Svik eða ekki svik ?

Persónulega er ég á móti þessum samningum en geri mér grein fyrir að það þarf að lenda málinu á einhvern máta ég hefði viljað dómstólaleiðina. En vegna þess að engin veit neitt er erfitt að sjá hvort þetta er svik við þjóðina eða ekki. Ég hneigist til að álíta þetta gjafapakka Samfylkingar til Gordon Brown og einnig til að liðka fyrir fimmtuherdeildar aðgerðum til að koma okkur i Evrópusambandið til að þeir sem álíta sig til þess bæra geti nuddað rassinum við evrópskar stólsetur með útsýni yfir Brussel á eilífðarframfærslu skattborgara þessa lands.

Mér finnst þó skömm Steingríms einna mest ég hef trú á að fólk hafi kosið hann vegna þess að það hafði trú á eldmóði hans engin mótmælti harðar því að skrifað yrði undir samninga við Breta fáir voru harðari í þeirri afstöðu að við værum ekki að fara að sækja um aðild að ESB og magnaður var hann þegar hann talaði um réttlæti handa fólki þessa lands. Ég meira að segja dáðist að kallinum.

Þess vegna er skömm hans meiri en Samfylkingarinnar því þó ljótt sé að segja þá virðist ótrúlegur fjöldi fólks ekki hafa neitt álit á henni og trúa liðsmönnum hennar til flestra verka ef að tilgangurinn er að komast til Brussel. Þetta er skoðun mín eftir að hafa hlustað á ótal umræður meðal manna og mér finnst það athyglisvert að flokkur sem nýtur þessa álits skuli hafa komið svona mörgum að.

Það verður fróðlegt í framtíðarsögubókum að vita hver staða Jóhönnu og Steingríms verður kannski verður hún svipuð stöðu Gissurar jarls en ég man að ekki þótti mörgum mikið til hans koma í Íslandssögunni og ófáir voru á þeirri skoðun að betra hefði verið fyrir þjóðina að hann hefði verið áfram í sýrutunnunni.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband