Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Á að hafa áhyggjur ?

Bara dettur það í hug það eru liðnar 48 klst síðan ég heyrði síðast haft eitthvað eftir honum Olla Ren í Íslenskum fjölmiðli. Skora á RUV að bregðast ekki traustinu og bjarga mér frá fráhvarfseinkennum sem hellast yfir mig ef að ég ekki heyri speki frá Olla á minnsta kosti 60 tíma fresti.

Koma svo bara eitt pínulitið Olla viðtal í kvöld Please


Iðnmennt er líka máttur

Mikið er talað um að að efla menntun í kreppunni og það góða menntun svo er talað um fólk með góða menntun og velmenntað fólk en minna um skilgreiningar á vondri menntun og illa menntuðu fólki. En hef þó tekið eftir því að sjaldan er minnst á iðnmenntun þegar fjallað er um menntun heldur er liklegra að heyra um nám á Háskólastigi og nauðsyn á því að fjölga skólum á því stigi.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að þjóðfélag af okkar stærð geti rekið það menntakerfi sem að við rekum við setjum niður háskóla eins og við settum niður skuttogara hér áður fyrr og úr þessum skólum kemur fólk með mikla og góða menntun mikil námslán á bakinu og ákveðnar kröfur um laun. En gleymist ekki að athuga hvort að það er í raun til vinna fyrir þetta fólk er stærð þjóðfélagsins nóg til að anna þessu framboði.
Á Íslandi búa 330.000 manns. 330 000 manns það er ekkert smáræði það er heil þjóð en setjum þetta í annað samhengi.

Tökum dæmi um borgir með svipaðan íbúafjölda. UK Coventry 300.388, Leicester 331,731, Manchester 386,849 í öðrum löndum til dæmis Sarajevo 383,604,  Minniapolish 372,092, Archangelsk 354.701, og  Murmansk  335,012

Ég er því miður ekki með yngri upplýsingar en frá 2004. Árið 2004 stunduðu 16138 nemendur framhaldnám á háskólastigi. Nemendur skiptust  það um það bil svona ca 2400 tungumál og mannvísindi  um 800 stunduðu nám í listum  ca 3400 í uppeldis og kennslufræðum, 2600 í  lögfræði og Samfélagsvísindum  3000 í Viðskipta og hagfræði 1800 við Náttúru fræði og stærðfræði  1900 manns stunduðu Tæknigreinar  400 Landbúnað og matvælafræði síðan 2400 Lækningar heilbrigðisgreinar.
Þetta er gefið upp í súluriti þannig að ekki er hægt að lesa nákvæman fjölda.

2002 (fann ekkert yngra)  voru við nám í bifreiðaviðgerðum 54 og 9 voru í starfsþjálfun samtals 63 og voru þá 59 færri en árið  1998.  Í vélvirkjun voru árið 2002 61 í námi 87 á námssamning samtals 148 eða 153 færri en 1998.
Ofangreindar tölur sýna að mínu mati svart á hvítu  stefnu okkar í menntamálum en hún er fólgin í því að auka stöðugt nám á Háskólastigi á kostnað iðn og verkmenntunar í landinu en er hægt að stunda þessa mennta stefnu og er hún raunhæf hvað er eðlilegur fjöldi fólks í hverri grein og eðlilegur fjöldi stofnana og annarra kerfa til að anna þessum hóp af fólki og síðast en ekki síst getum við framleitt vinnu fyrir fólkið á þeirra menntunarsviði.

Við skulum hugsa okkur að hver borg sem að ofan er nefnd sé lokað kerfi hún þarf þjónustu allra ofangreindra stétta en í hvaða hlutfalli og hvað er pláss fyrir marga af hverri stétt innan kerfisins það má breyta og aðlaga þörfina en grunnurinn verður alltaf svipaður og svo þarf líka að taka tillit til þess að sumt nám hentar á mörgum sviðum.  En það er fróðlegt að hugsa þetta í því samhengi að til að halda svona kerfi gangandi þurfi virkilega að framleiða  tæplega 40 löglærða, á móti 1 bifvélavirkja. Eða 18 viðskiptamenntaða á móti hverjum vélvirkja til að þjóðfélag eða borg virki sem best og hagkvæmast.
Ég tel að þetta  sýni þá vanrækslu sem að er í gangi gagnvart menntun sem að nýtist til framleiðslu og það  er mín skoðun að við séum með alltof litla áherslu á iðn og verknám í menntakerfinu ég tel að það séu til dæmis mun meiri líkur á því að ég þurfi á bifvélavirkja að halda á lífsleiðinni heldur en lögfræðing en miðað við þessar tölur eru 40 lögfræðingar á móti hverjum bifvélavirkja og miðað við atburði undanfarinna mánaða þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki mikla trú á hámenntuðum fjármálaspelkulentum. Aftur á móti tel ég að ein af leiðunum til að ná Íslandi sem fyrst úr kreppunni sé aukin framleiðsla og aukin verkmenntun. Leið sem að meðal annars Finnar notuðu til að vinna sig út úr kreppunni.

Ég bendi einnig á að ég set ekki þessar hugleiðingar á blað til að kasta rýrð á eina menntun um fram aðra heldur vegna þess að fólki er tíðrætt um að við eigum ekki að setja öll eggin í sömu körfuna en erum við ekki að gera það með mun einsleitari menntun þar sem að verkmenntun er að fjara út. Það er þörf fyrir alla þessa menntun að mínu mati eru hlutföllin orðin hálfskökk ef að þjóðfélagið á að virka sem á sem bestan máta.

Fólk er ekki velmenntað eða illa mentað öll menntun er af hinu góða og á að njóta jafnræðis lífsins skóli er líka menntun gleymum því ekki. Það sem ég tel góða menntun er menntun sem að skilar manni vinnu alla starfsævina fjölbreytt menntun sem að spannar mörg svið menntun sem að gerir menn gjaldgenga á sem flestum stöðum í þjóðfélaginu þar getur verkmenntun skipt miklu máli og þegar kemur að því að velja í hverju maður vill mennta sig þá ætti fólk að líta á þá möguleika sem að þar liggja því fátt skiptir meira máli þegar upp er staðið að hafa alltaf aðgang að vinnu hvernig sem árar.


mbl.is Þorgerður Katrín fær kartöflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt forgangsröðun?

Finnst þetta svolítið athyglisvert 

"gert ráð fyrir að heimilað verði að taka komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús sem skili um 360 milljóna tekjum"

"Verði frumvarpið að lögum mun grunnfjárhæð sjómannaafsláttar hækka um 12,9% og viðmiðunarfjárhæðir barnabóta og vaxtabóta um 5,7%. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs vegna hækkunar viðmiðunarfjárhæða sjómannaafsláttar, barnabóta og vaxtabóta verði um 1 milljarður króna"

Ég hef fengið sjómannaafslátt og hef ekkert á móti honum en mér finnst athugunarvert þegar að hann hækkar um 12,9% svona innan um barna og vaxtabætur og meðan að álögur hækka á þá sem að hafa lægstu launin.


mbl.is Komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessaður karlinn

Gott að vita reglulega að Olli er á lífi og við góða heilsu enda fáir sem hafa fengið jafnmarga dálksentimetra í Íslenskum fjölmiðlum upp á síðakastið.
En það virðist alveg gleymast að athuga hvað við viljum það kæmi mér ekki á óvart að 2009 yrði árið sem að Ísland felldi inngöngu í ESB hvað gera stjónvitringarnir þá þegar þeir fá ekki skjól undir pilsfaldinum og þurfa að fara að vinna vinnuna sína sem er að stjórna lýðveldinu Íslandi.
mbl.is Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feðraveldi brennt

Feðraveldið var brennt í kvöldfréttum sjónvarps frá Austurvelli samkvæmt því sem að hrópað var. Sé þó ekki betur en að á skilti á mynd með fréttinni stæði feðga veldi.
 
Það er gott að sjá hvaða hug mómælendur bera til feðra og bræðra. Því tel ég að það sé ófært fyrir karlmenn sérstaklega feður sem að þekkja lög og reglur um umgengnisrétt feðra og rétt þeirra til umgengis við börn sín á eigin skinni að mæta á Austurvöll. Með því að mæta þar styðja þeir það misrétti sem að forræðislausir feður eru beittir. Og styðja áróðursbrennur gegn sjálfum sér.

 

 


mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kúgun aðalsmerki krata

Kann fólk enga mannasiði

„Við verðum að sýna vilja til að taka á þessum málum,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Jafnframt sagði hún líklegt að boðað yrði til þingkosninga áður en kjörtímabilinu lyki ef niðurstaða Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í janúar yrði sú að efna ekki til viðræðna við Evrópusambandið."

Er ekki nóg fyrir Ingibjörgu að stjórna Samfó. En varðandi fyrirsögnina

Enskir erkikratar misbeita ESB til að kúga Íslendinga til að borga meir en þeim ber.
Íslenskir kratar reyna að skoðana kúga samstarfsflokk sinn með hótun um stjórnarslit
Evrópskir kratar hóta 'islendingum að þeir fái engin lán til fjármögnunar nema að þeir geri upp allar skuldir við Evrópska banks og það eru skuldir einkafyrirtækja.

Ég spyr bara hvað er eiginlega að þessu fólki.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er fréttinn

Mér finnst vanta að fjallað sé um hvaða áróður er átt við er það áróður gegn Íslandi gegn Icesave eða hvað. Fréttin gefur í skyn að bresk sveitafélög eiði miljónum punda í áróður sem að á ætti að beinast gegn okkur er það rétt. Ef svo er væri gott að fá greinabetri frétt um það ef ekki þá er þetta ekki frétt sem að okkur kemur við. Icesave myndin með fréttinni setur þessi mál í þetta samhengi
mbl.is Áróðurinn minnkar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB vírus í gangi

Það lý'ur ekki sá dagur sem að kostir ESB eru ekki raktir fyrir landsmönnum og fróðleiknum troðið ofan í kok á okkur eins og fæði í franska gæs greinin í dag er engin undantekning allt í plús ekkert í mínus.

Þar segja félagarnir að "atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum og stjórnskipulaginu og að brýnt sé að endurheimta það"

Hvernig stendur á því að í hvert sinn sem að þarf að endurheimta eitthvað hér þá sjá menn engan annan möguleika en ESB hvernig á það að breyta trausti mínu til stjórnmálamanna að þeir framvísi valdinu til Brussel. Endemis þvæla og uppgjöf að mínu mati ef að þeir sem að stjórna okkur þurfa skjól undir pilsfaldi ESB maddömunnar ef eitthvað bjátar á þá eiga þeir að velja sér annan starfsvettvang þar sem unnið er í vernduðu umhverfi.

Þeir segja líka að "efla þurfi tengsl milli kjósenda og kjörinna fulltrúa og skerpa á ábyrgð þeirra sem með valdið fara"

Eru þeir að segja það að þeir sem valdið hafa núna telji að þeir beri enga ábyrgð ég hef aldrei getað litið svo á á minni æfi að ég bæri ekki ábyrgð á því sem að ég væri að gera.
Hvernig eflir það síðan tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa að færa valdið til Brussel er ekki frekar að menn sjái fyrir sér að þar sé meira skjól fyrir gagnrýni. Enda allt í lagi að minna á þá ábyrgðartilfinningu stjórnvitringa sambandsins sem hefur leitt til þess að ársuppgjör þess hefur ekki verið samþykkt árum saman.

Eg allavega lít á þetta sem uppgjöf enn einna stjórnmálamannanna sem gefist hafa upp á því sem að í starfslýsingu þeirra fellst en það er að vinna að hagmunum lýðveldisins Íslands og efla hag þess og fólksins sem að þar býr.


mbl.is Hvetja til viðræðna og atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlífið börnunum

Náði ekki að sjá það en heyrði viðtal við ungan einstakling um kreppuna í kvöld.
Verandi það gamall að ég er búin að lifa að minnsta kosti fjórar eða fimm niðursveiflur þar af þrjár eftir að ég fór á húsnæðismarkað leyfi ég mér að finna að því hvað reynt er að troða þessari kreppu upp á börn.

Sennilega er eitt af því sem að skilur þessa kreppu frá þeim fyrri hin gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem að hún fær og einnig hvað hún hefur lagst á þungt á þjóðina. Ég var að ala upp börn þegar að Ávöxtun fór á hliðina, Hafskip lagði upp laupana, OGR ógilti kjarasamninga,Hagvirki og SH verktakar fóru á hausin og þúsundir manna voru atvinnulausir.

Ég minnist þess þó ekki að börnin hafi verið sérstaklega uppfrædd um þessi mál. Og til að leggja þeirri skoðun minni vægi bendi ég á að fólk á þeim aldri að það var börn í síðustu kreppu virðist ekki hafa haft hugmynd um að það gæti kreppt að eða hvernig vísitala húsnæðislána virkaði í samdrætti. Ef þau hefðu vitað það þá væri skuldsetning þessa aldurshóps ekki eins og hún er í dag.

Það sem ég er þó að reyna að benda á er að fólk og fjölmiðlar á að reyna að  nálgast þessa hluti á hlutlausari hátt en ekki í þessum æsifrétta stíl sem að gildir í öllu í dag.  Það er það sem að smitar til barnanna og vekur þeim ótta og þegar farið er að taka viðtöl við þau um kreppuna finnst mér of langt gengið. Þau eiga að fá frið til að vera börn meðan þau hafa aldur til við fullorðnumst víst alveg nógu snemma. Og í raun er ein af hliðarverkunum kreppu að fólk fer oft að meta meira það sem mölur og ryð fær ekki grandað það er fjölskyldan og vinir.


Mótmæla hverju

Er ekki komin tími á stefnubreytingu og fara að mótmæla þeim málum sem að allavega mér finnst að eigi að mótmæla.
Hvers vegna að mótmæla þeim stjórnvöldum sem að við sjálf kusum til að stjórna hér þetta kjörtímabil ég sé ekki tilganginn í því.
Hvers vegna að eiða orku í að reyna að skipta um seðlabankastjóra helgi eftir helgi.
Núverandi mótmæli líta út eins og politískar ofsóknir og einelti í mínum augum.

Af hverju ekki að mótmæla eftirfarandi  og þá á viðeigandi stöðum

1 Setningu Breta á hryðjuverkalögum á Ísland aðgerð sem að hefur valdið gífurlegu tjóni Mótmælastaður Breska sendiráðið taka með mótmælaspjöld og fána
2. Evrópuríkjum sem að kúguðu okkur til að samþykkja afarkosti vegna Icesave Mótmælastaður eitthvert af sendiráðum þeirra gott að hafa með sér álitsgerð Frakka á ábyrgð vegna internet reikninga.
3. Krosseigna tengslum og pýramída tengslum fyrirtækja ýmissa auðmanna Mótmælastaðir gætu verið heimili þeirra eða viðkomandi fyrirtæki mætti til dæmis mótmæla með að loka aðgangi að einu fyrirtækinu í jólaösinni.
4. Hugmyndum LÍÚ að útgerðar menn hafi einhvern möguleika á að skuldum verði aflétt af þeim umfram aðra. Mótmælastaður höfuðsstöðvar LÍÚ
5. Endurkaupum fyrri eigenda á fyrirtækjum sínum eftir skuldaþvott.

Það er margt fleira en tek þetta bara sem dæmi 
Bið svo mótmælendur um að hætta að henda eggjum þau eru orðin munaðarvara mætti til dæmis skipta yfir í síld í staðin

 

 

 

 


mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband