Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
1.6.2009 | 23:33
Birta bréfið
Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2009 | 21:53
Magnað
Íslenska þjóðarsálin er skrítin en ef að það er líklegt til vinsælda hjá þjóðinni að vilja ekki leiðrétta misgengi lána og verðtryggingar, að láta undan kúgunum útlendra afla og gera alt til að koma þjóðinni undir stjórn hinna sömu afla, hækka greiðslubyrði heimilanna og gera ekki neitt.Ef þetta er það sem að þjóðin vill þá hefur hún það núna. Við hinir sem viljum sjá aðgerðir og uppbyggingu verðum að bíða en um sinn.
En verð að segja það að þetta finnst mér mögnuð niðurstaða. Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur.
Stuðningur við stjórnina eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2009 | 11:43
Þjóðnýta lífeyrissjóðina?
Ég viðurkenni að ég skelfist að hugsa svona sjálfur fylgismaður einkaframtaks og sjálfstæði þegnanna til að fara sér að voða svo fremi sem að þeir skaði ekki aðra með því. En þessi hugmynd er að verða áleitnari hjá mér með hverjum deginum hvers vegna jú þetta eru peningarnir okkar ætlaðir til að tryggja okkur rólegt ævikvöld í góðu þjóðfélagi en ekki einhver útrásarleiktæki.
Hver vegna ættum við að sætta okkur við það að misvitrir menn með mismikla þekkingu á fjármálagjörningum séu settir í þetta. Og að lesa um kostnaði við stjórn þeirra er óhugnanlegt.
Við greiðum þessa peninga af okkar vinnu er ekki sanngjarnt að þeir séu notaðir til að efla þjóðfélagið og styrkja innviði þess í framkvæmdir og annað sem að tryggði góða búsetu hér. Þær framkvæmdir yrðu að vera arðbærar það þarf að gera kröfu um lágmarks ávöxtun.
Ríkið sér um þá sem að greiða ekki í lífeyrissjóð en lífeyrissjóðir hafa sagt að þeir sem eru með örorku og sjóðirnir borga þeir séu að sliga kerfið ég hef heyrt að það væri best að þeir færu á ríkið. En er það ekki ein af hugmyndum um lífeyrissjóði samtrygging. Ef hún hverfur þá er alveg eins gott að hver maður greiði í séreignasjóð og sjái eingöngu um sig. Við það að sameina þetta allt undir ríkinu þá væri hægt að tryggja fólki lögbundin lífeyri miðað við inngreiðslu og þeim sem lenda undir mörkum væri tryggð afkoma.
Ég sé ekki í fljótu bragði mikla galla á þessu en gaman væri að fá um þetta rökræðu. Höldum okkur samt frá því að við færslu til ríkisins fari allt í spillingu. Það er eitt af hinum nýju verkefnum að breyta því. Ég hef aldrei getað skilið af hverju það telst eðlilegur hlutur að það ríki spilling í opinberri þjónustu. í mínum bókum heitir það vanhæfni og að fólk veldur ekki starfi sínu og ætti að missa það ef svo er.
En spurningin er Er ekki bara hið besta mál að þjóðnýta lífeyrissjóðina gera þá ríkisrekna innan strangs regluverks. Þar eru í dag tólfhundruð miljarðar sem gætu nýst vel í arðbær og gjaldeyrisskapandi verkefni. Takið eftir gjaldeyrisskapandi verkefni.