Mér fannst skaupið betra.

Þetta var ekkert al slæmt ávarp frá forseta vorum en fyrir mína parta þá fannst mér áramótaskaupið mun betra en þetta ávarp. Það syndi okkur í hnotskurn brestina sökudólgana hrunið  og afleiðingarnar og endaði með baráttukveðju. Það tók á þjóðarsálinni og hikaði ekki við að ýfa aðeins upp sárin en þess þarf stundum. En það stappaði líka í fólk stálinu í lokinn sýndi trú á réttlætið og uppgjörið og áréttaði það að Íslendingar þurfa ekkert að skammast sín fyrir að vera Íslendingar. Það er jú ekki fjölskyldunni á bújörðinni að kenna þó að fjarskyldur frændi hafi orðið óreglu að bráð og lagt allt í rúst. 

Ávarp forseta vors fannst mér frekar flatt jú jú hann talaði um tækifærin í hinu og þessu aðallega á hinum hástemmdu nótum meðan sannleikurinn er að til þess að ná okkur upp úr kreppunni þá verður að efla það sem menn kalla þungaiðnað meðan að sprotarnir eru að vaxa.
Það getur vel verið að þetta ávarp hafi höfðað til hinnar menntaðri milli og efri stéttar en fyrir þá sem að tilheyra hinum efnaminni þjóðfélagshópum og eru atvinnulausir gerði það ekkert.

Ég bíð síðan spenntur eftir niðurstöðu Ólafs varðandi Icesave niðurstöðu sem að mun um komandi ár hafa áhrif á það hvort að forsetaembættið mun rétta úr kútnum eða ekki. Hann er ekki öfundverður af hlutskipti sínu en þó þarf að muna það að hann stjórnaði að miklu leiti þeirri þróun sem leitt hefur til stöðu hans núna með því að neita fjölmiðlalögunum brautargengi og getur því sjálfum sér kennt um að miklu leiti.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband