Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvað er milliibankamarkaður

Hlýtur að vera viðskipti milli banka held ég. En er ekki eitthvað skrítið við 120% aukningu á veltu og þar af 1/4 af veltunni meðan krónan var feld.
Væri gaman að einhver spekingurinn myndi fræða mig á því hvað veldur svona aukinni veltu á þessum tíma.
Ég viðurkenni að ég hef litla þekkingu á þessu en nefið á mér segir að ekki þurfi að leita til útlanda til að finna orsakavalda gengishrunsins. Nefið á mér segir líka að það hafi verið gert með vilja og vitund þeirra sem að ráða allavega sýnist manni ekki annað ekkert er gert í að gera opinbert hvað olli þessu. Og að lokum segir nefið á mér að það eigi ekki að gera neitt í þessu enda hver er áhuginn á því ekki myndi mér detta það í hug ef að ég réði.
Fólk skuldar nú lánastofnunum all miklu meira en áður og borgar mun meira á mánuði en áður og allt án þess að fá nokkru um það ráðið eða að hafa nokkuð gert af sér. Svo tala menn um þrælahald í öðrum löndum hér er þrælahald og vistarband í hávegum haft en það er í nafni fjármagns og gróða. Hvaða vit er til dæmis í því að á ísköldum húsnæðismarkaði hækkar vísitala húsnæðis gæti verið að nokkrir velstæðir fjármagnseigendur hafi gert nokkur viðskipti á góðu verði til að halda uppi vísitölunni. Nefið á mér segir mér að það sé skrítin lykt af þessari hækkun húsnæðis í vísitölunni jafnvel hreinlega bara ýldulykt.
mbl.is Mjög aukin velta með gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að birta þjóðerni.

Já að mínu mati á að birta þjóðerni alveg eins og kynferði karlmaður gerði þetta og hitt unglingar gerðu þetta og hitt siðan má leiða rök að því að sé ekki þjóðerni tekið fram sé um innfæddan að ræða. Með því móti fáum við á tilfinninguna hver þróunin er. 
Svo er annað mál að ég er búin að fá upp í kok af erlendum glæpalýð og reyndar íslenskum líka. Það á að setja lög í þá veru að um leið og menn gerast brotlegir fái þeir fylgd út á flugvöll og frímerki á afturendann og komu bann í einhvern tíma. Þetta er alveg hægt allavega getum við stöðvað mótorhjólaáhugamenn og neitað þeim um landvist og sent fólk úr landi án þess að hika. Við eigum alveg nóg með okkar eigin ribbalda og getum vel lifað án þeirra útlendu. Og varðandi þá sem voru í iðnaðarhúsnæðinu ef að Íslendingurinn átti sök þá á hann audda að fara inn en er ekki ólöglegt að búa í iðnaðarhúsnæði sé svo hefði lögreglan síðan átt að tæma húsið og innsigla það og kæra leigusalan.
En ég er sannfærður um að fleiri en ég eru búnir að fá yfir sig nóg af þessari þróun og teljum að tími sé komin á aðgerðir


mbl.is Líkamsárásir og eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvistarkreppa Homo Sapiens

Það er eiginlega hlægilegt að lesa þetta ekki vegna þess að háhyrningnum var bjargað heldur vegna þess að meðan verið var að flytja hann dóu sennilega nokkrir tugir af okkar eigin kynstofn vegna vanrækslu aðrir vegna þess að peninga vantaði og enn aðrir vegna þess að tryggingar þeirra komu sér undan að borga það sem þurfti að borga samanber myndina sem byggð er á ævi Lindu Peeno. En við getum friðað samviskuna með að bjarga einum og einum hval og þá vantar sko ekki silfrið

Og hvernig vita menn hvar háhyrningar eiga heima hafa þeir póstfang og þeir eiga það til að synda á land i einskonar sjálfstortímingar hugleiðingum því má líka líta á þessa aðgerð sem óæskilegt inngrip í náttúruna.

 


mbl.is Háhyrningi bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í auðmýkt og fullur af þakklæti.

Þakka ég ríkisstjórninni innilega fyrir að hafa með aðgerðarleysi sínu leyst mig undan því að hafa áhyggjur af því hvað ég ætti að gera við kaupið mitt ég þakka bönkunum fyrir að hafa farið hamförum i peningsaustri svo að ég geti sæll og ánægður horft á gengið falla og ég þakka Íslenskum fjarglæfra mönnum fyrir að skapa þann möguleika að ég gæti jafnvel misst vinnuna í ekki svo fjarlægri framtíð. Af hverju þetta þetta þakklæti í dag jú inn á heimabankann voru að berast greiðsluseðlar fyrir íbúðalánin mín og afborgarnir hafa einungis hækkað um um það bil 10 000 á mánuði og telst ég þó ekki skuldugur maður en kemst nú sennilega fljótt í hóp þeirra með sama áframhaldi. Um leið og ég blessa ríkistjórnina og þakka henni ráðlegg ég henni þó að taka fram sögubækurnar og athuga hver urðu örlög þjóðhöfðingja sem að gleymdu þjóðum sínum og hugðu ekki að velferð þeirra. Kannski hefur rísstjórnin þó lesið sögubækurnar enda virðist liggja á að koma upp Íslensku Stasi apparati og öryggissveitum kannski eru landsfeður og mæður vorir framsýnni en við ætlum þeim.  Að lokum bið ég svo Guð að hjálpa þeim sem ekki eru þó eins heppnir og ég og sjá nú ævistarfið fuðra upp og einnig þeim sem að þurfa að hefja ævina með álíka þunga klafa og Indverskar undirstéttir á bakinu. Kannski að fólk hér verði farið að senda börnin sín í vinnu til bankana til að hjálpa við að greiða niður skuldirnar innan ekki svo langs tíma það yrði vottur um framandi menningu sem myndi festa rætur hér og ætti að gleðja elítuna. Já og svo má ekki gleyma að þakka ölum hagfræðingunum sem að spáðu og ráðlögðu fólki og gera ennþá en núna bara með orðunum fólk getur sjálfum sér um kennt.

Óska öllum górðar helgar og öruggrar heimkomu


Endalaust bull

Olía Olía olía Það er ótrúlegt hvað veröldin lætur spákaupmennina teyma sig á asnaeyrunum með alskyns gróusögum til að afsaka endalausar hækkanir á olíu sem eru ekkert annað en blaður til að auka gróða. Mér hlakkar til þegar að þessi bóla springur að sjá í hvað þeir setja peninginn næst sennilega vatn því alltaf þarf að græða meira og meira til að halda uppi arðinum. Ég spái þvi að á haustdögum snarfalli verðið aftur og mínar spár eru ekki vitlausari en spár greiningadeilda.
mbl.is Hráolía lækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIl hamingju Ísland

Loksins tók ríkisapparatið á málunum og það af sinni alkunnu festu. Við almúginn erum búin að kalla eftir því að ekki sé hleypt hér inn í landið eftirlitslaust axarmorðingjum glæpagengjum og öðrum misyndismönnum sem virðast hafa nokkuð greiðan aðgang að landinu og koma hingað aftur þó að þeir hafi verið fundnir sekir um ýmis óhæfu verk og verið dæmdir útlægir af skerinu. Dettur manni oft í hug að þar sé fundið Grettis og Gunnars  genið en þeir kappar lögðu allt í sölurnar til að vera hér á klakanum þó dæmdir hefðu verið til að hypja sig. Ríkisapparatinu hefur einnig gengið fremur illa að halda í landinu þeim sem meinað hefur verið að fara og hafa þeir liðið úr landi eins og vatn úr sigti.
En nú hefur verið unnin bragarbót á málunum og batteríið hysjað upp um sig og sýnt tennurnar og ekki seinna að vænna enda um stórhættulegan einstakling að ræða hafði tekið þátt í pólitík í heimalandinu og þar sem að við erum á svipuðum stað og heimalönd viðkomandi á mörgum sviðum hefði verið stórhættulegt að hafa hann hér hann hefði getað farið út í pólitík og kannski náð kjöri einnig er hann sekur um að hafa aðstoðað okkur við að byggja upp barnahjálp í heimalandinu nei svona menn verður að losna við úr landi sem fyrst. Og svo látum við konuna fjúka í næstu viku. Þá getum við sofið rótt á okkar eyra mun öruggari en áður að vísu veltur enn inn í landið fólk með misjafnan bakgrunn sem að stjórnvöld hafa ekki nokkurn áhuga á að athuga en það fólk er stjórnvöldum þóknanlegt það hjálpar þeim nefnilega til að halda niðri kröfum eyjarskeggja um réttáttan skerf fyrir stritið. Paul karlinn hefði hinsvegar átt að kynna sér mannúðarstefnu hérlendra áður en hann gerði þau mistök að koma hingað það er nefnilega ekki gott að vera karlmaður en verra að vera karlmaður með konu og barn Hann hefði þurft að vera einstæð móðir frá Palestínu eða Kolombíu eða þá ung stúlka frá Suður Ameríku til að hafa meiri möguleika á landvist hér.
Og við virðumst heldur ekki gera okkur grein fyrir því hve stórhættulegur maðurinn er því að eftir því sem að fréttir segja þurfti tvo lögreglumenn til að fylgja honum til Ítalíu tvo menn frá embætti sem á varla orðið fyrir bensíni á bílana sína hefði ekki einn dugað.
Ég held bara að  ég sé svolítið hneykslaður.

 

 

 

 


mbl.is Ákvarðanir Útlendingastofnunar teknar án samráðs við ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki á morgun heldur núna

Ríkistjórnina burt ekki á morgun eða hinn heldur núna skifta um lið í Seðlabankanum ekki á morgun ekki hinn heldur núna. Ég er búin að fá meira en nóg af þessu bulli og lýsi eftir fólki sem ber hag almúgans fyrir brjósti og mun hér eftir enda öll mín logg á þessum orðum

Auk þess legg ég til að ríkisstjórnin fari frá Núna!


mbl.is Stýrivaxtalækkun frestast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer sagan í hring

Hlustaði á viðskiptaráðherra okkar í dag dásama Evrópu sambandið og gat eiginlega ekki annað en hugsað að svona hefðu sendiboðar Noregskonungs sennilega hljómað líka þegar var verið að koma okkur undir hann og við létum gabbast af gylliboðum um haust og vorskip. Hann eins og fleiri kenna krónunni um allt sem illa fer en krónugreyið er ekki illvirki hún er kringlóttur málmplatti með mynd hún steypir ekki hagkerfinu í voða hún fellur ekki nema henni sé hrint hún einfaldlega gerir ekkert af sér. Það eru aðrir sem að sjá um það og væri viðskiptaráðherra þjóðarinnar ekki nær að skapa það umhverfi hér að menn gætu ekki hrist krónuna eins og eplatré á uppskerutíma til að skapa sér gróða. Það eru lítil myntsvæði í heiminum sem að farnast bara vel en þar leika systkinin Græðgi og Gróði sennilega ekki eins lausum hala. Hef líka hlustað á grátbólgna sendiboða Mammons halda ræður um illvirki íbúðalánasjóðs og hvernig hann steypti öllu í glötun finnst það minna helst á barnaskóla ár mín þegar að mestu jaxlarnir að því er haldið var voru fyrstir til að hrópa það var hann og benda á einhvern alsaklausan félaga eða allavega minna sekan. Mér finnst þó heimurinn eitthvað skrítin þegar að ekki má reka sjóð sem að hefur það frekar að markmiði að lána fólki pening á nokkuð mannlegum nótum til íbúða kaupa ef það er ekki Evrópuapparatinu þóknanlegt væri gaman að vita hvað sama apparat segir um miljarða sambankalán svo til eingöngu ætlað til að styðja bankana er það ekki líka ólöglegt ?. Hlustaði líka á enn einn fræðinginn segja mér að hér væri allt á heljarþröm þangað til klukkan 10  þann 24 Desember 2010 en mundi lagast korter yfir ég hef álíka álit á þessum peningafræðum og veðurfræði eiginlega best til að segja manni hvernig veðrið var í dag hitt er meira líkt Lottóinu og rætist í réttu hlutfalli við vinningslíkur þar. En þetta er nóg í kvöld kannski létti ég á pirringnum sem heltekur mig í augnablikinu yfir stéttum sem að halda að þær séu mikið betri en aðrar og eigi þess vegna að vera í sérmeðferð, seinna í vikunni.

Góðar stundir. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband