Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
22.11.2009 | 21:13
Á að trúa þessu
Lái mér hver sem vill en ég held áfram að vera efasemdarmaður í þessu og vegna vantrúar á valdhöfum held ég áfram að gruna þau um græsku í þessu til að geta aukið skattheimtu á lýðinn i skjóli einhverra óljósra náttúru hamfara sem að þeir geta svo sagt að hafi verið bjargað vegna aðgerða þeirra sem að mestu eru fólgnar í því að ná peningum af fjöldanum til að eyða í gæluverkefni.
Sem dæmi má nefna að ef öll þau gjöld sem lögð hafa verið á ökutæki til að nota til vegagerðar hefðu verið notuð í þann málaflokk ækjum við núna um á granít vegum og aksturslínurnar væru úr gulli og allir vegir væru hitaðir en sá peningur lenti að mestu leiti annarstaðar
![]() |
Suðurskautið bráðnar hraðar en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2009 | 12:15
Íslendingar taki forustu
![]() |
Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2009 | 15:29
Ætlar Samfo að draga ESB umsókn til baka
![]() |
Gagnrýnir stjórnarandstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2009 | 20:56
Dýr störf í áliðnaði.
Það heyrist oft að hvert starf í áliðnaði sé dýrt fyrir þjóðarbúið.
Mér langar að vita hvað hvert starf við byggingu tónlistarhúsins í miðbæ Reykjavíkur kostar og síðan hvað það kostar að reka það per starf sem það veitir og að lokum áætlaðar gjaldeyristekjur af óberminu.
Veit þetta einhver
20.11.2009 | 19:48
Tel annað nafn betra
![]() |
Kaupþing verður Arion banki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2009 | 19:42
Einfalt svar
![]() |
Vill betra verð frá birgjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 20:17
Rétt niðurstaða
KSÍ komst að réttri niðurstöðu í kvöld að mínu mati málinu lauk fyrir 4 árum síðan með ákveðinni gjörð og að það skuli þyrla upp moldviðri í dag er frekar til marks hve auðvelt er að leiða athygli okkar frá hinum stóu málum líðandi stundar. Hvaða skoðun sem fólk hefur á þessu máli þá er staðreyndin sú að því lauk hvað varðar KSÍ fyrir löngu og sé óánægja með það verður fólk einfaldlega að sýna það í næsta stjórnarkjöri.
![]() |
Stjórn KSÍ aðhefst ekki frekar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 16:33
Ríkið á undan með góðu fordæmi
Það er nú aldeilis flott hjá alþýðlegum stjórnvöldum vorum að þau kreisti svo fram sparnað í löggæslu vorri að nú sé hægt að fjölga í liðinu þetta er kannski vinstri lausnin á atvinnuleysinu að
spara og segja upp fólki til að geta ráðið fólk aftur.
Það kemur fram í fréttinni að "Breytingar hafi verið gerðar á vaktkerfum, deildir lagðar niður og laun lækkuð hjá starfsmönnum, svo nokkur dæmi séu nefnd." (feitletrun er mín)
Það er því ljóst að ríkið gengur á undan með góðu fordæmi fyrir aðra atvinnurekendur og er þeim sönn fyrirmynd við að jafna út laun Íslenskrar alþýðu þannig að allir nái jafnvægi og samstöðu á botninum nema náttúrulega rúmlega 60 einstaklingar og vinir þeirra og vandamenn sem að skammta sér af borðinu eftir sjálfdæmi.
Það kom mér því ekki á óvart er ég heyrði fullyrt í mín eyru í dag að eitt af þeim fyrirtækjum sem að þrýsti hart á launþega sína núna um að falla frá samnings og lögbundnum launahækkunum sínum er í raun ríkisfyrirtæki það er fyrirtæki í skjóli ríkisbanka, ormahreinsað í boði og á kostnað alþýðunnar of getur síðan flækst fyrir öðrum fyrirtækjum á frjálsum markaði.
Ég er svo sem ekki hissa á þessu enda varla við öðru að búast að framkoma fyrirtækja í eigu velferðarstjórnarinnar við landsmenn sé eins og stjórnin sjálf kemur fram við þegna sína.
Ég fer fram á að ASI birti nöfn þeirra eða þess fyrirtækis sem að uppvíst var að því að þrýsta á starfsmenn sína að falla frá lögbundnum launahækkunum.
Þetta á ASI að gera svo að aðrir launamenn geti beint viðskiptum sínum til fyrirtækja sem virða starfsfólk sitt og hafa ekki þurft á afskriftum að halda. Og til þess að þeir launamenn sem það vilja geti fært fé sitt úr þeim stofnunum sem reka viðkomandi fyrirtæki til að sína vanþóknun sína.
Ég velti því stundum fyrir mér hvað Steingrímur og Jóhanna myndu segja ef að þessi ógæfuspor væru stigin af hægri stjórn
![]() |
Auglýst eftir lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 20:54
Hálf rýrt
Frekar finnst mér þetta nú rýrt að finna peð til að fórna ef það vera mætti til þess að hungur lýðsins í blóð myndi minnka. Maðurinn segist vera saklaus eins og margir aðrir. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þetta hálfgerður skrípaleikur því hér getur varla verið um að ræða sömu upphæðir og liggja í óborguðum lánum til bankakaupa eða hringekju lána. En kannski er meiri glæpur að reyna að bjarga því sem að maður á en að leika sér með eitthvað sem að maður á ekki.
En síðan gæti verið að í raun sé ekki hægt að gera neitt við hina raunverulegu hrunvalda að það sé ekkert í lögum sem að nær yfir þá eða að það sé ekki vilji í landi sem að fellur niður spillingarlistana með hraða krónunnar og lánshæfismatsins, sé ekki vilji til að gera neitt vegna samtryggingar og eigin hagmuna þeirra sem að ráða.
Bót er þó í máli að þeir hafa fundið þann sannleika að til að spara í útgreiðslum atvinnuleysisjóðs þá sé best að láta foreldra borga atvinnuleysisbætur barna sinna eða er það ekki það sem kemur úr jöfnunni hér að neðan.
1 ungmenni býr í leiguhúsnæði það missir vinnuna og til að geta framfært sér á atvinnuleysisbótum flytur það heim til pabba og mömmu og borgar heim til að létta þeim róðurinn. Þá kemur hin mannvæna velferðarstjórn og tekur hálfar atvinnuleysis bætur til að geta sett þær til einhverra sem eru guði meira þóknanlegir. Fræðilega eru því foreldrar ungmennisins farin að borga bæturnar fyrir ríkið með því að taka afkvæmið undir sinn verndarvæng.
Ofan á byrði foreldranna bætast hækkaðir skattar kolefnisgjald sykurskattur hækkaður virðisaukaskattur og fleira góðgæti. Hafi eldra fólkið líka verið svo vitlaust að borga skuldir sínar og taka ekki þátt í vitleysunni verður eign þeirra skattlögð og séu þau svo heppin að kveðja táradalinn þá nást síðan skattar af því sem eftir verður.
Þessi velferðarstjórn er snilld en bara fyrir þá sem njóta velferðarinnar. Frá mínum bæjardyrum séð eru það bara þeir sem að vinna við Austurvöll og fá borgað fyrir vinnu sína þar og í mörgum tilfellum síðan extra fyrir að mæta í hana í formi nefndalauna og annarra bitlinga.
Samdráttur ríkis innan við 2% samkvæmt SIlfrinu fyrir séð rýrnun kaupmáttar 16% niðurskurður atvinnuleysis bóta til að ákveðin hópur sjái ljósið 50%.
Ég kýs Jón Gnarr
![]() |
Staðfestir kyrrsetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 09:36
Verið að undirbúa jarðvegin
Mín skoðun á svona fréttafluttningi er það að verði sé að undirbúa jarðvegin fyrir frekari hækkanir á vöru og þjónustu. Það er nóg að skoða nokkurar vöruflokka og hækkanir á þeim og bera saman við feril gengis krónunar til að sjá að hæakkanir á þeim eru vel í takt og meiri en gengið gefur til efni til.
Skoðið bara nokkurar vöruflokka sjálf.
![]() |
Beðið færis til þess að hækka vöruverðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |