Algjörlega ólíðandi

Þetta er í annað skipti sem að viðkomandi bátur truflar atvinnu hrefnuveiðimanna á þessu ári síðast 21-6. Það var barið á bumbur yfir því að vörubílstjórar væru að trufla fólk frá vinnu. Sama sýnist mér vera í gangi hér þannig að það er spurning hvort að stjórnvöld þurfi  ekki að grípa til aðgerða til að verja atvinnu hvalveiðimanna. Það er að mínu mati ekki málstað hvalaskoðunarfyrirtækja til framdráttar að láta blanda sér saman við málstað umhverfissamtaka heldur ættu þau að standa vörð um hið sérstæða hér á norðurhjara sem er að lifa í sátt við og af náttúrunni. Náttúruverndarsamtök hafa orðið uppvís af því að setja á svið bæði dráp og kengúrum og selum allt fyrir málstaðin og afkomuna enda sýnist mér oft að afkoman skipti meira máli en málstaðurinn. 
Enda mátti lesa milli línana í Kastljósi  að ekki hefði verið verra að ná safaríkum myndum af því þegar gert er að hvalnum Ég bendi þessum einstaklingum á að taka hamborgarann sinn og fara síðan í stórgripasláturhús og taka mynd af þegar gert er að 600 kílóa nauti það er ósköp svipað. En það gæti truflað stærri og voldugari hagsmunasamtök sem eru samtök amerískra nautgripabænda því er best að leggjast á hvalveiðimenn Íslendinga Grænlendinga og Færeyinga þeir eru fáir og smáir en hentugt myndefni til að geta safnað peningum út á og ekki margir sem að gera uppsteyt þó þeir fari á hausinn þegar atvinnan er farin. Aðeins er farið á móti norðmönum og Japönum en mér finnst í minna mæli enda meiri hagsmunir þar sem gætu tapast ef að þeir yrðu styggðir.

Auk þess legg ég til að við hefjum veiðar á stórhvelum aftur til að nýta náttúruna alla.


mbl.is Eltu hvalafangara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er að mínu mati ekki málstað hvalaskoðunarfyrirtækja til framdráttar að láta blanda sér saman við málstað umhverfissamtaka..."

Jamm. Stóriðjusinnar telja líka að ferðaþjónustan ætti að hafa sem minnst samneyti við náttúruverndarsamtök.

Mikið er nú fallegt af þér að bera hagsmuni hvalaskoðunarfyrirtækja fyrir brjósti. Hvar væri ferðaþjónustan stödd ef hvalveiðimenn og álfyrirtæki hefðu ekki vit fyrir henni?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við skulum aðeins skoða þessa frétt í samhengi.  Hver hvalaskoðunarferð tekur um þrjár klst.  Yfirleitt sigla hvalaskoðunarbátarnir út í u.þ.b eina klukkustund og síðan er dólað á miðunum og leitað að hvölum.  Ekki er hægt að setja á "fulla" ferð fyrr en komið er "vel" út fyrir eyjarnar þetta þýðir að hvalaskoðunarbátur siglir u. b.b 7 - 8 sml út og fer þá að leita að hval til að sýna í þetta áætla þeir (hvalaskoðunarmennirnir) hálfa - eina klukkustund því þeir þurfa að sjálfsögðu að fara í land aftur.  Þetta þýðir að hvalaskoðunarbátarnir fara aldrei lengra en 12 sjómílur út frá sinni heimahöfn.  En þeir sigldu fram á hrefnuveiðibátinn Njörð 16 sjómílum frá landi, þarna er eitthvað sem passar ekki alveg, hver er sannleikurinn í þessu máli?  Ég verð nú að segja að mér þótti Sigursteinn Másson ekki mjög trúverðugur í Kastljósinu í kvöld.

Jóhann Elíasson, 10.7.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband