Og veröldin fer í hring.

Einu sinni var brennivín bannað allir vita að það fór í vaskinn og skaut góðum grunni undir glæpastarfsemi sem blómstraði á bann árunum. Eiturlyfjalaust Ísland fór í vaskinn en það er um að gera að halda áfram að setja löggjöf sem ekki nokkur möguleiki er á að standa við. Svartamarkaðsbrask með tóbak mun síðan bjarga mörgum skuldsettum heimilum og síðan en ekki síst mun verða mikil atvinnusköpun í úrræðum í að geyma glæpamennina og þá mun takast að rétta fjárlaga hallan með sektum og fylla hálftóm fangelsin af fólki.

Afburða þarft mál sem um að gera er að setja í forgang núna því ekki eru önnur vandamál sem að herja á þjóðina í augnablikinu. Síðan bönnum við feitt kjöt bíla og auðvitað lífið sjálft því að það er í raun stórhættulegt og dregur fólk til dauða í 100% tilfella.

Eitt þykir mér þó alltaf skrítið en það er áhugaleysi fólks á að banna brennivín sem kostar þjóðfélagið alveg heilan helling líka. Skildi það vera vegna þess að þá er höggvið nálægt venjum margra þeirra sem vilja banna flest annað.

 


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Einmitt, margir af þessum sem þessa ályktun gefa frá sér, fá sér án efa í glas.

Þannig að ekki má banna það.

Hræsni.

ThoR-E, 11.9.2009 kl. 18:59

2 identicon

Og margir þeirra troða ofan í sig töflur, til að halda vöku sinni... En, auðvitað má ekki ræða það heldur...

Skorrdal (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:03

3 identicon

Er þetta ekki bara hið besta mál ?

Áfengi er engum gott í miklu mæli svo mikið er víst. En það er jú selt aðeins í áfengisverslunum !!

Er eitthvað að því að menn nálgist eitrið sitt þar og minnki um leið aðgang ungmennana að eitrinu í sjoppunum ?

Már (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: ThoR-E

Már:

Ungmenni hafa engan aðgang að þessu "eitri" í sjoppum eða verslunum. Þetta er ekki "uppi á borðum", þetta er falið þar sem enginn sér það. Það eru reglurnar.

 Þannig að áhrif á ungmenni hljóta þar af leiðandi að vera í lágmarki.

Furðuleg árátta að þurfa að reyna að hafa vit fyrir öðrum. Reyna að banna fullorðnu fólki að reykja.

ThoR-E, 11.9.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

argh... það er ekki verið að álykta um bann á sölu tóbaks, bara meðhöndla tóbakssölu eins og áfengissölu (20 ára sala á ákveðnum stöðum)

spurning um að bæta bara öðrum fíkniefnum inn í þetta...

Björn Leví Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 02:24

6 Smámynd: ThoR-E

Björn, það er semsagt verið að reyna að gera fólki erfiðara fyrir að nálgast þetta.

Nú þegar er þetta falið í verslunum þannig að ekki er þetta aðgengilegt fyrir börn og unglinga.

Til hvers? til hvers á að gera fullorðnu fólki erfiðara fyrir að nálgast þessa vöru?

ThoR-E, 12.9.2009 kl. 07:52

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:14

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

 

Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:45

9 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

meinar jafn erfitt og það er að nálgast áfengi?

... þetta er ályktun læknaþings. Ef þetta fer svo langt að ná inn á alþingi heldur þú virkilega að þeir komi til með að hlýta ályktun læknaþings ofan í eitt?

Björn Leví Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 14:51

10 Smámynd: ThoR-E

Vonandi ekki Björn, vonandi ekki.

ThoR-E, 12.9.2009 kl. 16:36

11 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ef þeir færu svo langt að banna tóbak þá væri eitthvað skrítið í gangi... að gera tóbak jafn aðgengilegt og áfengi, sure!

Björn Leví Gunnarsson, 13.9.2009 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband