Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Samstöðu stjórnin

Þessi stjórn er merkilegt fyrirbrigði þar er varla samstaða um neitt nema þegar kemur að því að pína þegnana þá ganga stjórnaliðar í takt með sælubros á vör eins og brúðhjón á leið til sængur á brúðkaupsnóttina.

Um þau mál sem ekki snúast um að leggja drápsklyfjar á þjóðina eða ormahreinsa ólátabelgi útrásarinnar er engin samstaða. Í þeim málum er hver höndin upp á móti annarri í Evrópu málum eru flokkarnir eins og eins og hjón á barmi skilnaðar þar sem að annar aðilinn leyfir hinum að fara með Visakortið út í búð og eyða séreignasparnaðinum í vitleysu til að reyna að láta hjónabandið lafa aðeins lengur en þar á ég við þá fásinnu stjórnvalda að VG skuli láta hulduflokkinn sem ekki hefur gert neitt af sér, en samkvæmt eigin sögn er ekkert það sem hér hefur skeð honum að kenna, að VG skuli láta þann flokk eyða allt að 2 000 000 000 að því er tölur segja í umsókn í einskonar Rotaryklúbb sem ljóst er að engir aðrir sem á skerinu búa vilja vera í.

Það keyrir síðan um þverbak að heyra að það hafi verið farið fram á það við Lilju Mósesdóttur að hún segði af sér vegna skoðana sinna. Er það ekki brot á stjórnarskrá að fara fram á það við þingmann að hann rjúfi þann eið að vinna samkvæmt eigin samvisku landi og þjóð til hagsbóta. Ég bara spyr þess að ef þessi tilaga hefur verið borin fram af þingmanni hvort sá hin sami eigi ekki að segja af sér. Mér finnst þetta alvarlegt mál

Nei Steingrímur það getur verið að það sé rétt hjá þér að það ríki knúin samstaða innan flokks þíns og flokks Jóhönnu samstaða milli fólks sem að hefur ráðið í yfir 40 stöðugildi án auglýsingar fólks sem að hefur stuðlað að samdrætti í ríkisrekstri samkvæmt Silfri dagsins um innan við 2% meðan að landslýður á að taka á sig 16% kaupmáttar rýrnun ásamt öllu hinu. Það getur verið að það sé samstaða milli þessara aðila sem sjálftöku hafa um þetta en sú samtaða finnst ekki meðal þjóðarinnar.

Ég tel að það sé komin tími á að þessi glataðasta ríkisstjórn lýðveldisins rými til fyrir einhverjum sem betur geta og það sem fyrst áður en hún veldur meira tjóni fyrir landsmenn.


mbl.is Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragð er að þá barnið finnur

Þetta máltæki var oft notað í minni heimasveit þegar að eitthvað keyrði svo fram úr hófi að jafnvel börn áttuðu sig á því hvað það var galið. Ekki ætla ég að líkja forustu ASI við börn en það er þó komið fram eitthvað sem að hefur vakið forustuna af sinum Þyrnirósa svefni eða það ætla ég að vona að þetta lága urr í formanninum sé ekki bara til sýndarbrúks.

Ég hef sagt það áður að ASI er ekki félagsskapur um inngöngu í ESB heldur hagsmuna samtök launafólks um kaup og kjör félagið er heldur ekki samkvæmis maddama stjórnvalda eða Samtaka atvinnurekanda. ASI á að standa vörð um kjör félagsmanna sinna og ekkert annað að mínu mati. Svo skora ég á Gylfa að halda nú áfram á þessum nótum það eru allir samningar margbrotnir og þar af leiðandi ættu þeir að vera lausir svo létt verk ætti að vera að hefja nú aðgerðir eins og verkföll til að sÝna getulausum stjórnvöldum að við hin almenni meðal Jón og Gunna erum búin að fá andsk..... nóg ad þessu bulli.

Og vinsamlega ekki koma með comment um að þetta verði að gera út af Sjálfstæðisflokknum það er að verða komið ár síðan að hann fór frá og það er fjári aumt að það að agnúast út í hann sé svar við öllu hjá stjórnarliðum. Ef þeir ráða ekki við verkið eiga þeir að fara frá en ekki að hanga við kjötkatlana sölsandi til sín fleiri og stæri bitum en þeir þurfa til viðurværis. Ég hef altaf metið Atla Gíslason en eftir morgun þáttin í morgun og andsvör hans þar gagnvart Pétri þar sem einu svörin voru skítkast í löngu horfin stjórnvöld er afstaða mín til hans komin í endurmat kannski hún verði bara endurjöfnuð hvur veit jöfnuður og mat eru alla vega í tísku þessa dagana.
mbl.is Líst afar illa á hugmyndirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægi manna

Mér finnst stjórnmálamenn 21 aldarinnar vera að ná nýjum hæðum í sjálfbirgingshætti það er ljóst eftir lestur þessarar fréttar er almenningur í hinum Norrænu velferðar kerfum ekkert annað en skattamaskínur sem gott er að selja bóluefnið þegar búið er að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, heilbrigðisstarfsfólk og síðan fólk sem gegnir mikilvægum hlutverkum í samfélaginu.  Hverjir ákveða hvað er mikilvægt og hvað er ekki í þjóðfélagi okkar mér finnast stjórnmálamenn 21 aldarinnar vera farnir að teygja sig nálægt Guði ég vona bara að vængirnir brenni ekki eins og hjá Íkarus.

Í ríkjum sem að kenna sig við jafnræði er nefnilega öllum þegnum boðið upp á sömu þjónustu að mínu mati. Það má skipta fólki niður í hópa eftir því hvað liggur á en að láta einn hóp hafa þessa þjónustu á kostnað annars sem síðan þarf að borga fyrir að fá hana um leið og hann borgar fyrir þá sem að nutu hennar án borgunar. Það á ekkert skilt við jafnræði að mínu mati.


mbl.is Hyggjast bjóða bóluefni til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASI á villigötum.

Ég hef um langt skeið verið hugsi yfir áherslum ASI og annarra félaga samtaka launafólks. Þær eru að mörgu leiti góðar og umhyggjan fyrir fólki í lægri launastigum er þakkar verð. En hvers á fólk að gjalda sem er í hinum hærri launastigum fer það bara ekki að yfirgefa hreyfinguna okkar og skilja okkur hina  eina eftir í henni.
Þetta fólk er jú það sem borgar mest til félagana í formi gjalda það borgar hlutfalslega mest til þjóðfélagsins en er utangarðs fólk í sinni eigin hreyfingu því öll áhersla hreyfingarinnar snýst um að koma efri hluta hennar niður á við en ekki að hækka neðri hlutann nær efri hlutanum. Það verður að segjast að stundum hvarflar að mér að hreyfingin mín sé í samstarfi við norrænu fyrirmyndar velferðar stjórnina við að skapa jöfnuð og stöðugleika hér norðurfrá. Það er þann jöfnuð að allir hafi það jafn skítt og séu á botninum því að það er í sjálfu sér stöðugleiki að geta ekki sokkið lengra. 

Ég persónulega vil heldur fljóta upp á við en sökkva til botns og lái mér hver sem vill og ég tel komin tími til að ASI og önnur þessháttar samtök fari að verja alla en ekki bara neðri hlutan. Efri hlutin borgar jú lika til félagsins og við njótum góðs af því.


mbl.is Enn verið að máta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita ekki hvað þau gjöra.

Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra sagði mætur maður eitt sinn hann var það vel þokkaður að við höfum miðað tímatal okkar við fæðingu hans æ síðan.

Ekki er ég svona góðlyndur því að ég hef ekki hugsað mér að fyrirgefa núverandi stjórnvöldum það sem að þau gera. Að eyða miljörðum í umsókn um vist í bandalagi sem að 29% okkar vilja vera í að skera niður í heilbrigðis og mennta kerfi á sama tíma og niðurskurður undir þeirra eigin afturenda er í skötulíki að standa í vegi fyrir öllum framkvæmdum sem til bóta gætu verið og að síðustu að ætla  að eyðileggja nokkuð gott skattkerfi sem að tveir hagfræðingar í Kastljósi voru nokkuð sammála um að væri aðgerð sem að gæti slegið stjórnvöld illa til baka. 

Mér fannst síðan hálf slappt að heyra málflutning ráðherra úr flokki sem að svikið hefur svo til öll stefnu mál sín frá því í vor að mínu mati gagnrýna mistök manns sem þó tók að hluta til ábyrgð á gerðum sínum fyrir alt að fjórum árum síðan. Það má gagnrýna aðgerð KSÍ sem á að starfa með unglingum og vera fyrirmynd þeirra en eiga stjórnmálamenn ekki að gera slíkt hið sama ég var alla vega alin upp við það að það ætti að standa við orð sín en það virðist ekki eiga við um þá sem að standa í stjórnmálum kannski eru þeir bara ekki fyrirmyndir fyrir unglinga til að fara eftir. Er nokkur furða að ég velti þessu fyrir mér.

Ég ætla ekki að fyrirgefa stjórnvöldum og allra síst þær skattahækkanir sem að nú vofa yfir ef þær verða að veruleika.


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti en ekki hýrudráttur

Starfsfólki mínu það er þeim einstaklingum sem að töldu mér og öðrum trú um að þeir væru hæfastir til að stjórna hér á landi vil ég benda á að á hinum almenna vinnumarkaði tíðlakast ekki að greiða fyrir vinnuframlag sem að ekki er skilað. Sé ekki um veikindi að ræða heldur skróp greiðist ekki. Sama vil ég að gildi um þá einstaklinga sem eru á launum hjá mér og með báðar hendur á kafi í vösum mínum til að sópa til sín fé.

Það kallast ekki að hýrudraga að taka af fólki pening sem það hefur ekki unnið fyrir það kallast réttlæti.


mbl.is Minni laun fyrir dræmar mætingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið nýja Ísland

Mikið er ég heppin maður að lifa í hinu nýja lýðveldi hér er ekki mikið að. Hér eru ekki stórmálin að flækjast fyrir fólki það er varla vandamál með atvinnumálin það hafa ekki horfið fjárhæðir sem að fólk skilur ekki stærðirnar á. Nei hér er friður og hagsæld og öllum lýður vel og hafa ekki um mikið annað að hugsa en að fyrir næstum fimm árum síðan sýndi maður það dómgreindarleysi að fá sér of mikið í tánna og rölta inn á skemmtistað sem bauð upp á listdanssýningar á súlu og láta féfletta sig um nokkrar miljónir sem að hann borgaði síðan sjálfur.

Mistök hans liggja síðan í því að vilja sækja rétt sinn svo að nú næstum fimm árum síðar nötrar þjóðfélagið af vandlætingu það er sá hluti þess sem hefur vandlætingu að starfi.

Hver er lærdómurinn. Hann er sá að þetta er nákvæmlega hið nýja Ísland mistök þessa mans liggja í því að borga fyrir mistök sín og viðurkenna þau og síðan en ekki síst að sækja rétt sinn. Hvoru tveggja er nefnilega eitthvað sem að ekki er lenska og ekki fólki þóknanlegt  í hinu nýja lýðveldi. Það er jú ekki góð lenska að borga skuldir sínar sagði einhver og dómur Hæstaréttar í Glitnis málinu sýnir hvernig er að sækja rétt sinn.

Nei mér finnst afnotagjaldinu mínu sem að ég er reyndar píndur til að borga illa varið þegar ég horfi á Kastljós kvöldsins.


Gamalt vín á nýjum belgjum.

Það er greinilegt að sú stjórn sem að hér ríkir hefur ekki lært rassgat síðan þessir aðilar héldu um taumana síðast þegar fólk lapti dauðan úr skel hér á skerinu í kringum 1990.
Það á að skattleggja og skattleggja til að taka hvatan frá fólki að bjarga sér enda ekki furða þegar þeir sem stjórna virðast ekki hafa hugmynd um að það þarf að framleiða verðmæti og leggja fram vinnuframlag til að velta og hagsæld skapist í landinu. 

Það má þakka búsáhaldabyltingunni það að hér ríkja stjórnvöld sem vilja breyta öllu á þann veg að það megi líkja fólkinu í landinu við endurnar á  tjörninni sem svamla um í hringi bíðandi eftir því að einhver hendi til þeirra brauði en oft er það svo að höndin með brauðið fæðir sumar endur betur en aðrar.

Allar endur eru jú jafnar en grænar og rauðar endur aðeins jafnari en aðrar.

Það er engan niðurskurð að sjá hjá höfðingjunum sjálfum það er hægt að reka fólk í umönnunar stéttum svelta verktaka á götuna og skattpína almenning en sparnaður hjá elítunni sjálfri hann er ekki til. Til að gæta jafnræðis við almúgann hefði til dæmis átt að reka ca 6 þingmenn það hefði verið ágætis fordæmi, Nei í staðin þá eru laun lækkuð í þykjustunni og lækkunin tekin til baka í launuðum nefndar og stjórnastörfum sem þarf ekki einu sinni að stunda.

Ég og vonandi fleiri leita nú logandi ljósi að einhverju eða einhverjum sem að virðist hafa einhverja getu til að leiða okkur út úr þessu verst er að það eða sá virðist ekki finnast í Íslenskri stjórnsýslu þó að krafan um eiginleikana sé ekki ýkja hörð Aðeins heiðarleiki trúmennska og trygglyndi við umbjóðendur sína, landið sem þeir byggja og hagsmuni hvorutveggja eiginleikar sem þurfa að koma framar eiginhagsmuna poti og hagsmunagæslu fyrir sig og þá sem þóknanlegir eru.

Ég spái því að flestir munu fljótlega draga úr vinnuframlagi sínu og hætta að kaupa þær vörur sem hækkaðar verða sem veldur því að framleiðendurnir leggja upp laupanna og fleri störf tapast.

En verið viss um eitt þó að allir hætti að kaupa þessar vörur verða þær enn í vísitölunni og hækka hana mánuð eftir mánuð.

Hér þarf stjórnaskipti og það strax að bíða fram yfir áramót er ekki orðin kostur í stöðunni.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byltinginn byrjar heima Hillary

Held að frúin ætti að byrja á þeim öfgahópum sem að ríkja í hennar eigin landi. Allt ofstæki er að hinu illa enda boðaði frelsarinn fyrirgefningu og umburðarlyndi. Það þýðir þó ekki að það eigi að láta allt yfir sig ganga í nafni umburðarlyndis fólk á að standa á sínu en ég vona innilega að Bandaríkin láti vera að leiða sannleika sinn yfir fleiri þjóðir í bili og ljúki því sem að þeir eru byrjaðir á fyrst.


mbl.is Brjóti niður múra öfgahyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rétta fátækum hjálparhönd.

Staddur í fyrirtæki einu hér í bæ sá ég skilti þar sem að ég var hvattur til að kaupa aukapoka til styrktar bágstöddum. Ég get ekki að því gert að það myndaðist örlítið glott á mér ekki yfir hlutskipti þeirra bágstöddu á því hef ég fullan skilning heldur vegna þess að eigendur þessa fyrirtækis eiga hlut í því hvernig ástandið er hér í dag hefðu þeir sýnt meiri aðgætni og ekki alveg farið fram úr sér þyrfti ekki svona marga aukapoka til að metta þá munna sem ekkert eiga.

Ég verð að segja það fyrir mitt leiti að ég kaupi ekki auka poka í þeim fyrirtækjum sem að til stendur að afskrifa hjá milljarða svo að þau hin sömu fyrirtæki geti slegið sig til riddara á minn kostnað heldur vil ég styrkja málefni á mínum forsendum. Það jaðrar við að mér finnist þetta eiginlega hálf svona kaldhæðnislegt gagnvart okkur landsmönnum. Ég tek það þó fram að ég skil nauðsyn málsins en ég bara get ekki fengið af mér að hjálpa brennuvörgunum við einskonar syndaaflausn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband