Ég er ósammála

Ég er ekki hissa á að alt sé hér að fara til andskotans helmingur allra stjórnenda landsins á öllum sviðum virðist alltaf vera í útlöndum að daðra við maddömuna og lýsa því yfir að við ætlum nú að fara að bjóða henni í dans. Það er ekki nokkur möguleiki á að við séum á leið í evru alla vega ekki meðan ég lifi.  Þeir sem harðast berjast fyrir því gengi endanlega frá því með Icesave samningnum þökk sé þeim það er þó eitthvað gott sem af þeim leiðir. Þrýstingur vegna þess samnings mun gera okkur ófært að standast ákvæði Mastrictrs svona í cirka mansaldur.
mbl.is Telur Ísland stefna á evrusvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"er ekki nokkur möguleiki á að við séum á leið í evru alla vega ekki meðan ég lifi" Ja sumir líta stórt á sig! Ætlar þú bara einn og sjálfur að koma í veg fyrir það? Er þetta ekki bara spurning um lýðræði? Það verður meirihluti Alþingis og síðar þjóðarinnar sem ræður! Og þjóðin ákveður sig eftir að hafa fengið nægar upplýsingar vonandi. En ekki eitthvað bull í þér og mér sem vitum takmarkað um þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.6.2009 kl. 18:28

2 identicon

Ég er ekki frá því að bloggarar sem vilja ekki láta misskilja sig á þessum síðustu og verstu þurfi hreinlega að fara að teikna skýringamyndir með færslunum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 18:35

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hans:

Gunnar Rögnvaldsson lenti í því um daginn í athugasemdunum við eina færsluna.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.6.2009 kl. 19:28

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

2018 telst ég vera orðið lögilt gamalmenni 2024 erum við að greiða síðustu greiðslu af Icesave ef svo fer fram sem horfir ef að við verðum ohóflega bjartsýn ættum við þá að geta uppfyllt Mastrict svona 2030 og þá er eg orðin vel löggilt gamalmenni og miðai við þann niðurskurð sem ráðast þarf í á heilbrigiðskerfinu verður líklegt að meðalaldur þjóðarinnar hafi lækkað all nokkuð. Svo já Helgi ég tel að evran verði ekki tekin upp hér á mínum lífdögum miðað við þær reglur sem að um upptöku hennar gilda þannig að ég er ósammála aðalhagfræðingnum um þetta mál. Lýðræði hefur ekkert með Mastrict sáttmálan að gera eða þær reglur sem að við þurfum að taka upp til að taka upp evru. Ég tel að aðalhagfræðingurinn hafi átt við það því hafi hann verið að tala um inngöngu í sambandið er hann komin út fyrir sitt verksvið sem embættismðaður en það er að sjá um peningamál þjóðarinnar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.6.2009 kl. 20:12

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Magnús Helgi tæki sig nú til og kynnti sér Evrópumálin myndi hann ekki vita takmarkað um þau.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 20:17

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fjármálaráðuneytið komst annars að þeirri niðurstöðu um daginn í spá sinni að við myndum uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru um skuldir ríkisins árið 2039. Þar var hins vegar m.a. EKKI gert ráð fyrir skuldum vegna Icesave.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Kári Harðarson

Minnir mig á dánarorð Oscar Wilde: "Either that wallpaper goes, or I go".

Kári Harðarson, 11.6.2009 kl. 23:38

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

hefði verið gaman að sjá það veggfóður.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.6.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband