Fjórða valdið.

Ég hugsa töluvert um mátt fjórðavaldsins það er fjölmiðla þessa dagana og það væru ósannindi að segja að ég væri fullur trausts í garð þeirra. Ég man í vetur hvernig fjölmiðlar létu þegar verið var að velta lögborinni stjórn lýðveldisins. Þau læti og sá fréttaflutningur og skoðanakannanir sem að glumdu á þjóðinni var allt annar en ríkir núna. Nú ríkir þögnin það er algjör þögn eins og sú þögn sem blasti við Palla þegar hann var einn í heiminum eini munurinn er að nú heitir Palli Steingrímur og virðist vera æðsti stjórnandi og millistjórnandi landsins engir aðrir sjást eða heyrast og það mætti halda að flokkur að nafni Samfylking hefði aldrei verið til.

Hvar eru Jóhanna. Össur, Árni, Ögmundur og fleiri það eru þau þegar flutt til Brussel. Það er von að fólk sé farið að halda að hér sé orðið einveldi því það eru engin stjórnvöld önnur en Steingrímur. Það sem síðan vekur athygli er hin mikla kyrrð sem fjölmiðlar veita ofangreindu fólki svo mikil kyrrð að það er ekki annað en hægt að hugsa hvort að einhverja hvatir liggi þar á bakvið.

Það tók ekki langan tíma fyrir fjölmiðla að losa einn framsóknarmann út úr Seðlabankanum með réttu eða röngu en hvers vegna hefur ekki meira heyrst af stjórnarsetu æðsta manns launþegahreyfingarinnar í fyrirtæki á eyjunni Tortola eða var sú frétt ekki sönn þá þarf að láta það koma fram skýrt og greinilega. Eða er það eins og maður er farin að halda að fjórðavaldið taki þátt í þögguninni og einnig dómum og aftökum hér á landi og sé svo hver er þá ástæðan. Og skildi það vera að það skipti máli hvaða hóp fólk tilheyrir þegar kemur að umfjöllun í fjölmiðlum.

Ég spyr.

Ég heyrði síðan gælunafn sem einum ráðamanna þjóðarinnar hefur verið gefið, í dag það vakti kátínu hjá fólki  en með mér vakti það eiginlega depurð því það segir svo mikið um það ástand sem nú ríkir hér á landi. Uppnefnið var ekki dregið af hárlit viðkomandi þó það mætti halda, helduraf  ljósfælnu dýri sem sést stundum skjótast í íbúðum þegar kveikt eru ljós því ljósfælið er það með afbrygðum eins og stjórnvöld okkar virðast líka vera þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband