Mér er orða vant

Ég held að kaupsýslumenn haldi að Íslendingar séu fábjánar miðað við þá verðlagningu sem að hér er stunduð en hún er úr öllu sambandi við bæði gjaldeyrishækkanir og verðbólgu. Sem latur maður ætlaði ég að hafa pylsur í kvöldmatinn og setja þær í brauð einfalt og þjóðlegt en þegar ég sá verðið á brauðinu tók ég það af matseðlinum og stífði mínar pylsur úr hnefa. Einn pakki af Millu pylsu brauðum í klukkubúð á 249 krónur pakki sem að var undir 100 kr fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki furða að hægt sé að kaupa hitt og þetta meðan að menn hafa hendurnar í vösum alþýðunnar þessu ætti að mótmæla. Ég er ekki hissa á því að hægt sé að kaupa hitt og þetta meðan að hægt er að mergsjúga Íslenska alþýðu. Ég mun hér eftir mótmæla á minn hátt og versla einungis í þeirri verslun sem að alltaf hefur staðið sig jafnbest að mínu mati síðan ég fór að reka heimili fyrir hátt í 30 árum síðan og það er Fjarðarkaup í Hafnarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Aldrei að versla í klukkubúðum. Líst betur á Fjarðarkaup. Mig langar að koma með smá tillögu varandi pylsurnar. Skera þær niður í smábúta, steikja á pönnu með lauk og borða þær með kartöflumús eða hrísgrjónum (kryddar sjálfur) og bökuðum baunum. Klikkar ekki:)

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 02:49

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kærar þakkir prufa þetta

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.12.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband