Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ætlum við að láta börnin okkar borga

Einn vinsælasti frasi undanfarið er ætliði þið virkilega að láta börnin ykkar borga. Þetta hefur verið notað við ótal tækifæri þegar komið hafa fram einhverjar aðrar tillögur en þær sem vernda fjármagnseigendur og útrásarvíkinga. Nú er þesi frasi hrunin alvieg eins og skjaldborgin, jöfnuðurinn og velferðarkerfið. Við ætlum greinilega að láta börnin borga þetta á að ná til 2023-2024 segir Svarar þá verð ég til dæmis komin á ellistyrk fyrir  nokkru þannig að þá verða barnabörnin mín farin að borga líka.

Það eina sem að í raun hefur verið gert er að velta vandanum yfir á ríkisstjórn og skattgtreiðendur  í fjarlægri framtíð.


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir saman nú

Allir saman nú einn tveir þrír Hljómaði í dægurlagatexta fyrir mörgum árum. Nú vill Villi að galeiðuþrælarnir taki á til að róa galeiðunni af strandstað. Það vill svo til að það voru menn úr hans deild sem að stýrðu galeiðunni þangað og er þá ekki sjálfsagt að þeir rói bara sjálfir. Það er rétt sem Vilhjálmur segir það er komin tími til að horfast í augu við raunveruleikan horfast í augu við það að það á ekkert að gera annað en að hækka álögur á meðal Jón og Gunnu Það er komin tími til að við galeiðu þrælarnir áttum okkur á því að við höfum verið höfð að fíflum og nú á að minnka matarskammtinn við róðurinn og þræða blý í endana á svipunum svo að galeiðan komist aftur á skrið. Það er eiginlega komin tími á að láta í sér heyra en verst er að það virðist öðrum en vinstri mönnum ómögulegt að standa upp og gera aðför að stjórnvöldum. Ég hef velt því fyrir mér hvað veldur en ekki fundið svar. Þó hef ég það einhvernvegin á tilfinningunni svona eins og fólk finnur veðrabrigði í beinum sínum að ekki sé langt að bíða að það sannist að það erundantekning á þeirri reglu eins og öðrum og að 2009 eigi eftir að skipa stóran sess í sögunni sem ár mikilla viðburða. Þarf að kíkja í vikuna og sjá hvað völvan sagði.
mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta hjólin snúast á ný

Þær framkvæmdir verða að vera gjaldeyrisskapandi til að flýta för okkar upp úr kreppunni. Eða þá gjaldeyrissparandi. Sem dæmi um gjaldeyrissparandi verkefni er bygging áburðarverksmiðju og gjaldeyrisskapandi verkefni er bygging Helguvíkur. Eftir Helguvík er mín skoðun að það eigi að setja fleiri stoðir undir framleiðslu í landinu aðrar stoðir en Álver. Áburðarverksmiðjan gæti farið á Bakka til dæmis.

Bygging tónlistarhús og hátækni sjúkrahús geta hvorki talist gjaldeyrisskapandi eða sparandi ekki í þeim mæli sem að við þurfum á að halda núna. Það er til lítils að vera að byggja sjúkrahús þegar við höfum ekki getu til að reka lágtækni sjúkrahúsin sem fyrir eru.

Síðan þarf að gæta að því að framkvæmdirnar vinni á atvinnuleysinu en séu ekki framkvæmdar með aðfluttu ódýru vinnuafli.

Við verðum einfaldlega að gera okkur grein fyrir því að í nánustu framtíð og sennilega um allnokkra framtíð verður mun minni eftirspurn eftir svokölluðum hvítflibba störfum. Það væri því gæfu spor hjá stjórnvöldum að leggja nú meiri áherslu á iðn og tæknimenntun og mennta fólk í framleiðslu sem  síðan skapar gjaldeyri. Við erum búnir að reyna framleiðslu peninga úr lofti og það gekk ekki upp.

Því er ég ekki fylgjandi fleiri Háskólum ég tel að sá fjöldi sem er hér þegar geti vel annað 300 000 manna þjóð. Ég athugaði það á síðasta ári og fannst það nokkuð sláandi að hlutfall milli þeirra sem stunduðu nám í bifvélavirkjun og viðskiptafræði eða lögfræði á því ári sem að ég skoðaði var 1/40 og 1/50. Miðað við fjölda bíla á landinu myndi maður halda að þetta væri óeðlilegt hlutfall. Ég er þeirrar skoðunar að alltof lítil áhersla hafi verið lögð á iðnnám undanfarið en of mikil á hið bóklega nám. Það er nefnilega ekkert síðri möguleiki á að framfleyta sér með höndunum þó að þær verði skítugar.
mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik eða ekki svik ?

Persónulega er ég á móti þessum samningum en geri mér grein fyrir að það þarf að lenda málinu á einhvern máta ég hefði viljað dómstólaleiðina. En vegna þess að engin veit neitt er erfitt að sjá hvort þetta er svik við þjóðina eða ekki. Ég hneigist til að álíta þetta gjafapakka Samfylkingar til Gordon Brown og einnig til að liðka fyrir fimmtuherdeildar aðgerðum til að koma okkur i Evrópusambandið til að þeir sem álíta sig til þess bæra geti nuddað rassinum við evrópskar stólsetur með útsýni yfir Brussel á eilífðarframfærslu skattborgara þessa lands.

Mér finnst þó skömm Steingríms einna mest ég hef trú á að fólk hafi kosið hann vegna þess að það hafði trú á eldmóði hans engin mótmælti harðar því að skrifað yrði undir samninga við Breta fáir voru harðari í þeirri afstöðu að við værum ekki að fara að sækja um aðild að ESB og magnaður var hann þegar hann talaði um réttlæti handa fólki þessa lands. Ég meira að segja dáðist að kallinum.

Þess vegna er skömm hans meiri en Samfylkingarinnar því þó ljótt sé að segja þá virðist ótrúlegur fjöldi fólks ekki hafa neitt álit á henni og trúa liðsmönnum hennar til flestra verka ef að tilgangurinn er að komast til Brussel. Þetta er skoðun mín eftir að hafa hlustað á ótal umræður meðal manna og mér finnst það athyglisvert að flokkur sem nýtur þessa álits skuli hafa komið svona mörgum að.

Það verður fróðlegt í framtíðarsögubókum að vita hver staða Jóhönnu og Steingríms verður kannski verður hún svipuð stöðu Gissurar jarls en ég man að ekki þótti mörgum mikið til hans koma í Íslandssögunni og ófáir voru á þeirri skoðun að betra hefði verið fyrir þjóðina að hann hefði verið áfram í sýrutunnunni.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðir sparnaður til veikinda eða dauða

Þessi spurning leitar á mig. Svo er mál með vexti að ég þekki manneskju sem þarf á lyfjum að halda lyfjum sem að halda niðri áhættu þáttum fyrir sjúkdómi sem árlega dregur marga til dauða. Nú er svo komið að samkvæmt reglugerð hefur kostnaðurinn af þessum lyfjum hækkað svo mjög að ekki er lengur peningur til að kaupa þau töku er því hætt áhættu þátturinn eykst og sennilega endar það með spítala innlögn kostnaðarsömum aðgerðum eða jafnvel dauða.

Ég í einfeldni minni held að þetta sé ekki svona ég hef staðið í þeirri meiningu að velferðarstjórnir að norrænni fyrir mynd verndi sína minnstu meðbræður en kannski hef ég rangt fyrir mér. Til að fá þessu svarað gerði ég mér ferð í apótek og spurði um þessi mál og var þá tjáð að viðkomandi gæti skilað inn fylgiblöðum með skattframtali og sótt um endurgreiðslu mér varð nú á orði að það yrði erfitt ef viðkomandi hefði safnast til feðra sinna vegna lyfjaleysis áður en að gerð skattframtals kæmi.

Í stutt máli fór ég þaðan út engu nær það voru engin svör á stað þar sem þetta ætti nú að vera vitað. Ég leitaði á netinu og sé að einhverja hjálp er að fá en ég gat ekki á nokkurn máta fundið neitt sem að gerði mér skiljanlegt á einfaldan máta hvernig þetta kerfi virkar er hjámark eða lágmark hvernig er brugðist við gagnvart því fólki sem hreinlega getur ekki leyst úr lyf. því þætti mér vænt um að einhver sem les þetta mundi fræða mig á því hvernig þetta kerfi virkar svo að ég fari ekki að trúa því að hið norræna velferðarkerfi hafi tekið upp gamla siði frumbyggja sem var að láta gamla og veikburða ganga fyrir ætternisstapann.

Það hlýtur að vera ódýrara fyrir ríkið að halda fólki frá kostnaðar sömum innlögnum með fyrirbyggjandi aðgerðum. En kannski að upp hafi verið fundin enn árangursríkari sparnaðarleið. Það er farið að hvarfla að mér.


Er búið að samþykkja.

Samkvæmt frétt á Vísi er þegar farið að vinna í að aflétta hryðjuverkalögunum. Þarf ekki alþingi að samþykkja þetta fyrst. Ég hef enga trú á öðru en að þetta verði fellt þar það er ef að fólk hefur einhvern áhuga á að vera kjörið aftur til setu á löggjafar þinginu. Þetta er of dýr aðgöngumiði að ESB að mínu mati og kemur ekki til greina að samþykkja þetta það ætti því að boða til mótmælastöðu fyrir utan Alþingi þegar þetta verður afgreitt og nöfn þeirra sem samþykkja að vera lesin upp svo að þjóðin geti haldið þeim til haga í komandi kosningum sem eru ekki langt undan.
mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki til greina

Alþingi þarf að sjá til þess að þessi samninganefnd verði leyst upp og þessi samningur settur í tætarann. Það kemur bare einfaldlega ekki til greina að borga skuldir óreiðumanna nákvæmlega eins og DO sagði. Endar það kannski með því að það þarf að gera byltingu og koma honum til valda. Blautir draumar Samfylkingar um Evrópu aðild ætla að verða þjóðinni dýrir
mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nasaretin

Þetta minnir mig á söguna af Nasaretin og egginu. Hér var greinilega á ferð fréttabóla sem að magnaðist hratt upp enda ekki úr neinu að moða hjá þjóð sem er að fara á hausinn i boði stjórnvalda sem leggja allt kapp á að koma þjóðinni undir erlent vald.

Nei þá er uppdiktuð frétt um sendiherra sem var farin eða ekki farinn mikið merkilegri en örlög lítillar þjóðar. Enda virðast flestir þeir sem að á miðlunum vinna vera all vel hlynntir því að frelsinu verði kastað fyrir róða.


mbl.is Ekki kallaður heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja bankarnir

 Athyglisvert að þessi leiðréttingar hugmynd skuli kosta 41 miljarð hjá 17.500 fjölskyldum. Hvað hefur þá leikaraskapurinn með vísitöluna kostað alla þjóðina.

Jóhanna tekur fram að þetta séu heimili sem hafa jákvæða eiginfjárstöðu yfir 20 000 000. Þetta er náttúrulega gert til þess að við almúginn þjöppum okkur saman og hrópum öll í kór við hjálpum ekki þessu ríka pakki. Jafnvel þó að það leiði til þess að 25.000 önnur heimili fari á hausinn svo hinir 17500 fái ekki neitt. Þetta heitir stjórnviska

Í fréttinni segir eftirfarandi
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að yrði farið að tillögum talsmanns neytenda og Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda myndi setja allt endurreisnarferli bankanna í uppnám yrðu þær að veruleika."

Ég náði þessu ekki alveg en eftir nokkra yfirlegu svona eins og þegar var verið að skrifa enska texta úr útvarpinu í gamla daga held ég að ég hafi náð þessu og það sé svona.

Ef að þessir miljarðar verða ekki færðir frá fólkinu í landinu og í bankana til viðbótar því sem að þeir hafa þegar náð undir sig frá fólkinu, fara bankarnir á hausinn.
Við viljum heldur að fólkið fari á hausinn heldur en bankarnir.
Svona nokkurn vegin hljómar þetta á í mínum eyrum.

 


Nu umhverfist elítan

Ég hef þá trú að þessi frétt verði gleðigjafi í bloggum og það gleðji mig yfir kvöldskattinum að lesa athugasemdirnar. Það er nefnilega alveg ótrúlegt að nafn Davíðs Oddsonar virðist virka á fylgismenn ríkisstjórnarinnar eins og rauð tuska á geðillt holdanaut á sumardegi. Og þó hefur maðurinn ekkert gert af sér annað en að vera hann sjálfur og vilja þjóðinni hið besta ég allavega vildi gefa mikið til að við ættum eins og tíu svona stykki á lager til að rífa okkur upp úr eymdinni því ekki gera núverandi stjórnvöld það. Þau vilja draga niður fánan strax og framselja allt undir fjarlægt stjórnkerfi í fjarlægum löndum. Í dag ráða aðrir í okkar húsum og mikið þætti mér vænt um að upprisi svona eins og einn húsbóndi með hreðjar sem að hefði bein í nefinu til að standa á sínu fyrir sig og sitt fólk.

 


mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband