að ég er farin að hlusta aftur. 

Það stendur til að refsa okkur sem gengum hægt um gleðinnar dyr það á ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem að við urðum fyrir nei þeir sem hafa eitthvað borð fyrir báru skulu borga gleðskapinn. Það er búið að bæta innistæðu eigendum með tölum sem að hlaupa á 200 til 470 000 000 000 króna eftir því hver talar.
Það er verið að strjúka skömmina af útvöldum og endurreisa þá nýskeinda og þrifna svo að þeir geti hafið leikinn að nýju og nú á að taka þá sem eru skuldsettir tvo metra upp fyrir rjáfur og afskrifa hjá þeim. Hverjir skulu borga brúsann, jú þeir sem að lifðu sínu lífi borguðu sitt og fjárfestu ekki meir en þeir töldu að ráðlegt væri miðað við reynsluna af brokkgengu efnahaglífi heimsins.
Það er svo sem ekki nýtt að heimurinn sé svag undir þessa tegund mankyns og sé reiðubúin að fyrirgefa henni syndirnar og taka á móti henni með opnum örmum um það eru til aldagamlar heimildir í sögunni af Abel og Kane ég vona bara að saga nútímans endi betur.

Síðan er það spurning hvort fólki er einhver greiði gerður með því að halda því á skuldabrúninni árum saman því ef að sú stjórnvöld sem að hér ríkja eru samkvæm sjálfum sér verður naumt skorið hjá flestum og þeim rétt stjakað inn á bjargbrúnina rétt nógu langt til að óhætt sé að mjólka þau aðeins lengur. Er þetta ekki einfaldlega þrælahald þar sem að búgarðseigandinn er bankinn og ráðsmaðurinn sem svo áður hét það er sá sem hélt á svipunni heitir nú tilsjónarmaður.

Er ekki einfaldlega betra fyrir fólk að horfast í augu við staðreyndir og viðurkenna það að í mörgum tilfellum reisti fólk sér hurðarás um öxl og getur aldrei gert upp sín mál við lánadrottna og það þarf að fara í gegnum gjaldþrota ferli ferli sem að mætti þó bæta til muna við þær aðstæður sem að nú ríkja. Það er engu þjóðfélagi til góðs að gera stóran hluta þegna sinna að hundeltum skuldurum en það er heldur engu þjóðfélagi til góðs að gera svo upp á milli þegna sinna að það bresti í innviðum þjóðfélagsins.

Hin eilífa lausn vinstri manna að tekjutengja allt er síðan dæmd til að mistakast vegna mannlegra kosta eða ókosta þegar búið verður að tekjutengja lánin þá aðlagar fólk sig að þeirri reglu hvatinn til vinnu verður horfin. Hvers vegna að taka aukavinnu sem að fyrirtækið sem hefur þig i vinnu þarf á að halda til að klára verk ef að sú aukavinna hleypir greiðslum af lánum þinum upp og sá hvati sem að var í auknu fé handa á milli hverfur því að allt sem að þú aflar tekur stóri  bróðir til sín. Og hver treystir síðan Íslenskum stjórnvöldum til að standa við þær reglur sem að þau setja það er nóg að líta til öryrkja og eldri borgara og þeirra tekju og afkomu trygginga til að sjá hvernig stjórnvöld standa við stóru orðin.

Hin kalda staðreynd sem er hægt og rólega að koma í ljós er sú frá mínum bæjardyrum séð að það var haldið svaka partí nágrannarnir keyptu pizzu snakk bús og bland út á krít og skemmtu sér konunglega. Þeir hentu öllu ruslinu í garðinn
En morguninn eftir þegar veislan var búin kemur formaður húsfélagsins með reikninginn fyrir veigunum til þeirra sem fóru snemma að sofa og hristu höfuðið góðlátlega yfir hávaðanum meðan þeir breiddu sængina yfir haus. 
Síðan skikkar formaðurinn þá hina sömu til að týna ruslið úr garðinum áður en þeir fara til vinnu svo að bærinn kvarti ekki.
Að síðustu leggur hann síðan aukagjald á húsjóðin til að geta staðið undir Magnyl kaupum til að lina timburmenn gleðskaparfólksins.

Mér finnst þetta fúlt.


Og veröldin fer í hring.

Einu sinni var brennivín bannað allir vita að það fór í vaskinn og skaut góðum grunni undir glæpastarfsemi sem blómstraði á bann árunum. Eiturlyfjalaust Ísland fór í vaskinn en það er um að gera að halda áfram að setja löggjöf sem ekki nokkur möguleiki er á að standa við. Svartamarkaðsbrask með tóbak mun síðan bjarga mörgum skuldsettum heimilum og síðan en ekki síst mun verða mikil atvinnusköpun í úrræðum í að geyma glæpamennina og þá mun takast að rétta fjárlaga hallan með sektum og fylla hálftóm fangelsin af fólki.

Afburða þarft mál sem um að gera er að setja í forgang núna því ekki eru önnur vandamál sem að herja á þjóðina í augnablikinu. Síðan bönnum við feitt kjöt bíla og auðvitað lífið sjálft því að það er í raun stórhættulegt og dregur fólk til dauða í 100% tilfella.

Eitt þykir mér þó alltaf skrítið en það er áhugaleysi fólks á að banna brennivín sem kostar þjóðfélagið alveg heilan helling líka. Skildi það vera vegna þess að þá er höggvið nálægt venjum margra þeirra sem vilja banna flest annað.

 


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband