Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Gott mál

Núna verð ég að standa við gefið loforð og gerast áskrifandi að Mogganum. Mér finnst gott mál að fá Davíð í ritstjórnina og er viss um að það á eftir að lífga upp á tilveruna núna í skammdeginu. Ég verð líka að segja að ég ber virðigu fyrir þeim sem eru það trúir sjálfum sér að þeir ætla að sýna hug sinn í verki með því að hætta að kaupa Morgunblaðið og hætta að Blogga enda geri ég ráð fyrir því að þeir hinir sömu hafi þegar hætt að versla í Bónus lagt farsímum sínum og sagt upp áskrift að öðrum fjölmiðlum í eigu útrásarmanna. Ég aftur á móti kem til með að lesa Moggann áfram og versla þar sem næst er hverju sinni alla vega enn um sinn.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skattleggja fólk út yfir gröf og dauða

Ég las blogg Páls Blöndal um hækkun eignarskatta og rakst þar á alveg brilljant hugmynd fyrir Steingrím hugmynd sem að mínu mati setur ný víðmið í jöfnuði og hugmyndum að nýrri skattheimtu.´
Sú athugasemd sem að mér er í huga fjallar um það að það mætti skattleggja eldra fólk sem á skuldlaust húsnæði með vænum eignaskatti og til þess að það rýrir ekki afkomu þeirra er sett fram eftirfarandi hugmynd.

"það má útfæra þetta á marga vegu. Ef við erum að tala um fólk sem er komið á ellilífeyri en á miklar eignir, þá mætti hugsa sér að bjóða því lán sem yrði ekki greitt af fyrr en við fráfall eigenda. Þá kæmi þessi skuld til frádráttar í skiptabúi. En skatturinn hefði að öðru leiti engin áhrif á viðkomandi ellilífeyrisþega"

Þessi hugmynd setur ný viðmið í skattheimtu því hún opnar á leiðina að skattleggja okkur á himnum eða í helvíti á hvorn staðin sem við förum.
Er nokkur furða á að maður sé hægri maður.

Ég tek fram að þetta er hugmynd í athugasemdum hjá Páli en ekki hans skoðun.


Að hætta að kaupa Morgunblaðið

Blessuð Íslenska þjóðin kemur mér alltaf jafn mikið á óvart nú leikur allt á reiðiskjálfi af því að Gróa á Leiti hefur komið þeirri sögu af stað að Davíð nokkur Oddson gæti verið að hefja störf hjá Morgunblaðinu.
Menn ætla að hætta að kaupa Moggann og jafnvel hætta að vinna hjá honum og síðan er fjallað um málið af mikilli elju af ýmsum sem að mér persónulega finnst vera að horfa út úr glerhúsi í þessu máli.
Mér finnst þetta bráðfyndið og eiginlega stórkostlegt því að þetta er dæmi um sömu hjarðhegðunina og setti okkur á hausinn það er allt annað hvort hvítt eða svart og spunameistararnir hava staðið sig betur heldur en spunameistararnir í Salem við að sannfæra stóran hlut þjóðarinnar um að hrunið sé Davíð að kenna og engum öðrum. 

Fólk kemur sem sagt til með að segja upp Mogganum í stórum stíl og ánægt með það hvernig það hefur sýnt álit sítt á þeim sem  olli hruninu fer það með aukapeninginn og eyðir honum í Bónus og Hagkaup tryggir hjá Vís horfir á stöð 2 hlustar á Bylgjuna er með síman sinn hjá Símanum en getur sofið rólegt því að það er hætt að lesa Moggann af því Davíð sem olli hruninu er farin að ritstýra honum.

Hvað sagði Edda Björgvins einhvern tíma "Hann vera galin þessi Íslendingur"


Rússar alltaf hjálplegir

Það eru flestir búnir að gleyma því hve Rússar voru okkur hjálplegir þegar að Bretar beittu okkur viðskiptaþvingunum og það sem þeir fengu frá okkur var vara í ekki alltaf hundrað prósent lagi. Þvælan um að þeir vilji eitthvað í staðin eins og Keflavíkurflugvöll vekur upp spurningar um heilindi þeirra stjórnmálamanna sem að halda því fram en auðvitað vilja þeir eitthvað í staðin þeir vilja að við borgum lánið.

Það mætti opinbera að mínu mati hvaða stjórnmálamenn þetta eru og hvort þeir eru í þeim hópi sem vill Icesave því þar er það að verða ljóst að í staðinn vill Alþjóðaauðvaldið með Breta og Hollendinga í fararbroddi óheftan aðgang að auðlindum okkar. Því vakna þær spurningar í minni tortryggnu sál hvort að unnið sé af því að fullum kröftum bak við tjöldin að selja landið til Evrópauðvaldsins og til að koma í veg fyrir hjálp frá vina þjóðum eins og Rússum er alt gert til að gera þá tortryggilega.

Svo ég segi kærar þakkir okkar Rússnesku vinir fyrir að vilja vera okkur hjálplegir á ögurstund.


mbl.is Rússalán innan seilingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sældin í ESB

Held að þeir sem telja að við værum á grænni grein í dag ef við værum í ESB ættu að horfa á fréttaauka sjónvarpsins í kvöld. Það sem sást frá Lettlandi var þyngra en tárum taki og sýnir best hvernig krumla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og löngun stjórnmálamanna til að ganga í ESB eirir engu og er nákvæmlega sama hvort almúginn lifir eða deyr. Frá mínum bæjardyrum séð væru Lettar sennilega betur komnir án ESB og án þess að vera að reyna að standast Mastrict viðmiðinn.

Miðað við umræðuna í Silfrinu í dag vona ég að Egill nái í nokkra almúgamenn frá Lettlandi til að segja okkur frá draumalífinu í ESB í næsta Silfri

Áfram Ísland ekkert ESB


Horfa á fætur sér.

Það er góð regla í göngutúr að glápa á fætur sér en vera ekki að góna á sjóndeildarhringinn. Þó atvinnuleysissjóður tæmist eftir ár þá eru það ekki áhyggjur dagsins í dag. Ef eitthvað er að gert og hjólum atvinnulífsins komið á stað verður alt önnur staða eftir eitt ár.

Ég vildi heldur að háttvirtur ráðherra myndi útskýra fyrir okkur hvernig hann ætlar að jafna réttlæti milli þegna sinna í núinu eða hvort eins og öll tákn eru uppi um að hann ætli blygðunarlaust að bæta fjármagnseigendum skaðann, ormahreinsa útrásarvíkinga og fyrirtæki þeirra og síðan afskrifa smá af þeim sem að skulda mest svo að hægt sé að mjólka þá aðeins meira.
Alt á meðan hann og ein sú al ömurlegasta ríkisstjórn sem setið hefur á valdastóli alt mitt líf skattleggur inn að beini þá sem ekkert til saka unnu og lætur þá borga fyrir alt heila klabbið til að þókanst erlendu valdi og til að blautir draumar um gott útsýni úr glugga í Brussel fyrir útvalda geti ræst.

Áfram Ísland ekkert ESB.


mbl.is Ríkið komi til móts við sjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfrið í dag

Ég var að horfa á Indverska Nóbelverðlaunahafa í Silfrinu og ég get ekki að því gert en hann sannfærði mig ekki. Sem dæmi iðnaðarþjóðirnar eru vondar af því þær menga svo mikið en hvað um hina skefjalausu fólksfjölgun í hans landi er hún í lagi það eru takmarkaðar auðlyndir á jörðinni.
Þannig að ef við eigum að daga á útblæstri þurfa þeir ekki að fara að taka á tíðni fæðinga.

Hann sagði að sólarorkuver skapa 23 störf á megavatt meðan að Kolaorkuver skapi 7 störf á megavatt ég tel að hann eigi þai við störf í orkuverinu sjálfu þó að það mæti skilja þetta sem afleidd störf. En megavatt er bara orkueining og er nákvæmlega jafnstór sama úr hvaða orkuveri hún kemur þannig að það eru ekki fleiri afleidd störf vegna orku framleiddri af sólinni.
Aftur á móti ef að sólarorkuver þarf 3 sinnum meiri mannafla til framleiðslu þá verður orkan frá þeim mun dýrari sem gerir það að verkum að færri geta notað hana í stöugt fátækari heimi.

Svo er spurning sólin hefur tilgang og öldum saman hafa geislarnir fallið á jörðina og hitað hana og jafnað út hita milli dags og nætur stuðlað að uppgufun og þar með regni ef við nýtum nú orkuna í rafmagnsframleiðslu þá nýtist sú orka ekki til að hita jörðina, kemur það ekki til með að valda vistkerfisbreytingum væri gaman að sjá pælingar um það.

Að lokum var talið til tekna að vera grænmetisæta því að við það sparaðist orka og land sem að færi undir ræktun til kjötframleiðslu  mér fannst vanta pælingar um að það kostar líka orku að rækta grasið ofan í mig og flytja það á diskinn minn, eða verða matartímar framtíðarinnar þannig að fólk stormar út í beðin og leggst á fjórar fætur á beit.
Það þarf landsvæði áburð og erfðabreytingar matjurta til að fæða allan þennan fjölda sem að aftur beinir okkur að vandamáli offjölgunar sem ekki er vandamál í iðnríkjunum heldur þvert á móti

Þetta minnir mig síðan á grein sem ég las frá andstæðingum hnattrænnar hlýnunar að upphaf hennar megi í raun rekja til funda hóps fræðinga sem leituðu leiða til að finna aðferð til mannfjöldastýringar á kúlunni og hvað er betra til þess en ótti og skelfing.


Skapa vinnu strax.

Lausnin er að skapa vinnu strax ekki að tefja allar framkvæmdir og stinga undir stól. Núverandi og fyrrverandi umhverfisráðfrúr hafa valdið okkur fólkinu í landinu stórtjóni. Þær hafa eflaust bjargað  nokkrum mosaþembum og ef svo fer fram sem horfir þurfa áar okkar ekki að láta loftlínur trufla sig þegar þeir heimsækja land forfeðranna í framtíðinni sem verður þá jafnvel byggt og Hornstrandir eru í dag.

Nei ég segi að lausnin sé i að draga ekki lappirnar samþykkja framkvæmdir í neðri hluta Þjórsár lagningu orku lína til Helguvíkur framkvæmdir á Bakka og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að koma hjólunum af stað. Þá þarf ekki að ausa pening í Atvinnuleysissjóð.

Þeim sem að ekki þola að sjá loftlínur bendi ég á að horfa bara í hina áttina það þarf bara að snúa sér. Ég sjálfur elska línuvegina sem að enn má aka til að njóta Íslenskrar náttúru en sennilega verður þeim fljótlega lokað í takt við aðra boð og banna stefnu sem að hér ríkir nú um stundir.


mbl.is Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti verið.

Að þetta sé það sem kalla er að fara í hring ?
mbl.is Ríkisskattstjóri veitir aðgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið Íslenska fortíðar gen.

Mér finnst þjóðin mín áhugaverð hvort það er á góðan eða slæman máta ætla ég ekki að dæma um.

Árum saman létum við kúga okkur á allan hátt og reiddum ekki upp hnefa gagnvart kúgurum okkar heldur lásum gamlar fornsögur um góðu kallanna á kálfskinni það er þær sögur sem að ekki var búið að éta þá þegar í hungrinu við létum sem sagt kúgarana komast upp með allt af því að við vorum föst í fortíðinni og litum ekki á núið heldur hræðumst í fornri frægð.

Þetta er nákvæmlega eins í dag við erum svo föst í fortíðinni að kúgarar stundarinnar komast upp með allt þjóðin tautar þetta er Geir að kenna þetta er Sollu að kenna þetta er Sjálfstæðisflokknum að kenna.

En það er ekki svo, það sem að skeði fyrir ári síðan og fram í febrúar má segja að sé þeim að kenna en það sem er að ske núna er núverandi stjórnvöldum að kenna og meðan að fólk áttar sig ekki á því þá verður hér engin breyting heldur áfram svokölluð Norræn velferðarstjórn sem hefur set ný viðmið við skilgreiningu á velferð. Við erum enn föst í fortíðinni en nú á öndverðan hátt allt frá horfelli til rigningar er nú löngu horfnum stjórnvöldum að kenna.

Þó er það kannski ekki alveg svo og kannski gera sumir sér grein fyrir því að innan í þeirri fléttu eða vafningi sem núverandi stjórn er leynist hulduflokkur sem kallast Samfylking og var við völd í fortíð og er sögð við völd í nútíð þó að ekkert hafi til hennar spurst um nokkurn tíma. Kannski setja menn þetta í samhengi þegar leitað er að sekum í fortíð og nútíð þó held ég ekki.

Ég bið Kára Stefáns heitt og innilega að finna fortíðargen Íslendinga og framleiða sprautu við því svo að við getum farið að lifa í núinu og byggja þjóðfélagið á því en ekki frægðarverkum horfna kappa eða mistökum stjórnmálamanna sem að horfnir eru af vettvangi.

Mér fannst þetta gott viðtal hjá Geir og ég kenni honum ekki um hrunið ég ásaka hann fyrir skort á aðhaldi og þau mannlegu mistök að treysta öðru annað ekki. En um ástandið í dag kenni ég núverandi stjórnvöldum og engum öðru og þau eiga ekki að komast upp með að reyna að ýta þeirri ábyrgð af sér.


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband