Leiðir sparnaður til veikinda eða dauða

Þessi spurning leitar á mig. Svo er mál með vexti að ég þekki manneskju sem þarf á lyfjum að halda lyfjum sem að halda niðri áhættu þáttum fyrir sjúkdómi sem árlega dregur marga til dauða. Nú er svo komið að samkvæmt reglugerð hefur kostnaðurinn af þessum lyfjum hækkað svo mjög að ekki er lengur peningur til að kaupa þau töku er því hætt áhættu þátturinn eykst og sennilega endar það með spítala innlögn kostnaðarsömum aðgerðum eða jafnvel dauða.

Ég í einfeldni minni held að þetta sé ekki svona ég hef staðið í þeirri meiningu að velferðarstjórnir að norrænni fyrir mynd verndi sína minnstu meðbræður en kannski hef ég rangt fyrir mér. Til að fá þessu svarað gerði ég mér ferð í apótek og spurði um þessi mál og var þá tjáð að viðkomandi gæti skilað inn fylgiblöðum með skattframtali og sótt um endurgreiðslu mér varð nú á orði að það yrði erfitt ef viðkomandi hefði safnast til feðra sinna vegna lyfjaleysis áður en að gerð skattframtals kæmi.

Í stutt máli fór ég þaðan út engu nær það voru engin svör á stað þar sem þetta ætti nú að vera vitað. Ég leitaði á netinu og sé að einhverja hjálp er að fá en ég gat ekki á nokkurn máta fundið neitt sem að gerði mér skiljanlegt á einfaldan máta hvernig þetta kerfi virkar er hjámark eða lágmark hvernig er brugðist við gagnvart því fólki sem hreinlega getur ekki leyst úr lyf. því þætti mér vænt um að einhver sem les þetta mundi fræða mig á því hvernig þetta kerfi virkar svo að ég fari ekki að trúa því að hið norræna velferðarkerfi hafi tekið upp gamla siði frumbyggja sem var að láta gamla og veikburða ganga fyrir ætternisstapann.

Það hlýtur að vera ódýrara fyrir ríkið að halda fólki frá kostnaðar sömum innlögnum með fyrirbyggjandi aðgerðum. En kannski að upp hafi verið fundin enn árangursríkari sparnaðarleið. Það er farið að hvarfla að mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband