Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rétt hjá forsetanum

Þetta er rétt mat hjá forsetanum og vel greint enda hér um fyrrverandi innanbúðar mann úr þessu kerfi að ræða svo að hann ætti að þekkja brestina. Sumir vilja nú meina að hann hafi átt einhvern þátt í þeirri stjórnarbyltingu sem fram fór á síðasta ári bak við tjöldin en því getur hann einn svarað og annað er getgátur.
mbl.is Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér fannst skaupið betra.

Þetta var ekkert al slæmt ávarp frá forseta vorum en fyrir mína parta þá fannst mér áramótaskaupið mun betra en þetta ávarp. Það syndi okkur í hnotskurn brestina sökudólgana hrunið  og afleiðingarnar og endaði með baráttukveðju. Það tók á þjóðarsálinni og hikaði ekki við að ýfa aðeins upp sárin en þess þarf stundum. En það stappaði líka í fólk stálinu í lokinn sýndi trú á réttlætið og uppgjörið og áréttaði það að Íslendingar þurfa ekkert að skammast sín fyrir að vera Íslendingar. Það er jú ekki fjölskyldunni á bújörðinni að kenna þó að fjarskyldur frændi hafi orðið óreglu að bráð og lagt allt í rúst. 

Ávarp forseta vors fannst mér frekar flatt jú jú hann talaði um tækifærin í hinu og þessu aðallega á hinum hástemmdu nótum meðan sannleikurinn er að til þess að ná okkur upp úr kreppunni þá verður að efla það sem menn kalla þungaiðnað meðan að sprotarnir eru að vaxa.
Það getur vel verið að þetta ávarp hafi höfðað til hinnar menntaðri milli og efri stéttar en fyrir þá sem að tilheyra hinum efnaminni þjóðfélagshópum og eru atvinnulausir gerði það ekkert.

Ég bíð síðan spenntur eftir niðurstöðu Ólafs varðandi Icesave niðurstöðu sem að mun um komandi ár hafa áhrif á það hvort að forsetaembættið mun rétta úr kútnum eða ekki. Hann er ekki öfundverður af hlutskipti sínu en þó þarf að muna það að hann stjórnaði að miklu leiti þeirri þróun sem leitt hefur til stöðu hans núna með því að neita fjölmiðlalögunum brautargengi og getur því sjálfum sér kennt um að miklu leiti.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIl hamingju

Óska foreldrunum til hamingju með að byrja árið á þennan hátt það er ekkert merkilegra í lífinu en tilkoma nýs fjölskyldu meðlims. Óska ungu stúlkunni og öðrum nýárs börnum bjartrar framtíðar.

Ég vil samt votta foreldrunum samúð mína yfir því að þau séu í verri aðstöðu við að taka á móti þessu barni heldur en ef það hefði fæðst kl 23.59 áður en skerðing fæðingar orlofs tók gildi. Svona er Ísland í dag mismununin í jafnaðarþjóðfélaginu hefst strax við fæðingu.


mbl.is Stúlka fyrsta barn ársins á Landspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum öll og slökkvum ljósin.

Í nótt þar sem ég lá andvaka hugsi eftir dæmalausa opinberun getuleysis fulltrúa okkar til að standa vörð um aðra hagsmuni en sjálfs síns og flokka sinna, skaut allt í einu í huga mér hugmynd um hvernig vér sem erum á móti þessum gjörning getum opinberað hug okkar gagnvart þessum gerning og sýnt forseta vorum hug okkar í þessu máli.

Tilaga mín er sú að í kvöld þegar að ávarp forsætisráðherra hefst slökkvi hver sá sem vill mótmæla þessum gjörning öll ljós á heimili sínu og myrkvi það sem táknmynd þess myrkurs sem stjórnvöld hafa fært yfir þjóðina. Hvað væri öflugari birtingarmynd andstöðunnar ef ljós þau sem að lýsa til himins frá landinu myndu deyja meðan á ávarpinu stæði Þeir sem að geta ekki verið án orða leiðtogans geta síðan horft á þau í sífeldum endursýningum næstu daga.

Annað sem að ynnist líka með þessu er að þá væri hægt að sjá hverjir vilja bera byrðarnar og rukka eftir því það þarf bara að renna á ljósið sem væri þá leiðarljós Icesave innheimtu deildarinnar.
Víst er ekki langur tími til stefnu en það væru mótmæli sem tekið yrði eftir ef 70% ljósa í landinu myndu slokkna í mótmælaskyni við nauðungar samningana þegar að forsætisráðherra tekur til máls aðgerð sem myndi vekja athygli á afstöðu þjóðarinnar víða.

Ef þið sem þetta lesið teljið hugmyndina skoðunarvirði látið þetta ganga og boltann vinda upp á sig hver veit nema að lítill bolti gæti orðið að heilli þúfu og eins og stendur ritað oft veltir lítil þúfa þungu  hlassi.

Gleðilegan Gamlársdag


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þefvísir embættismenn

Ja það er mörg matarhola jafnaðarstefnunnar og víða finnast bökin til að borga Icesave enda hafa bökin við Austurvöll ekki ætlað sér að minnka við sig mörinn vegna Icesave afborgananna.
mbl.is Skattur á langveikt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir tímar

Ég tel að í kvöld hafi orðið sögulegri atburður heldur en fólk gerir sér grein fyrir ég tel að Alþingi Íslendinga ein elsta löggjafarstofnun í heimi hafi lagt grunnin af endalokum sjálfs síns.
Aldrei hef ég orðið vitni að eins berum dæmum um að fólk sviki sannfæringu sína ef einhverjum orsökum sem að ég vil ekki gera því það verður sjálft að svara þjóðinni því seinna hvað olli þeim kúvendingum sem margir hafa tekið.

Ólína Þorvarðardóttir átti að mínu mati orð kvöldsins en hún bar þau fram með öfugum skilningi það er "en orðstír deyr eigi" Ólína getur verið viss um að orðstír þeirra sem samþykktu frumvarpið í kvöld  deyr aldrei heldur kemur til með að lifa í minningu þjóðarinnar um aldir eins og orð móður Gunnars á Hlíðarenda sem hún mælti við Hallgerði er hún neitaði Gunnari um hár úr höfði sínu.

Í Icesave málinu hefur það berast fyrir þjóðinni hver máttlaust löggjafarvaldið er orðið fyrir framkvæmdavaldinu og það er augljóst að það þarf að skerpa skilin þar á milli. Á morgun mun síðan Ólafur R Grímsson ráða miklu um framtíð forsetaembættisins því þá rennur upp stund sannleikans og það opinberast fyrir þjóðinni hvort hann er forseti hennar eða ekki. 31 Desember 2009 verður dagur sem fær pláss í sögubókum framtíðarinnar. Kannski líður embætti forseta Íslands undir lok þann dag eða trúverðugleiki þess.

Já ég tel að í kvöld hafi Alþingi í raun stigið fyrstu skrefin til endaloka sjálfs síns og styrkt í sessi þá skoðun þjóðarinnar að þar hafi safnast saman jarðtengingarlaus hópur hagmunapotara sem er slétt sama um þjóðina það er alla vega mín skoðun. Sú skoðun styrktist mikið við mörg orðin um ábyrgð annarra borin fram af fólki úr flokkum sem vilja veita fyrrverandi eiganda Landsbankans sjálfs Icesave valdsins ívilnanir í rekstri hér  á landi og sjá ekkert athugavert við það að einn af helstu gæslumönnum þeirra reglna sem áttu að vernda okkur fyrir svona upp á komum sé á leið til áhrifa í fjármálakerfi okkar að nýju.
Já það eru að byrja nýir tímar en ég tel að margir þeirra 63 sem að í kvöld greiddu atkvæði á Alþingi fái ekki að vera þátttakendur í þeim þeir hafa fyrirgert því trausti sem að kjósendur þeirra báru til þeirra.

 

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsæl lausn

Hvað er farsæl lausn það sem er farsælt fyrir einn getur verið helsi fyrir aðra og það er ekki annara þjóða að ákveða hvað er farsælt fyrir Ísland. Við eigum að gera það sem okkur ber og ekki eyri meira en mér sýnist að það sé komin tími á að finna út hvað okkur ber að borga í raun og ætta að láta eins og við séum höfuðsyndarar alheimsins
mbl.is Wikileaks birtir minnisblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa samvisku og þor til að breyta eftir henni.

Það er gott að vita að Þráinn telur ekki um stóran hlut að ræða að leggja skuldaklafa af Icesave á þjóðina enda lýtur byrðin öðruvísi út þegar horft er á hana heldur en þegar að hún hvílir á bakinu á manni. Kannski að Þráinn ánafni heiðurslaunum sínum til Mæðrastyrksnefndar ef hann hefur ekki afþakkað þau og nýtur þeirra en og láti sér nægja laun þau sem hann fær fyrir þingsetu. Hann yrði maður af meiru ef hann gerði það.

Það er síðan talað um að engin vilji verða til þess að vinstri stjórnin falli. Að engin vilji axla ábyrgð á því. Hugsum málið aðeins er það svo að þeir sem myndu greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni og yrðu til þess að frumvarpið félli eru hræddari við það að fella vinstri stjórnina en að steypa framtíð Íslendinga í voða. Er samtrygging og spilling innan stjórnkerfisins svo mikil og grimm að þingmenn óttast samflokksmenn sína meira en þjóðina og steypi því heldur þjóðinni í glötun heldur en að styggja flokksveldið. Skömm hafi þeir ef satt er.
Þetta leiðir síðan hugan til þess hvort ekki sé komin tími til að þjóðin sýni flokksvaldinu hvar aflið liggur og hverja ber að virða og óttast.

Á morgun verður gengið til atkvæða um eitt umdeildasta frumvarp í sögu landsins en þessu lýkur ekki þar með sagan kemur til með að fella dóm um hvað var rétt og hvað ekki og þegar hennar dómur fellur vildi ég í sporum þeirra sem að á morgun greiða atkvæði, heldur hafa gert það samkvæmt eigin samvisku og sannfæringu, heldur en skipuðum flokkslínum.
Því þegar tímar líða þá er auðveldara að lifa útskúfaður af meðbræðrum sínum ef maður er í sátt við samvisku sína.
Fari svo sem að ég óttast og verstu hrakspár rætast þá munu þau nöfn sem lögðu byrðarnar á þjóðina aldrei gleymast frekar en nöfn þeirra einstaklinga í sögu landsins sem verstir hafa þótt. Verði hins vegar allt í góðu þá er það hið besta mál en líkurnar eru álíka og í Rússneskri rúllettu eins og reiknað var út hér á blogginu og vill einhver ganga á móti samvisku sinni fyrir þá áhættu.

Því skora ég á þingmenn að greiða atkvæði samkvæmt samvisku sinni óháð flokkslínum og skapa með því smá virðingu á stofnunni aftur óháð því hvernig niðurstaðan verður. Verið vissir um að við þjóðin fylgjumst með ykkur.


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæf nefnd

Að mínu mati er engin þingmaður hæfur til að setu í þessari nefnd.
Ef þetta er skoðað hlutlaust er engin þeirra hæfur þeir hafa allir hagsmuna að gæta
annað hvort til að bjarga sér ná höggi á aðra verja vini sína eða skensa andstæðinga.

Þetta er því að mínum mati óhæf nefnd ef einhverstaðar hefði átt að fá utanaðkomandi
í verk þá er það í þetta skipti. En það að detta í hug að það finnist 9 hlutlausir innan veggja alþingis sýnir að mínu mati hversu fólk sem þar er innan dyra er gjörsamlega ójarðtengt og jafnvel skammhleypt í sumum tilfellum


mbl.is Fyrningarfrestur þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin fellur

Ég tel að háttvirtur fjármálaráðherra efist um að þrælasamningarnir komist í gegn. Hvernig á annars að skilja þau orð sem að hann lætur falla um ESB þessa dagana. Í mínum huga eru þau ætluð til brúks í komandi kosningabaráttu. Verst er að það fyrir VG að það tekur ekki nokkur maður lengur mark á þvi hvað þeir segja.

Landsmenn allir það er þeir okkar sem enn meta þjóð og land eitthvað þurfa síðan að standa saman og reisa ævarandi níðstöng þeim til handa sem samþykkja gjörninginn því þó Steingrímur sé farin að búa til undankomuleið held ég að þetta verði samþykkt.

Það má íhuga að loka veginum til Bessastaða sem merki um táknræna hindrun á undirskrift ef þetta verður samþykkt sem að ég tel að verði því miður þjóðhollusta manna á hinu háa alþingi er í skötulíki.


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband