Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Verðmætaskilningur minn

Verðmætaskilningur minn hefur verið í molum undanfarið það er talað um miljarða sem að voru lánaðir til kaupa á hlutabréfum með veði í hlutabréfunum sjálfum.
20 miljarðar 60 miljarðar maður verður eiginlega hálf dauður i hugsun af þessu risavöxnu tölum þannig að þegar maður heyrir fréttir um 5 miljarða þá finnst manni eins og verið sé að fjalla um bakkelsiskaup í bakaríi á laugardags morgni.

Ég hef verið að reyna að setja þetta í skiljanlegt samhengi fyrir sjálfan mig og langar til að deila skilningi mínum með öðrum.

Við höfum flest séð myndir í fréttum af síldarflotanum á veiðum út af ströndinni þetta eru falleg skip og mér er tjáð af manni sem að þekkir til að á núvirði sé verðmæti svona skipa sennilega kringum 2 miljarðar það er verðmæti nýrri skipa veiðiflotans. Þessi vitneskja hefur gert mér kleyft að skilja málefni dagsins betur.
Nú geri ég mér grein fyrir því að 30 miljarða tap Giftar jafngildir 15 fjölveiðiskipum, 20 miljarða lán sem fjallað var um jafngildir 10 fjölveiði skipum og svo framvegis. Þetta hefur svo sem ekki bætt líðan mína en ég geri mér betur grein fyrir þeim verðmætum sem að hér eru á ferðinni.

Fréttir og ekki fréttir

Það er vandratað hvað á að koma í fréttir og hvað ekki á þessum tímum og eins og það er hlutverk fréttamiðla að segja frá því sem að miður fer er það líka hlutverk þeirra að leita uppi betri fréttir fréttir af tækifærum og fréttir sem að færa von og ekki síst leita þess að flytja fréttir þannig að hlutleysis sé gætt.
Þarna finnst mér að Rúv og Mbl hafi brugðist í dag en  visir .is brást ekki.

Þar á ég við að flytja fréttir af öllum flötum mála. Rúv gerði mótmælum á Arnarhóli góð skil sýndi klippu úr Háskólabíói en minntist ekki orði á samkomu Heimsýnar ég get heldur ekki fundið neitt um þá samkomu á Mbl en Visir gerir henni smá skil.

Mig langar til að spyrja starfsmen Rúv hvort að þeir telji málstað okkar sjálfstæðissinna í Evrópumálum eiga minna erindi til þjóðarinnar heldur en málstaður annarra í þessum málum.

Ég er síðan sammála Claus um það að við eigum að einblína á tækifærin en læra af fortíðinni hún er liðin og dagurinn í gær kemur aldrei aftur svo að það gerir ekkert gagn að vera velta sér upp úr því sem að skeði þá.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elsku Geir ekki fara

Ég grátbið stjórnvöld að sitja sem fastast og helst að afnema kosningarnar 2011 til að hlífa okkur við því stjórnarfari sem þarna er boðað og ætla ég að nú sé loks komið fram hvaða stjórnarfar fólk það vill innleiða sem hafið hefur upp raust sína undanfarið.


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hafði trú á þessu

Ég hafði trú á þessu þangað til ég las að Greiningardeild Glitnis hefði það líka þá fór ég að efast.
Ég hef nefnilega ekki margar reglur í lífinu en þær sem að ég hef eru flestar byggðar á reynslu.

Ein þeirra er að vera á öndverðum meiði við greiningardeildir bankanna þær hafa reynst mér ver heldur en Veðurstofan.

Aðra reglu hef ég líka það er að vera á öndverðum meiði við skoðanir Vilhjálms Egilssonar en það er ekki byggt á neinni sérstakri reynslu frekar svona af því bara.

Svo nú er ég í vondum málum hvort á ég að vera með eða á móti byggt á þessum tveimur reglum. Held ég láti bara kjurt liggja og sofi á málinu.
mbl.is Nauðsynleg aðgerð en ekki sársaukalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband