Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Vísvitandi töf eða kunnáttuleysi

Ekki veit ég hvernig lög um ráðherraábyrgð virka en kem til með að lesa mér til um þau.
Ég tel að nú sé rétti tímin fyrir okkur þann hluta Íslendinga sem á að láta axla byrðarnar að reyna á það hvort að stjórnvöld séu ekki líka ábyrgð orða sinna og gerða og láta nú reyna á lög um ráðherra ábyrgð. Það þarf orðið að kenna stjórnvöldum hver sem þau eru að segja satt. Gerum próf mál úr þessu og stefnum fyrrverandi ráðherra og fáum úr því skorið hvort hér var um vísvitandi töf að ræða eða óviljaverk vegna vankunnáttu.

 


mbl.is Engar tilraunaboranir eftir allt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undur Hagfræðinnar

Í Silfri Egils í dag kom fyrs prófessor frá London Scool of economics og sagði að gjaldeyrishöft væru af hinu illa síðan kom  Josep Stiglits og sagði að þau væru góð.

Ja fyrirgefið mér heimskuna en Hagfræði finnst mér vera skrítið fag


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Björgvin

Það á ekki að rægja fólk hvorki undir nafnleynd né með nafni og óska ég Björgvin velfarnaðar með það að koma ramma utan um þessi mál. Ég óska þess líka að hann beiti sér af jafnmiklu afli með því að réttlætinu verði fullnægt og skjaldborgin sem lofað var verði nú meira en skýjaborg og auk þess að allt verði sett upp á borðið. Því sé allt opið og gegnsætt þá er ekki hægt að rægja fólk og búið að slá vopnin úr höndum Gróu á Leiti.
mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfn hlutföll

Mér er alveg sama hvort að fulltrúar mínir ganga í pilsi eða buxum og hvort þeir hafi þvaglát sitjandi eða standandi.

Ég aftur á móti geri kröfu um það að sammþykkt verði stefna sem að feli í sér 100% hlutfall af hæfu fólki í efstu sæti framboðslista og ég mótmæli því ef að það á að skipta út fólki sem er kannski hæfara en annað einfaldlega vegna tegundar tóla þeirra. Þetta finnst mér tímakekkja og 2007 hugsun það er færni sem að skiptir máli en ekki kynferði.


mbl.is Vill jöfn kynjahlutföll á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bilunin algjör.

Ég sem fylgismaður hægri stefnu og frelsi einstaklingsins kafnaði liggur við á rúnstykkinu mínu þegar ég las þetta. Ég er fylgjandi frelsi einstaklingins og að ríkið sé ekki með puttana í hlutum sem það á ekki að vera með puttana í en auðlindir orka heilbrigðisgeiri menntun samgöngur og betrunarþjónusta það á að vera á hendi ríkisins. Annað sjá einstklingar um innan ramma laga og siðferðis og ef þeir misnota það þá á að refsa þeim fyrir en ekki verðlauna.

Í dag bíða margir einstaklingar eftir afplánun fyrir margskonar glæpi og suma ekki stóra miðað við þá stóru glæpi sem að afskrifaðir hafa verið og verið er að afskrifa.
Á sama tíma er verið að setja pörupiltana okkar á þvottabrettið og skafa af þeim skítinn og óþveran meðan að alþýðan á ekki fyrir sápu. Þegar búið verður að skafa skítinn af þeim og rétta þeim gullklæðin aftur verða þeir þeir einu sem að hafa efni á að reisa svona byggingu eða viljum við að erlendir fjárfestar reisi Íslenskar betrunarstofnanir ekki hljómar það betur. Síðan ef einhvern byggir eitthvað þá vill hann fá arð af því og á þá ríkið að borga arð af notkun byggingarinnar ofan á þann kostnað sem af afbrotamönnum hlýst.

Þvílíkt bull í dag flýja iðnaðarmenn land vegna þess að það vantar vinnu vinnukraftur þeirra er í ódýrara lagi í dag því er lag fyrir ríkið að byggja eitt stykki fangelsi núna með Íslensku vinnuafli og í eigu ríkisins það er nefnilega ódýrara að borga smiðunum laun heldur en atvinnuleysisbætur Það stóð ekki í núverandi ríkistjórn að stórauka greiðslur listamannalauna og var talið vera bót á atvinnuástandi en það er sennilega ekki sama um hverja er að ræða sennilega börðu of fáir iðnaðarmenn pottana fyrir VG og Hulduflokkinn sem hvergi sést í vetur. Ég sé ekki aðra skýringu.

En ég sé fyrir mér í anda stóra byggingu í Reykjavík byggða af stórhuga einstaklingum fyrir aflandseyjafé enda ekki til betri leið að koma því aftur til landsins en með aðstoð ríkisins. Gangarnir geta síðan verið nefndir eftir víkingum 21 aldarinnar til dæmis væri þar Sigurjónssund, Heiðarsholt, Wernerstreet, Björgúlfsbæli og torgið í miðju væri auðvitað nefnd Baugur síðan gæti Hagavagninn flutt fanga milli deilda og aðvörunnakerfið héti Gaumur.  Minnir mann á nafngiftir ganga í gamla heimavsitar skólanum
Þetta væri  allt saman byggt af fjárfestum og eitt er ljóst að fjárfestar hér á landi eru ekki þeir sem hafa orðið að þola hækkun lána sína og framfærslu til að bæta hinum raunverulega fjármagnseigendum tjónið sem gerir þá aflögufæra um fjármagn í eitt stykki fangelsi til að hýsa þá sem mögla yfir því að þurfa að axla byrðar þeirra.

Það má síðan segja að í fangelsinu sætu þeir sem stálu hæklinum af lambinu í boði þeirra sem töku hjörðina

Eru stjórnvöld biluð ég bara spyr.

 

 


mbl.is Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjónrvöld fari frá núna

Það er alveg magnað að eiga forustu mann sem að gerir ekkert annað en að tala kjarkinn úr þegnum sínum. Hvernig hefði mankynssagan farið ef Churchill hefði ekki staðið í lappirnar þegar á þurfti að halda. Þeir sem bjóða sig fram til að leiða þjóð eiga að gera þá kröfu til sjálfs sín að þeir séu leiðtogar en ekki jábræður þeirra sem vilja knésetja þá þjóð sem að viðkomandi er fulltrúi fyrir. Það er orðið dagljóst að það þarf að kjósa aftur og velja fólk til forustu sem að skilur það hvað felst í orðinu Íslendingur og að við mikil meirihluti landsmanna skömmumst okkur bara ekki neitt fyrir gjörðir örfárra þetta bull um sekt okkar er orðið eins og að ef einhver brytist inn þá væri ættingi hans i þriðja lið látin borga það er komið nóg af þessu. Ef að stjórnvöld ætla sér ekki að standa í lappirnar ber þeim að víkja fyrir nýjum stjórnvöldum það vantaði ekki handalyftingar og fullyrðingar þegar tekið var við en hvað hefur skeð ekkert nema skattahækkanir sem lenda beint í vísitölunni Ég neita að vera þáttakandi í þessu lengur.

Steingrímur talar alltaf um eitthvað ógnvænlegt eins og véfréttin í Deli en hann getur aldrei sagt hvað þetta ógnvænlega er. Ef Bretar og Hollendingar vilja ekki samninganna þá verður samið aftur og vonandi betur eða að þeir sækja rétt sinn fyrir héraðsdóm Reykjavíkur sem er hinn lögformlega og rétta leið.

Ef þeir síðan ætla að beita okkur fantabrögðum sem ekki er ólíklegt hjá þjóðum sem hafa ekki meiri sjálfsvirðingu en svo að skipta á hryðjuverkamanni og olíu þá gera þeir það bara. Við segjum okkur þá úr NATO og hefjum sjálfstæða utanríkisstefnu sem komin er tími til. Veröldin er nefnilega stærri en Evrópa þó að stundum mætti halda að ráðamenn okkar hefðu þá sín á heiminn sem að var á jörðinni áður en landafundirnir urðu.

Síðan spyr ég enn og aftur hvort að VG séu einir í stjórn og lýsi eftir samstarfsflokki þeirra því hann sést ekki og finnst ekki þó pælt sé i gegnum stafla af fréttum. Það er alveg ótrúlegt hvað blessaðri fylkingunni tekst að sigla óáreittir í gegnum þessa ólgusjói. 


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sammála

Er ekki sammála manninum í þessu fámeni hefur ekkert með spillingu að gera Alin upp í fámenni get ég ekki munað að þar hafi verið spilling ríkjandi. Spilling er einstaklingsbundin og samofin siðferði sem að virðist hafa gleymst að kenna í hinum æðri stofnunum skersins. Spilling er ekki bundin við fámenni að mínu mati.
Síðan er ekki hægt að kenna mentunarskorrti um hvernig er komið fyrir okkur því að ekki vantaði fólki menntunina sem fór með allt hér til andskotans. Var ekki sungið að eldra fólk komið yfir 40 ár væri bara ekki nógu menntað til að taka þátt í framrásinni og því skipt út fyrir ungt og menntað fólk. Það er mikið talað um menntun Finna til að koma sér út úr kreppunni ef að ég hef skilið það rétt sem ég hef lesið lögðu þeir mikla áherslu á menntun en iðn og tæknimenntun frekar en húmanísk fræði til að koma sér út úr kreppunni. En síðan má deila um hvort að þeir séu yfirleitt komnir út úr henni eru þeir ekki enn að fást við félagsleg vandamál síðan þá.


mbl.is Fámennið helsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að skilja þetta?

"Íslandsbanki segir, að ein af ástæðum þess að samdráttur landsframleiðslu sé ekki meiri hér en raun beri vitni, þrátt fyrir banka- og gjaldeyriskreppu, sé að landið flytji úr stóran hluta af þessari kreppu. Þannig komi um 46,9% samdráttur í fjárfestingum á 2. ársfjórðungi og 17,4% samdráttur í neyslu fram í um 34,8% samdrætti í innflutningi, sem svo aftur komi niður á eftirspurn og landsframleiðslu landa sem framleiða fjárfestingar- og neysluvörur til útflutnings og sérstaklega þann hluta sem er hvað háðastur sveiflum í tekjum líkt og Þýskaland og Japan."

Ég er nú engin spekileki þó ég segi sjálfur frá en mér þætti gaman að vita hvort nokkur maður skilur hvað átt er við en eins og ég skil þetta þá er nú greinilegt að minnkandi eftirspurn í Japan og Þýskalandi er orðin okkur að kenna. Það er sennilega orðin spurning um hvenær skerið verður þurrkað af landakortinu vegna þess að það ógnar heiminum meira en Norður Kórea.

OECD komst að því að það mætti spara helling hér vegna þess að það væru allt of margir kennarar. Skildu þeir hafa skoðað fjölda  greiningardeilda? Kostnaðurinn af þeim lendir jú alltaf á þjóðfélaginu og fyrir mína parta mundi ég ekki sakna þess þó að þaðan yrði nokkur spekileki til útlanda þá sérstaklega til Bretlands sem hefnd fyrir hryðjuverkalöginn.


mbl.is Kreppan flutt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir horfnu.

Ég var að hlusta á hádegisfréttirnar í bílnum í dag á leið í mat. Þar var Steingrímur eins og venjulega að verja stefnur VG stefnur sem er betra að tala um í fleirtölu því að í dag Minnir VG mig á Þýska ferju sem ég fór með eitt sinn en hún hafði stefni báðum megin og gat því haldið í báðar áttir án þess að þurfa að snúa. Í dag finnst mér erfitt að vita hvað VG ætlar að gera á morgun en þó er eitt öruggt að það er ekki það sem þeir segja í dag.

Ekki var það þó þetta sem vakti athygli mína eftir allan frétta tíman heldur var það sú staðreynd að Steingrímur er samkvæmt fréttum einn í stjórn. Hvernig sem að ég beitti mínum gamla heila gat ég bara ekki munað eftir því að minnst hafi verið á hinn stjórnarflokkinn í fréttum eða að verkum hans þó ill séu að mínu mati veitt nein athygli. Það síðasta sem ég man sem hægt er að tengja við þann flokk eru ummæli félagsmálaráðherra um þann hluta þjóðar hans sem búið er að arðræna inn að nærbuxum og jafnvel lengra.

Því er spurt er til flokkur sem að heitir Samfylking hér á landi. Er flokkur að nafni Samfylking í ríkisstjórn Ef svör við fyrstu tveim spurningunum er já. tekur þá þessi flokkur engan þátt í stjórnarstörfum og ber hann enga ábyrgð eða lætur hann bara aðra  bera byrðarnar fyrir sig.

Síðan en ekki síst hvernig stendur á því að fjölmiðlar láta fyrrnefndan flokk algjörlega í friði það finnst mér mjög athyglisvert og meira en lítið skrýtið

Samfylkingin virðist vera hinir horfnu eða þeir nafnlausu en að  mínu mati eru þeir ekki hinir vamlausu frekar en aðrir flokkar í dag


Spekileki dagsins

Þegar ég hlusta á leitogana fjalla um skuldamál heimilanna þessa daganna koma mér í hug orð sem að höfð eru eftir Blaise Pascal og eiga bara nokkuð vel við. En þau eru einhvern vegin á þessa leið

"Hugsunarleysi er mörgu fólki eðlilegast alls"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband