Ég er til í að borga.

Ég er meira en til í að borga það sem að ég er í ábyrgð fyrir vegna Icesave. Ég hef alltaf skilið það svo að ef maður ábyrgist eitthvað þá þarf maður að gera ráð fyrir því að þurfa að borga. En ég er ekki til í að borga þetta eins og það er sett upp í dag. Skrifi ég undir ábyrgð hjá einhverjum sem síðan fellur er fyrst gengið að eignum hans til greiðslu og síðan að mér fyrir því sem að ekki næst upp í greiðsluna. Hér vantar algjörlega þann hluta það er að ganga að þeim sem að bera ábyrgðina þeir sigla um á snekkjum baða sig í sólinni og sumir eru jafnvel á launaskrá hjá mér við hin sömu batterí og þeir notuðu til að véla alla peninga burt úr landinu. Þegar búið verður að ganga að þeim sem tjóninu ullu og nota þá peninga til að greiða upp í skuldina þá er ég til í að skoða það að borga restina.

 


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband