Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Rökrétt skref

Þetta er algjörlega rökrétt skref hjá ríkisstjórninni.
Það er ófært að láta þá sem eru nú örþreyttir eftir að hafa með iðju og eljusemi lagt heilt þjóðfélag á hliðina, taka á sig þær byrðar sem nú þarf að leggja á þá með breiðu bökin. Það væru að bera í bakkafullan lækinn að auka álögur á þá einstaklinga.

Þess vegna er skiljanlegt að stjórnin muni hækka álögur á þá sem að hafa breiðu bökin það er þorra Íslendinga sem að ekki hafa verið í útrásarverkefnum og eru því aflögufærir. Þetta mun líka koma í veg fyrir þá óheilla þróun sem varð við styrkingu krónunnar og sjá um að kynda aftur undir verðbólgu bálinu landslýð til hagsbóta. Og ef hægt er að svíða restina af fjármunum almennings úr vösum hans þá má alltaf fella niður meiri skuldir af bökum Íslenskar útgerðarmanna og útrásarvíkinga.

Ég vil að lokum líka hrósa Ríkisstjórninni fyrir að leggja fram fjölmiðlalög sem að auka gjöld á bak almúgans en veita fyrirtækjum útrásarvíkinga sjálfdæmi á Íslenskum auglýsingamarkaði enda ríður nú á að styrkja þá sem mest og best og óvíst að niðurfelling skulda eða afhending skuldahreinsaðra fyrirtækja til sömu rekstraaðila dugi til. Það þarf að gera meira svo að viðkomandi þurfi ekki að slá af þeim standard sem þeir vöndust meðan þeir unnu hörðum höndum að því að gera þjóðina gjaldþrota.

Ég hef það á tilfinningunni að það sé í gangi félagsfræðileg tilraun í hvað langt er hægt að ganga í að nauðga þjóð áður en hún grípur til vopna.


mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof.

Ég hélt að maðurinn hefði orðið veikur og það alvarlega þannig að mér var mjög létt í kvöld þegar að RÚV vitnaði aftur í manninn sem að er orðin nokkurs konar heimilisvinur hér en það er hann OLE stækkunarstjóri ESB.
Veit ekki hvað ég hefði gert ef að það hefðu liðið þrír dagar milli álitsgjafar hans í kvöldfréttatíma.

Annars má hann alveg vita að mér finnst honum bara ekki koma málið nokkurn skapaðan hlut við ég er ekkert að fara að sækja um aðild.

Ég vil líka biðja RÚV að standa heldur vaktina yfir skuldauppgjöri bankanna heldur en að reka kosninga sjónvarp fyrir ESB aðild. Ég hef allavega ekki en séð útsendingatíma eitt í einhvern sem hefur eitthvað út á sambandið að setja.

Nýjar aðferðir

Eru þetta hin breyttu mótmæli sem talað var um á Austurvelli síðasta laugarda.
Mér finnst að Hörður þurfi að gefa út yfirlýsingu um hvort að þessi mótmæli séu á vegum hans þannig að fólk geti myndað sér skoðun á því hvort það vill mæta eða ekki næsta laugardag.

Annars gera þessir aðgerðarsinnar andstæðingum mótmælana greiða þeir fæla fólk frá því að mæta fólk sem að vill mótmæla með stillingu og reisn.

Hverju er síðan alltaf verið að mótmæla það er verið að mótmæla því að við höfum ríkisstjórn ríkisstjórn sem að situr í einum mesta meirihluta sem verið hefur og var kosin til fjögurra ára. Það var ekkert í kosningunum sem að sagði að ef efnahagserfiðleikar kæmu upp þá ætti að kjósa.
Það er líka sama hvaða ríkisstjórn hefði verið það væri óánægja með hana við þessar aðstæður. Við höfum okkar lýðræðislega rétt til að setja þessa stjórn af við kosningar og kosningar eru árið 2011 ef ég man rétt.

Það vekur mér athygli að mótmælin beinast eingöngu að stjórnvöldum þau beinast ekkert að gerendum þeim sem að komu okkur á kaldan klaka við krefjum stjórnvöld um aðgerðir en gerum ekkert sjálf.
Hvers vegna? Er það ekki vegna þess að það hentar ekki mótmælendum. Aðgerðarsinnar ásaka okkur sem að ekki mótmælum að vera latir og gegna ekki skildum okkar en kannski mótmælum við mörg á annan máta með því til dæmis að versla ekki við ákveðnar verslanir sem eru í eigu ákveðinna hringja, skilum inn símum frá símafélögum í eigu útrásar manna eða verslum ekki við þau olíufélög sem að hækka fyrst.

Ef þetta unga fólk vill mótmæla svo að bíti þá lokar það gsm símunum hættir að kaupa tölvuleiki og fara í bíó og verslar ekki í verslunum sem að tengjast útrásarvíkingunum en það er bara ekki eins inn og að komast í sjónvarp verandi lambúshettu hrópandi drullið ykkur út á löggjafar samkundu lýðveldisinns.

Mótmælendum er síðan hollt að ihuga hvaða hópar hylja andlit sín það eru hópar svipaðir þeim sem að ruddust upp á strönd Indlands fyrir stuttu sjá menn virkilega svoleiðis aðgerðir í einhverjum ljóma. Menn tala síðan um að það sé komin tími á uppreisn ég ráðlegg mönnum að leggjast yfir sögubækurnar og lesa um byltingar og hvað þær hafa haft í för með sér. Það á ekki að umgangast lýðræði okkar af láttúð það tók langan tíma að fá það.

Það eina sem að aðgerðir dagins í dag komu til leiðar er að sennilega verður lokað fyrir aðgang almennings að þingpöllum nema undir eftirliti og það sérkenni Íslensk þjóðfélags að ráðamenn gátu farið um óáreittir er horfið nú þurfa þeir lífverði. Annað hefur ekki breyst.

 

 

 

 


mbl.is Allir mótmælendurnir lausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vekur spurningar

Það er mjög óheppilegt að svona mál skuli koma upp því að við endurreisn bankanna þarf allt að vera 100%. Ég hef engar upplýsingar til að fella dóm yfir þessum eflaust ágæta starfsmanni en málið er óheppilegt.
Mig langar þó að vita eftirfarandi.

1. Þegar veitt er lán til svona kaupa er þá ekki skrifað undir neina samninga sem síðan eru þinglýstir ég hef hingað til ekki labbað út með peninga frá svona stofnun án fullra veða og þinglýsinga. En kannski eru að renna upp léttari tímar.

2. Fær ekki fólk síðan yfirlit um áramót vegna skattframtala þannig að því á að vera ljóst ef bókhaldið er í lagi hvort það skuldar annan eins pening.

Síðan segir þetta okkur almúganum all nokkuð um verðmætaskin bankaelítunnar ef að svona upphæðir skipta ekki meira máli en það að fólk athugar ekki hvort að það sem keypt er hefur raunverulega gengið í gegn.

Þetta er ekki til að auka tiltrú manna á viðkomandi stofnun sem var jú ekki mikil fyrir.


mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsmann skuldara

Menn eiga að borga það er dagljóst en það er eitthvað skrýtið ef að lánveitandi getur bara skrifað út tékka um kostnað þegar kemur að uppgjöri. Hér þyrfti að vera óháður aðili sem að metur tækið þannig að ekki sé hægt að skrifa út einhvern miljóna tékka. Því með fullri virðingu fyrir fjármálastofnunum okkar hverju nafni sem þær heita. Þá held ég að Íslenskur almúgi beri meira traust til jólasveinanna en ykkar í augnablikinu.
mbl.is Kröfur frá Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð Krónan

Ekki var amalegt að heyra í fréttum af fyrirtækjum sem að eru að verða samkeppnishæf við erlenda framleiðslu. Allt vegna myntarinnar okkar krónunar.

Högg fyrir Íra

Þetta er skelfilegt högg fyrir Íra sem eiga þegar í vandræðum vegna kreppunnar ég vona bara að þetta verði ekki boltinn sem að setur af stað domínó áhrif í bankakerfi þeirra einhverjir hafa jú veð í framleiðslunni og tapa nú fé þegar henni er hent. Sendi Írum stuðningskveðjur og vona að þeir verði snöggir að laga þetta. Spurningin er hvaðan fóðrið kom því sennilega er þetta í því svo er spurning ef að skepnur eru fóðraðar á fóðri með of miklum eiturefnum fer það ekki með skítnum sem að síðan er borin á tún og þaðan getur efnið borist niður í vatnsbirgðir. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu
mbl.is Eitur í írsku svínakjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn og mýs

Þegar erfiðleikar steðja að kemur í ljós úr hvaða efni fólk er sumir bugast og leita skjóls aðrir standa sem klettar og vinna sig út úr vandræðunum.
Mér sýnist nú að hluti fólks hafi bugast og í huga þess kemst ekkert annað að en að koma sér fyrir undir pilsfaldi evrópska stórríkisins þar sem alltaf er logn sól og rétt rakastig.

Fjórða valdið er meira að segja orðið eins og auglýsingastofa fyrir inngöngu maður heldur að  stækkunarstjóri sambandsins eigi við heilsubrest að stríða ef ekki er vitnað í hann daglega eða birt viðtal við hann í fréttatíma.

Hann virðist þó slá úr og í stundum komumst við inn á morgun en stundum ekki fyrr en hinn daginn stundum fáum við allt fyrir ekkert, allt fyrir eitthvað smávegis en stundum dettur upp úr hinum mæta manni að við fáum ekkert meira en aðrir hafa fengið.

Eitt er þó alltaf öruggt samkvæmt málflutningi inngöngusinna að við inngöngu mun bíða okkar sældar veröld allt að því svipuð og býður Arabískra stríðsmanna eða rétttrúaðra á himnum. grös gróa árið um kring, evrur falla af hverju tré og sólin sest aldrei.
Er þetta ekki misskilningur eru menn í raun bara ekki að tala um aldingarðinn Eden eða Mekka.

Ekki veit ég það,en ég veit hvað ég hef.
Ég bý í einu af ríkustu löndum Evrópu ég bý í landi mikilla auðæfa í formi ómengaðs vatns mikils jarðnæðis og gjöfulla fiskimiða.
Ég bý í landi þar sem ungbarnadauði er með því minnsta sem þekkist og fólk verður varla eldra í hinum byggða heimi.
Ég bý í landi sem að gæti bráðum orðið framleiðandi á kolefna eldsneyti landi sem er með óhemju ónýtta orku. landi sem að framleiðir matvöru í hæsta gæðaflokki.

Ég er ekki tilbúin að fórna neinu af ofan sögðu fyrir skjól undir faldinum.

Auðvitað kostar að búa í svona gjöfulu landi og ég neita því ekki að margt er að en heimurinn er ekki og verður ekki fullkomin eins og að vandamál okkar munu ekki hverfa við að hlaupa undir pilsfald Evrópusambandsins þess sama sambands og neyddi okkur til að skrifa undir 21 aldar Versala samninga sem ekki einu sinni standast þeirra eigin lagatúlkun samkvæmt túlkun Frakka á bankaábyrgðum sem sjá má á bloggi Eyþórs A.
Ég er líka viss um að skuldir okkar gufa ekki upp við inngöngu er frekar viss um að erfiðara verður að borga þær þegar búið er að setja bjargvættin krónuna fasta sem evru viðhengi.
Menn bera ekki mikla virðingu fyrir krónunni en það er viðloðandi sögu mannkyns að það hefur alltaf farið illa með bjargvætti sína hver man ekki til dæmis Jóhönnu af Örk og son trésmiðsins.

Við urðum fyrir áfalli og þurfum kannski áfallahjálp til að gera okkur grein fyrir að þetta var ekki okkur að kenna heldur örfáum mönnum sem að misnotuðu leikreglur hins frjálsa markaðar þannig að allt fór í kaldakol en þjóðin getur samt sem áður horft hnarreist framan í heiminn og hefur enga þörf fyrir að fela sig undir neinum pilsfaldi. Við getum horft hnarreist framan í hvern sem er.

1262 gengum við í einskonar Evrópusamband 1918 stigum við skref út úr því sem að við lukum 1944 Látum ekki 2009 verða það ár sem að verður nefnt sem árið sem Íslendingum hafði tekist að gleyma á innan við öld hvað sjálfstæði er mikils virði, heldur árið sem að Íslendingar sýndu enn einu sinni að hér býr samansafn þverhausa sem lítur á svona hluti sem verkefni til að leysa en ekki heimsendir. Og notar ekki svona áföll sem skálkaskjól til að leita skjóls undir að mínu mati allt of heitum, dimmum og rökum pilsfaldi Evrópu maddömunnar.

Goða helgi


Mér er orða vant

Ég held að kaupsýslumenn haldi að Íslendingar séu fábjánar miðað við þá verðlagningu sem að hér er stunduð en hún er úr öllu sambandi við bæði gjaldeyrishækkanir og verðbólgu. Sem latur maður ætlaði ég að hafa pylsur í kvöldmatinn og setja þær í brauð einfalt og þjóðlegt en þegar ég sá verðið á brauðinu tók ég það af matseðlinum og stífði mínar pylsur úr hnefa. Einn pakki af Millu pylsu brauðum í klukkubúð á 249 krónur pakki sem að var undir 100 kr fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki furða að hægt sé að kaupa hitt og þetta meðan að menn hafa hendurnar í vösum alþýðunnar þessu ætti að mótmæla. Ég er ekki hissa á því að hægt sé að kaupa hitt og þetta meðan að hægt er að mergsjúga Íslenska alþýðu. Ég mun hér eftir mótmæla á minn hátt og versla einungis í þeirri verslun sem að alltaf hefur staðið sig jafnbest að mínu mati síðan ég fór að reka heimili fyrir hátt í 30 árum síðan og það er Fjarðarkaup í Hafnarfirði.


Samir við sig

Þú gerir eins og ég vil eða hefur verra af  virðist vera í tísku núna..

En þetta er alveg í takt við þau viðbrögð sem að Íslendingar fengu frá vinaþjóðum sínum svo að það er engin furða að mínu mati að Samfylkingin vilji í ESB þar á hún heima sýnist mér alla vega er samhljómur með yfirlýsingu hennar og aðgerðum þeirra sem að héldu hjálpinni frá 300 000 manna þjóð.

Ekkert lán nema að þið gerið eins og við viljum.

Síðan var frétt á ljósvaka miðli að Þjóðverjar hefðu sagt að Ísland fengi engin lán í framtíðinni nema þeir greiddu allar skuldir sínar þeir myndu sjá til þess.

Það gleymist alltaf að hér er um skuldir fyrirtækja að ræða en ekki skuldir Íslenskrar alþýðu sem þó er kúguð til að borga skuldirnar af vinaþjóðum svokölluðum

Sem sagt ef allt er ekki eins og við viljum þá er réttlætanlegt að beita kúgun eftir því sem hægt er.

Ég tel að Samfylkingunni beri skylda til að virða þá sem að þó kusu  hana og klára það verkefni sem að hún lenti í en ekki kalla í bátana fyrr en ljóst er hvort að skipið sekkur. Þjóðin á kröfu á því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar hennar vinni sitt verk og það er ekki fólgið í því að hlaupast undan merkjum þegar mest reynir á

Bendi fólki á blogg Eyþórs Arnars um afstöðu  Franska seðlabankans til tryggingarsjóða það er athyglisvert. http://ea.blog.is/blog/ea/entry/731754/

 


mbl.is Myndi jafngilda stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband