Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sumarfrí

Er ekki komin tími á að starfsmenn okkar vinni 11 mánuði á ári. Sem einn af eigendum að alþýðufyrirtækinu Íslandi finnst mér það bara sjálfsagt á kreppu tímum. Enda er ég farin að huga að sparnaði í fyrirtækinu og er þar ofarlega á baugi betri framleiðni aukin viðvera og niðurskurður fríðinda. Og mér virðist að það sé hægt að skera all nokkuð áður en að sársaukaþröskuldi er náð. Byrja til dæmis á því að laga sérhagsmuna lögin um eftirlaun en ekki bara tala um það og fleira og fleira.
mbl.is Forseti Alþingis kallar ekki saman þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðuframkvæmdir

Átti ekki að setja þarna upp skilti í fyrra þegar varð banaslys á svipuðum slóðum. Þótti ekki mikið koma til viðtals við ferðamálastjóra og framkvæmdagleðina á þeim bænum en það felst í því að funda í haust. Það getur ekki verið svo erfitt að það þurfi löng fundahöld um málið og mikla rekistefnu  að búa til skilti og reka það niður í fjörukamb


mbl.is Mannbjörg í Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum trjárækt

Á hverju ári í byrjun vetrar hefst garnagaul mikið um að banna nagladekk sem eru þó lífsnauðsyn þetta er gert í krafti svifryksmengunar sem að er þó að mestu moldrok af óbirgðum pöllum vörubíla og óhellulögðum moldarflögum bæjarins en verum náttúruvæn og bönnum dekkin og kennum þeim um þetta svo að ekki þurfi að taka á raunverulega vandamálinu. 
Engin fer á límingunum yfir því heilsutjóni sem að fólki er búið af grænum fingrum meðborgaranna sem planta andsk trjágróðri hvar sem auga er litið og það gróðri sem að ekki tilheyrir flóru Íslands seint hallmæli ég fagurgulu sóleyjartúni eða fallegri gleym mér ey og blágresi en engar rætur ber ég til aspa og annarra aðskotahluta í Íslenskri náttúru sem að nú ausa yfir okkur endalausu magni frjókorna
Þess vegna segi ég burt með trén látum þó blessað birkið vera. Það er svo alveg ótrúlegt að það sé leyfilegt að troða niður þúsundum nýrra trjáa á hverju ári sem að breyta ásýnd landsins um aldur og ævi það hlýtur að þurfa umhverfismat á það en svo er ekki nóg er að skifta þessu upp í ákveðna stærð og þá þarf ekkert mat.
Ef að á að byggja smá skúr í hlíðardragi þarf allt að meta en það má hylja sama hlíðardrag með öspum og jólatrjám og breyta ásýnd þess að eilífu það kallast náttúruvernd.
Get ekki að því gert að mér finnst gæta tvískinnungs í þessu og mæli með því að trjá rækt verði bönnuð í þéttbýli að minnstakosti.


Endurtekið blogg

Set þetta hérna aftur því hvað skeði fyrripart mánaðar þá hækkaði krónan en er sokkin núna aftur þetta skildi þó ekki vera tilfellið. Tek fram að ég hef ekki þekkingu á þessu útreikningarsystemi.

En svona bloggaði ég í júní
Heyrði athyglisverða tilgátu í dag Það eru uppi grunsemdir um að bankarnir hafi fiktað í genginu sér til hagsbóta og sýnist sitt hverjum og ég ætla ekki að dæma um það. En svo hækkar gengið í dag og af hverju jú viðmælandi minn hafði það á hreinu sko nú er að koma að þeim degi sem að verðbætur eru reiknaðar á okkur sem eigum innistæðurnar þannig að gengið hækkar og þá minnka verðbæturnar sem þarf að borga sjáðu bara til eftir mánaðarmótin þá lækkar það aftur. Getur þetta verið nú ætla ég að fylgjast með hvort að ferlið er svona


Grænlendingar kunna það

Sá  á Vísir þar sem ísbirnir ógnuðu fólki á Grænlandi og voru skotnir án þess að það þyrfti að trufla hálfa veröldina það er gott að vita að enn er til fólk sem að gerir sér grein fyrir því hvernig náttúran virkar. Eigum við bara ekki að biðja Grænlendinga um að taka okkur yfir sennilega margt vitlausara sem við gætum gert

Saklausir englar

Þetta er haft eftir talsmanni félagsins

"Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það og lækkar í takt við við breytingar á heimsmarkaði." 

Ég er sammála þessu en þá frekar í þessu formi

Krafan er einfaldlega sú að útsöluverð hérlendis endurspegli heimsmarkaðsverðið og því hækkar það en  lækkar aldrei eins mikið og lækkun heimsmarkaðsverðs
Um daginn gekk tölvupóstur milli manna þar sem hvatt var til að hætta að versla við olíufélög nú held ég að við sauðirnir ættum að lata verkin tala en þau ættu að beinast að Olís.



mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki

Leysir evra, nokkuð  hvernig er ástandið á Írlandi núna þeir eiga í kreppu og hafa evru. Er þetta evru tal einfaldlega ekki hannað til að drepa málum á dreif vegna þess að það er ekki vilji til að taka á vandamálunum hér heima. Ég viðurkenni vel að ég hef ekki mikla þekkingu á hinum flóknu efnahagskerfum en frá mínum bæjardyrum séð snýst þetta einfaldlega um að eytt var um efni fram og nú þarf að borga. Það þyrfti líka þó að gjaldmiðilinn héti evra. Ég tel að séum blekkt til að halda að utanaðkomandi áhrif hafi hér meira að segja en raun er. Vandinn er að mínu mati heimatilbúin. Við hofum áður unnið okkur út úr erfiðleikum og munum einnig gera það núna. Það á hinsvegar að láta þá sem ollu skellinum borga brúsann en ekki alltaf sækja peningana í vasa almennings. Fjármálaeftirlitið ætti að rannsaka hina ársfjórðungslegu gengisfellingu sem vogunarsjóðum er kennt um en verður til á Íslenskum millibankamarkaði og útrásarherferðir sem að ekki var innistæða fyrir mega  missa sín. Sannleikurinn eins og ég sé hann er að í nokkurn tíma hafa misklárir en hugrakkir einstaklingar komist upp  með að kaupa gamalgróin fyrirtæki skipta þeim upp og henda síðan tómum feldinum á markað til að veiða sparifé landsmanna og bankar verið með fé á gjafprís. Núna þegar ekki er meira fé að veiða skjálfa tómir feldirnir í vindinum og mynda útburðarvæl sem að hræðir þjóðina enda hofum við alltaf myrkfælin verið. Ég man það að fólk taldi að ef Sambandið hrykki uppaf myndi Ísland leggjast í eiði ekki skeði það. Þannig að eins og það var líf eftir Sambandið  er líka líf eftir þessa kreppu styrkjum innviði okkar munum hvert útrásargræðgin leiddi okkur ræktum garðinn okkar styrkjum innviðina og styðjum  krónuna


mbl.is Ríkisstjórnin ræði evrumál við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkaupmenn vega að krónunni.

Samt er ég ekki alveg að skilja  hvaða máli skiptir gjaldmiðilinn ég hélt að það væri álagningin sem að skipti máli en ekki hvort að það sem látið er í staðin er saltfiskur sauðakjöt eða króna. Kostnaði er alltaf velt yfir á neytandann. Við kaupum ekkert meira þó að evra verði tekin upp eða gengið í sambandið við kaupum ekki meira en kaupið og yfirdrátturinn leyfir. Gæti verið að það sem menn sjái sé verðskyn okkar mörlanda en eftir myntbreytingu myndum við enn hikstalaust kaupa krónu kúlur sem að hétu þá evru kúlur og verðlag myndi hækka 120 falt það var það sem að skeði þegar núllin voru skorinn af og það á ekkert mjög löngum tíma. Ég hef ekki trú á að innréttingar kaupahéðna hafi breyst mikið síðan. Annað er þó í greinum sem að þjónusta útgerð og iðnað en þar eru menn í beinni samkeppni við útlönd á hverjum degi og varan keypt þar ef að verð hér heima er ekki samkeppnisfært. Hin almenna neysluvara er undir allt öðrum formerkjum kjöt og mjólk er ekki hægt að kaupa í Brugsen og fá sent heim með DHL.  Einhvernvegin set ég spurningarmerki við það að blessaðir stórkaupmennirnir séu að hugsa um mig í þessu tilfelli. Kannski er ég bara í fýlu út í þá því að ég varð að henda enn einu sinni ávöxtum sem að ég keypti skil það ekki en það hlýtur að fylgja verðbólgunni aukin mygluhraði á bláberjum, jarðaberjum og appelsínum bananar linast orðið upp á leiðinni heim og um þverbak keyrði í dag þegar ég ætlaði að steikja lauk keyptan á föstudag og hann var orðin að brúnu hlaupi að innan ( ísskápurinn er í lagi) Mundi ég þá eftir fyrir sögn úr Íslandssögunni þar sem orðin maðkað mjöl komu fyrir kannski er komin tími á að endurvekja Samvinnuhreyfinguna án þeirra mistaka sem að gerð voru síðast þegar brotist var undan einokun til frelsis.  Og sú ferð verður ekki farin þjóðinni til góða með því að taka afleggjarann í Evrópusambandið að mínu mati, heldur með því að fá í stjórn fólk sem að setur hagsmuni lands og þjóðar í öndvegi okkur er hollt að muna að við létum frjálsræðið í hendur útlendinga á ekki svo ósvipuðum forsendum fyrir nokkrum öldum og hvað uppskárum við jú maðkað mjöl meðal annars. Það tók okkur aldir að öðlast sjálfstæði aftur en ekki einu sinni hundrað ár til að úrtölu menn ríði um héruð enn á ný. (Verst að það skuli hvergi vera til sýrutunnur í dag) Gissur jarl fékk lúður og nafnbótina jarl en hvað ætli Gissurar dagsins í dag fái ekki veit ég það en hitt tel ég mig vita að áhrif okkar á stjórn og reglur Evrópu sambandsins væru eins og að reina að blása á móti vindhviðu undir Hafnarfjalli eða hvernig afgreiddi apparatið bón Dana um frumbyggjakvóta handa Grænlendingum. Því segi ég það höldum í krónuna söfnum fyrir kaupmenn ef á þarf að halda (var ekki 70% stéttarinnar að flytja sig til Englands) og umfram alt höldum áfram að vera þver þrjósk og sundurlynd sjálfstæð þjóð norður í rassgati með krónu sem gjaldmiðil.

Getur einhver sagt mér hvaðan orðið stórkaupmaður kemur.

 


Algjörlega ólíðandi

Þetta er í annað skipti sem að viðkomandi bátur truflar atvinnu hrefnuveiðimanna á þessu ári síðast 21-6. Það var barið á bumbur yfir því að vörubílstjórar væru að trufla fólk frá vinnu. Sama sýnist mér vera í gangi hér þannig að það er spurning hvort að stjórnvöld þurfi  ekki að grípa til aðgerða til að verja atvinnu hvalveiðimanna. Það er að mínu mati ekki málstað hvalaskoðunarfyrirtækja til framdráttar að láta blanda sér saman við málstað umhverfissamtaka heldur ættu þau að standa vörð um hið sérstæða hér á norðurhjara sem er að lifa í sátt við og af náttúrunni. Náttúruverndarsamtök hafa orðið uppvís af því að setja á svið bæði dráp og kengúrum og selum allt fyrir málstaðin og afkomuna enda sýnist mér oft að afkoman skipti meira máli en málstaðurinn. 
Enda mátti lesa milli línana í Kastljósi  að ekki hefði verið verra að ná safaríkum myndum af því þegar gert er að hvalnum Ég bendi þessum einstaklingum á að taka hamborgarann sinn og fara síðan í stórgripasláturhús og taka mynd af þegar gert er að 600 kílóa nauti það er ósköp svipað. En það gæti truflað stærri og voldugari hagsmunasamtök sem eru samtök amerískra nautgripabænda því er best að leggjast á hvalveiðimenn Íslendinga Grænlendinga og Færeyinga þeir eru fáir og smáir en hentugt myndefni til að geta safnað peningum út á og ekki margir sem að gera uppsteyt þó þeir fari á hausinn þegar atvinnan er farin. Aðeins er farið á móti norðmönum og Japönum en mér finnst í minna mæli enda meiri hagsmunir þar sem gætu tapast ef að þeir yrðu styggðir.

Auk þess legg ég til að við hefjum veiðar á stórhvelum aftur til að nýta náttúruna alla.


mbl.is Eltu hvalafangara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Odyrt Sumarfri

Her er rað til okkar miðaldra karlmanna hverng er hægt að eiga odyrt og gott sumarfri. Það er að taka að ser að passa barnabarnið ef svoleiðis eintak er til Þannig fæst utivera og hreyfing an nokkurs gjalds og ekki skemmir fyrir þegar myndarlegir okumenn annara barnavagna Það er okmenn af hinu kyninu brosa til manns a labbinu .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband