Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Ég er ósammála

Ég er ekki hissa á að alt sé hér að fara til andskotans helmingur allra stjórnenda landsins á öllum sviðum virðist alltaf vera í útlöndum að daðra við maddömuna og lýsa því yfir að við ætlum nú að fara að bjóða henni í dans. Það er ekki nokkur möguleiki á að við séum á leið í evru alla vega ekki meðan ég lifi.  Þeir sem harðast berjast fyrir því gengi endanlega frá því með Icesave samningnum þökk sé þeim það er þó eitthvað gott sem af þeim leiðir. Þrýstingur vegna þess samnings mun gera okkur ófært að standast ákvæði Mastrictrs svona í cirka mansaldur.
mbl.is Telur Ísland stefna á evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér er spurn ?

Mér er spurn af hverju stjórnvöld ættu að gera annað en að beita Dyflinar reglugerðinni í þessum tilfellum. Þau hljóta að hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri það rétta í stöðunni og að þessu fólki væri ekki hætta búin í Grikklandi. Ég næ ekki alveg því hvers vegna Grikkland er svona hættulegt er það ekki í Evrópusambandinu þar sem allir eru svo góðir og við viljum ólm komast í. Þar á varla að vera pottur brotin í mannréttindum. Ég allavega styð Dómsmálaráðherra í þessari ákvörðun því þó að ég sé algjörlega ósamála þeirri stjórn sem hún starfar í hefur mér hún sýnst réttsýn heiðarleg og vilja gera öllum gott þegar hún hefur komið fram á opinberum vetfangi.
mbl.is Hælisleitendur sendir til Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn fari ekki offari.

Þó að Eva Joly sé hin mætasta kona og hjálp hennar við úrlausn mála hér einn mesti happadráttur sem að á fjörur okkar hefur rekið ættu menn að anda með nefinu áður en farið er að úthrópa embættismenn hægri vinstri.
Það liggur fyrir að saksóknari lýsti yfir vanhæfni fyrir hartnær mánuði síðan og að dómsmálaráðherra skipar annan í hans stað í þeim málefnum sem að snúa að bankahruninu. Við skulum athuga að Eva þó góð sé stjórnar ekki stjórnskipun Íslands og við sjálf skulum líka gæta að því að vera ekki orðin svo full af hræðsluáróðri að við sjáum púka í hverju horni.
Þó að það blási á í augnablikinu skulum við halda okkur frá nornaveiðum og órökstuddum fullyrðingum og dómum um þá embættismenn sem að eiga að gæta hagsmuna okkar.
Ég sé ekki annað en að það hafi verið tekið fullt tillit til athugasemda Evu og það áður en þær voru settar fram.
Varðandi hvernig önnur mál eru saksótt tel ég það ekki í verkahring Evu Joly að setja kjörinni ríkisstjórn Íslands starfsreglur um hvernig málum er skipað.
mbl.is Hefur ekki hugleitt að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt stóð það ?

Stutt stóð samviskubit olíufurstana rétt svona 48 klst rúmlega það tók þá all nokkur lengri tíma að laga það sem of var tekið.
En þeir eiga bágt þegar fyritæki er tekið og skuldsett margfalt þá þarf að borgaskuldirnar og hvað er betra til þess en örum sett bök Íslenskra skulda þræla það sér ekki á þeim þó að við bætist svona eitt strik eða hvað. Enda heyrðist mér fyrrverandi starfmaður olíufélags Bjarni B vita af einhverjum hýðanlegum bökum á stöð tvö í kvöld en meira um það þegar ég er búin að raka garðinn.
mbl.is Skeljungur hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins of snemt ?

Á mínu heimili er árið 2009 bara hálfnað er ekki fullsnemt að kjósa Evrópumann ársins í júni. Eða eiga fylgismenn aðildar ekki von á því að fleiri öflugir stuðningsmenn birtist. Ég bara svona spyr i fávisku minni
mbl.is Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara ef það hentar mér.

Mér finnst að það vandi samhljóm í áherslur Samfylkingarmanna. Á stað einum átti að stækka álver eitt og þá var talið nauðsynlegt að grípa til atkvæðagreiðslu til að íbúarnir gætu sagt álit sitt á því hvort að sú stækkun mætti eiga sér stað eða ekki. Því tel ég að Samfylkingin hljóti að vera fylgjandi íbúalýðræði nú er uppi eitt hið mesta og versta mál í sögu landsins og þá eru íbúar ekki þeim vanda vaxnir að greiða atkvæði um örlög sjálfs sín. Er ég bara einn um að heyra það eða er fölsk nóta einhverstaðar í tónverkinu sem borið er á borð fyrir okkur. Frá mínum bæjardyrum séð sýnist mér að áherslan á íbúðalýðræði sé að það sé gott ef að það henti viðkomandi flokki svona eins og í laginu bara ef það hentar mér.

Og nú setjum við sem erum á móti þessu traust okkar á Ólaf Ragnar Grímsson að hann sýni að hann er ekki hlutdrægur heldur lætur eitt yfir alla ganga og skrifar ekki undir þetta fremur en fjölmiðlalögin. Skrifi hann undir þessi lög eru rök hans við neitun á undirskrift fjölmiðla lagana harla léttvæg að mínu mati.


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríman að falla

Nú falla grímurnar ein af annarri og það sem ekki var sagt í kosningabaráttunni er að koma í andlitið á almenningi sem var svo glapskyggn að kjósa þessi ósköp yfir sig. Það var hægt að stórauka listamannalaun setja pening i tónlistarhúsið en nú er ekki peningur í lánasjóðinn og ég sé ekki betur en að nú vilji ráðherra krukka í atvinnuleysisbæturnar og flytja á milli flokka til að leggja meiri pening í Lín til að bjarga málunum.

"Bent er á að þar sem atvinnuleysisbætur séu tæpar 150 000 ámánuði og félagsbætur sveitarfélaga 105 000 til 120 000 geti orðið til þess að námsmenn kjósi frekar að fara á bætur en að halda áfram námi og taka lán sem að þeir þurfa að borga til baka"

Hæstvirtur ráherra virðist líka vera á þessari skoðun. Og vill því millifæra.

Sem foreldri veit ég að maður millifærir ekki frá einu barni til annars nema að taka eitthvað frá hinu barninu. Þannig að á Íslensku vill ráherrann minnka atvinnuleysisbætur til atvinnulausra Íslendinga til að geta lagt meiri pening í LIN.
Eða er þetta kannski plott til að geta lagað  bókhaldið það er jú betra að fólk verði að taka námslán sem að þarf að greiða til baka aftur til ríkisins heldur en að það þiggi atvinnuleysisbætur sem ekki þarf að borga til baka.

Þetta er sennilega planið þvinga atvinnulausa í skóla með því að hirða peninginn úr atvinnuleysistryggingarsjóði yfir í LÍN og lána það sem námslán þá tæmist atvinnuleysis sjóðurinn ekki atvinnuleysi minnkar á pappíum og ríkið  fær peninginn til baka og stjórnmálamennirnir geta haldið áfram að haga sér eins og þeir séu í Undralandi. Sniðugt plan ekki satt..
mbl.is Ekkert svigrúm til hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er til í að borga.

Ég er meira en til í að borga það sem að ég er í ábyrgð fyrir vegna Icesave. Ég hef alltaf skilið það svo að ef maður ábyrgist eitthvað þá þarf maður að gera ráð fyrir því að þurfa að borga. En ég er ekki til í að borga þetta eins og það er sett upp í dag. Skrifi ég undir ábyrgð hjá einhverjum sem síðan fellur er fyrst gengið að eignum hans til greiðslu og síðan að mér fyrir því sem að ekki næst upp í greiðsluna. Hér vantar algjörlega þann hluta það er að ganga að þeim sem að bera ábyrgðina þeir sigla um á snekkjum baða sig í sólinni og sumir eru jafnvel á launaskrá hjá mér við hin sömu batterí og þeir notuðu til að véla alla peninga burt úr landinu. Þegar búið verður að ganga að þeim sem tjóninu ullu og nota þá peninga til að greiða upp í skuldina þá er ég til í að skoða það að borga restina.

 


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður úttekt séreignasparnaðs skattlögð sem hátekjur.

Ofan á Icesave málið eru nú boðaðar skattahækkanir eitt þyrstir mig að vita varðandi boðaðan hátekjuskatt. Nú má reikna með að fjöldi fólks leggi á sig eins og það getur til að reyna að bjarga sér taki síðan út þann lífeyrissparnað sem að má taka út en sú úttekt telst með sem tekjur og verða því skattlagðar sem slíkar. Skildi það verða tilfellið að hin nýi skattmann seilist þá með hátekjuskatti í vasa þeirra sem neyddust til að taka út sparnaðinn og fóru með því yfir tekjumörkin sem verða örugglega ekki mjög há. Skilgreining síðasta hátekjuskatts var að meðaltekjur teldust hátekjur. Þetta verður fróðlegt að sjá.
mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo 2007

Það er orðið orðtæki að eitthvað sé svo 2007 notað þegar talað er um eyðslu og bruðl því hlýtur árið 2007 að vera gott dæmi um að allt var í blóma. Þess vegna datt mér í hug að skoða útgjöld ríksisins 2007 og síðan 2009 tala fyrir 2007 kemur fyrst.
Forsætisr                 1.186,5  -- 2.221,1
Menntamálar           46.251,8 --  58.801
Utnaríkisr                 9.708 --  12.256,9
Landbunaðar           13.822  --  17.546,8 þetta er tala Sjavarútv og Lanbúnaðarr
Sjávarútvegsr          3.003.8  --
Dóms og K               20.815,1  -- 23.456,4
Félagsmálar             32.698,1  --  113.140,5
Heilbrygðis og tr       144.648,8  --  115.659,7
Fjármálar                  36.386,1  --  55.234,9
Samgöngur               23.329,8  --  50.972,8
Iðnaðarr                    4.255,7  --  6.280,5
Viðskiptar                  1.668,9  --  2.715,3
Hagstofa                   595,3  --  Fallið niður
Umverfisr                  4.950,8  --  6.631,8

Ég sá ekki annað en að það væri hægt að ná umtalsverðum árangri með því að bakka bara til 2007 Það ruglar mann að það er búið að færa saman Sjávarútveg og landbúnað og svo hafa trygginarmál færst á milli félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneytis.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband