Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Til hamingju foreldrar.

Í dag er haldið upp á feðradaginn hér sem er gott. Það er umhugsunarvert hve réttur barna til feðra sinna er bágborinn hér á landi og það er líka umhugsunarvert hve litla áherslu á það jafnrétti hin jafnréttissinnuðu samtök Femínista leggja því þeim virðist mjög í mun að hér séu allir sem jafnastir. En sennilega er með þau samtök sem og önnur samtök sem vilja jöfnuð og bræðralag að þegar  upp er staðið snýst baráttan ekki um annað en það venjulega það er að sumir séu jafnari en aðrir. Þessar staðreyndir og þau orð sem að þingmaður lét falla í garð feðra á þingi breyta ekki þeirri staðreynd að við feður eigum að rækja skyldur okkar jafnvel þó að til þess þurfi að gera fleira en okkur er ljúft. Þetta snýst jú ekki um okkur heldur um á einstaklinga sem að við áttum þátt í að senda inn í þennan heim einstaklinga sem að voru aldrei spurðir hvort þeir vildu það eða ekki.

Mér sem föður og nú afa finnst þessu umræða oft á villigötum. Að mínu mati er ekkert til sem heitir réttur móður eða föður sá aðili sem á allan rétt í þessum málum er barnið það á rétt til þess að umgangast kynforeldra sína og vera samvistum við þá eins og það óskar. Við skulum ekki gleyma að þó að fjölmargar konur misnoti forræðið yfir börnum sínum þá eru líka fjölmargir feður sem að ekki rækja skyldur sínar við börn sín. Þetta verður kannski að einhverju leiti lagað með lögum en það verður aldrei í lagi fyrr en fólkið sjálft bætir eigin siðferði og hugsun og hættir að hugsa um sjálft sig og að beita börnunum í því stríði sem að oft á sér stað þegar upp úr samvistum slitnar.

Ég vil óska feðrum og líka mæðrum til hamingju með daginn og biðja þau í framtíðinni að setja réttindi og þarfir barnanna fram yfir stundarhagsmuni, fortíðin eltir mann og kannski valda gjörðir dagsins í dag einhverju sem að menn bjuggust ekki við í framtíðinni. Hvers vegna ætti barn sem vanrækt er af foreldri að sýna því hinu sama foreldri ástúð á eldri árum og þegar upp er staðið er það ekki eitthvað sem að við flest viljum vera án þó að það geti hentað okkur í einhverjum skammtíma átökum að beita þessu viðkvæma fjöreggi í eigin þágu.


mbl.is Benda á rétt barna til feðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega mörg hálkuslys

Skyldi það vera misskilningur hjá mér eða eru hálkuslys tíðari núna síðustu daga en verið hefur undanfarin ár og er það vegna þess að Vegagerðin hefur dregið það mikið saman að verið sé að stofna öryggi borgaranna í hættu. Sé svo er þá ekki rétt að draga úr framlögum til stjórnmálaflokka og nota peninginn í hálkuvarnir á vegum landsins.
mbl.is Slys í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drögum umsóknina til baka

Það er ljóst að það er verið að kasta fjármunum á glæ með því að eiða stórfé í samnginaviðræður um eitthvað sem að þjóðin vill ekki. Drögum því umsóknina strax til baka og notum peninginn hér heima svo að ekki þurfi að leggja á sósíalískan vegaskatt á alla spotta út úr höfuðborginni
mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mæta í vinnuna.

Mér finnst oft erfitt að mæta í vinnuna það er vont að vakna í skammdeginu og ansi erfitt að drusla sér fram úr. Þó mæti ég því að kaupkerfi mitt og flestra landsmanna er byggt þannig upp að við fáum greitt fyrir að vera í vinnunni.
Þess vegna skýtur það skökku við þegar fréttir berast af því að þó nokkur fjöldi ágætlega launaðra einstaklinga í þessu þjóðfélagi fái rúmlega þá upphæð sem talin er nægja fólki sem atvinnuleysisbætur í laun fyrir störf sem að viðkomandi sér síðan ekki sóma sinn í að mæta til að vinna.
Það er oft á tíðum vegna þess að þessir aðilar eru uppteknir við önnur störf sem að þeir þiggja líka laun fyrir. Mér fannst það til dæmis athyglisvert þegar talin var upp samninganefnd Íslands við Evrópusambandið þá voru þar einstaklingar sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu eins og til dæmis í skilanefndum.
Ég vinn nú sennilega ekki merkilega vinnu en hún sér þó til þess að ég hef ekki tíma til að taka að mér stjórnarsetur í nefndum og fyrirtækjum eða þingstörf hvað þá að ég hefði tíma til að semja við Evrópubandalagið meðan ég jafnframt sinnti vinnuskyldu minni við þann aðila sem að greiðir mér laun.

Sama held ég að gildi um flest alla og ansi er ég hræddur um að þetta sé hluti af hinu gamla Íslandi þar sem að menn gauka að hvor öðrum störfum og skildum fyrir góð laun laun sem að aldrei stendur til að leggja þurfi vinnuframlag á móti svo að einhverju nemi.
Séu þetta hins vegar ekki merkilegri störf en það að það sé hægt að sinna þeim meðfram tveimur til þremur vinnum þá finnst mér 160.000 á mánuði vel í lagt og réttast að lækka eða leggja þessi laun af og sleppa þess í stað áformum um vegaskatta út frá borg og bæjum á Íslandi.


mbl.is „Dagur fékk 160 þúsund á fund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þetta þurfi í umhverfismat

Ef ég man rétt falla geislar sólar á jörðu og hita hana upp það veldur uppgufun og síðar regni ef að mannkynið fer nú í miklum mæli að reisa spegla sem að hindra sólargeisla í að ná jörðu hver ætli verði áhrifin. Nú verður maður sennilega að tóra til 2200 til að sjá það


mbl.is Sólarorkuver út um allt í Sahara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afþökkum lánið

Sýnum nú fram á að hér sé eitthvert stolt eftir og afþökkum þetta lán um leið og við köllum samningamenn okkar heim og sendum ESB fingurinn. Við getum alveg komist af án þessa bandalags sem hefur sýnt góðvilja sinn í verki.

Auk þess legg ég til innflutnings bann á Euroshoper vörur og fisksölubann til Bretlands.


mbl.is Lánar ESB Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tímabundið eftirlit.

Að mínu mati á ekki að koma upp tímabundnu vegabréfaeftirliti heldur hafa það langvarandi. Ég vil gjarnan leggja á mig þá fyrir höfn að taka með mér vegabréfið sem að á auk þess að gera í ferðalögum erlendis ef að sú aðgerð getur hjálpað til þess að innanstokksmunir mínir séu enn á sínum stð þegar ég kem heim.
mbl.is Tímabundið vegabréfaeftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími aðgerða er komin

Við getum mótmælt þessu við getum kveinað og kvartað yfir óréttlætinu en er ekki tími svoleiðis liðin og komið að tíma aðgerða. Það er ekkert gegnsæi í neinu sem gert er og bankar og ríkistjórn fara sínu fram en við skulum muna það að við eigum síðasta orðið ef þið eruð ósátt við niðurfellingu skulda á 1998 hjá Kaupþing eða þessa aðgerð gegn Festi þá er þetta einfalt tæmið bækur ykkar og flytjið viðskiptin annað hættið að versla í Bónus en  ekki gera ekki neitt því annars heldur þetta bara áfram. Það er ógæfa Festis að það gleymdist ekki að bókfæra skuldir þeirra eins og  kom fyrir suma skuldunauta Landsbankans sem að nú standa með öxina í topp stöðu og kljúfa aðra í herðar niður.

Hverjum skyldi annars vanta þennan kvóta skora á fólk að fylgjast með hvað verður um eigur þessa útgerðarfyrirtækis og hvar þær lenda .


mbl.is Segja bankann keyra lífvænlegt fyrirtæki í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara

Hvernig væri nú að ríkið sýndi sparnað og léti vera að ráða í stöðuna og sýndi þar með gott fordæmi. Það gæti verið þeim starfsmönnum heilbrigðisgeirans sem eru að missa störfin sín einhver huggun vegna þess að hér sé raunverulegur sparnaður í gangi. Nóg ætti að vera af hæfu starfsfólki hjá ríkinu til að taka þessa stöðu.

En einhvern vegin held ég að hér sé verið að rýma til fyrir einhvern hollan gæðing en við sjáum til


mbl.is Guðmundur flyst til fjármálaráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta það bitna á börnunum

Sem fyrrverandi nemandi í einum af þessum skólum langar mig að leggja orð í belg. Það að ætla að fara að keyra börn um langan veg að vetrartíma er ekki réttlætanlegt hvað þætti okkur grafavogsbúum um að börnin okkar stunduðu nám í Vogunum og væru keyrð á milli við vondar aðstæður og í vondum veðrum og það bætist ofan á að Vegagerðin er að minka snjóruðning og hálkuvarnir. Síðan gleymist að af þessum miljónum sem sparast er borgaður skattur og gjöld og sveitarfélögin missa þann ´spón úr aski sínum fólki fækkar og byggðin rýrnar. Það má örugglega spara annarstaðar en í þessu. Hvað með að loka menntaskólanum við Borgfirðingar gátum sótt okkur framhaldsnám þó ekki væri menntaskóli í héraði.
mbl.is Þrír skólar lagðir niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband