Samstöðu stjórnin

Þessi stjórn er merkilegt fyrirbrigði þar er varla samstaða um neitt nema þegar kemur að því að pína þegnana þá ganga stjórnaliðar í takt með sælubros á vör eins og brúðhjón á leið til sængur á brúðkaupsnóttina.

Um þau mál sem ekki snúast um að leggja drápsklyfjar á þjóðina eða ormahreinsa ólátabelgi útrásarinnar er engin samstaða. Í þeim málum er hver höndin upp á móti annarri í Evrópu málum eru flokkarnir eins og eins og hjón á barmi skilnaðar þar sem að annar aðilinn leyfir hinum að fara með Visakortið út í búð og eyða séreignasparnaðinum í vitleysu til að reyna að láta hjónabandið lafa aðeins lengur en þar á ég við þá fásinnu stjórnvalda að VG skuli láta hulduflokkinn sem ekki hefur gert neitt af sér, en samkvæmt eigin sögn er ekkert það sem hér hefur skeð honum að kenna, að VG skuli láta þann flokk eyða allt að 2 000 000 000 að því er tölur segja í umsókn í einskonar Rotaryklúbb sem ljóst er að engir aðrir sem á skerinu búa vilja vera í.

Það keyrir síðan um þverbak að heyra að það hafi verið farið fram á það við Lilju Mósesdóttur að hún segði af sér vegna skoðana sinna. Er það ekki brot á stjórnarskrá að fara fram á það við þingmann að hann rjúfi þann eið að vinna samkvæmt eigin samvisku landi og þjóð til hagsbóta. Ég bara spyr þess að ef þessi tilaga hefur verið borin fram af þingmanni hvort sá hin sami eigi ekki að segja af sér. Mér finnst þetta alvarlegt mál

Nei Steingrímur það getur verið að það sé rétt hjá þér að það ríki knúin samstaða innan flokks þíns og flokks Jóhönnu samstaða milli fólks sem að hefur ráðið í yfir 40 stöðugildi án auglýsingar fólks sem að hefur stuðlað að samdrætti í ríkisrekstri samkvæmt Silfri dagsins um innan við 2% meðan að landslýður á að taka á sig 16% kaupmáttar rýrnun ásamt öllu hinu. Það getur verið að það sé samstaða milli þessara aðila sem sjálftöku hafa um þetta en sú samtaða finnst ekki meðal þjóðarinnar.

Ég tel að það sé komin tími á að þessi glataðasta ríkisstjórn lýðveldisins rými til fyrir einhverjum sem betur geta og það sem fyrst áður en hún veldur meira tjóni fyrir landsmenn.


mbl.is Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband