Að rétta fátækum hjálparhönd.

Staddur í fyrirtæki einu hér í bæ sá ég skilti þar sem að ég var hvattur til að kaupa aukapoka til styrktar bágstöddum. Ég get ekki að því gert að það myndaðist örlítið glott á mér ekki yfir hlutskipti þeirra bágstöddu á því hef ég fullan skilning heldur vegna þess að eigendur þessa fyrirtækis eiga hlut í því hvernig ástandið er hér í dag hefðu þeir sýnt meiri aðgætni og ekki alveg farið fram úr sér þyrfti ekki svona marga aukapoka til að metta þá munna sem ekkert eiga.

Ég verð að segja það fyrir mitt leiti að ég kaupi ekki auka poka í þeim fyrirtækjum sem að til stendur að afskrifa hjá milljarða svo að þau hin sömu fyrirtæki geti slegið sig til riddara á minn kostnað heldur vil ég styrkja málefni á mínum forsendum. Það jaðrar við að mér finnist þetta eiginlega hálf svona kaldhæðnislegt gagnvart okkur landsmönnum. Ég tek það þó fram að ég skil nauðsyn málsins en ég bara get ekki fengið af mér að hjálpa brennuvörgunum við einskonar syndaaflausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband