Bönnum trjárækt

Á hverju ári í byrjun vetrar hefst garnagaul mikið um að banna nagladekk sem eru þó lífsnauðsyn þetta er gert í krafti svifryksmengunar sem að er þó að mestu moldrok af óbirgðum pöllum vörubíla og óhellulögðum moldarflögum bæjarins en verum náttúruvæn og bönnum dekkin og kennum þeim um þetta svo að ekki þurfi að taka á raunverulega vandamálinu. 
Engin fer á límingunum yfir því heilsutjóni sem að fólki er búið af grænum fingrum meðborgaranna sem planta andsk trjágróðri hvar sem auga er litið og það gróðri sem að ekki tilheyrir flóru Íslands seint hallmæli ég fagurgulu sóleyjartúni eða fallegri gleym mér ey og blágresi en engar rætur ber ég til aspa og annarra aðskotahluta í Íslenskri náttúru sem að nú ausa yfir okkur endalausu magni frjókorna
Þess vegna segi ég burt með trén látum þó blessað birkið vera. Það er svo alveg ótrúlegt að það sé leyfilegt að troða niður þúsundum nýrra trjáa á hverju ári sem að breyta ásýnd landsins um aldur og ævi það hlýtur að þurfa umhverfismat á það en svo er ekki nóg er að skifta þessu upp í ákveðna stærð og þá þarf ekkert mat.
Ef að á að byggja smá skúr í hlíðardragi þarf allt að meta en það má hylja sama hlíðardrag með öspum og jólatrjám og breyta ásýnd þess að eilífu það kallast náttúruvernd.
Get ekki að því gert að mér finnst gæta tvískinnungs í þessu og mæli með því að trjá rækt verði bönnuð í þéttbýli að minnstakosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband